Morgunblaðið - 14.10.2011, Síða 4

Morgunblaðið - 14.10.2011, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Hádegisfundur | Allir velkomnir - frír aðgangur Matvælaframleiðsla morgundagsins - verður nóg af mat fyrir íbúa jarðar? mánudagur 17. október kl. 12:00-13:30 Fyrirlestrarsalur Íslenskrar erfðagreiningar, Vatnsmýri. Fundurinn fer fram á ensku Nánari upplýsingar á www.bondi.is Fyrirlesari: Julian Cribb, höfundur bókarinnar „The Coming Famine: The global food crisis and what we can do to avoid it“ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hrunið 2008 og gengisfall krón- unnar dró úr golfferðum Íslendinga til annarra landa í nokkra mánuði en nú er áhuginn meiri en nokkru sinni, að sögn talsmanna ferðaskrif- stofa. Öll sætin 36 í 17 daga ferð á vegum Vita til Mexíkó í febrúar eru seld. Þau kosta 560 þúsund krónur sætið. Flestar ferðir eru þó mun styttri og kosta minna. „Þetta eru um 1500 manns sem fara í golf til útlanda á vegum okk- ar á þessu ári,“ segir Signhild Borgþórsdóttir hjá ferðaskrifstof- unni Vita sem selt hefur golfferðir í 16 ár. „Núna í haust förum við til Spánar og til Mexíkó í febrúar.“ Hún segir að nokkuð hafi dregið úr umsvifunum fyrst eftir hrunið en staðan hafi lagast strax 2010 og sennilega verði fjöldinn á sama róli í ár. Verðlagið úti hafi ekki hækkað mikið af því að náðst hafi góðir samningar við hótel og velli. Boðið er upp á golfkennslu í ferð- unum. Venjuleg ferð kostar frá tæpum 170 þúsund krónum hjá þeim ferðaskrifstofum sem bjóða golfferðir og stendur yfirleitt í 7-11 daga. Misjafnt er hvað margir eru í hópunum, yfirleitt frá 15-20 og upp í 60 manns. Stundum fara þó enn stærri hópar, heil íþróttafélög. Hörður Arnarson er hjá Heims- ferðum sem byrjuðu með golfferðir til Spánar 2006. „Þetta minnkaði um 25% strax eftir hrunið en við flytjum núna yfir þúsund manns á ári sem er nærri jafn mikill fjöldi og var 2008,“ segir hann. „Sumir fara oftar en einu sinni á ári, gætu verið 12-13% af fjöldanum. Þetta er mikið hjónafólk og helsta breyt- ingin er að meðalaldurinn hefur hækkað.“ Golfferðalög á velli í útlöndum aldrei vinsælli  Ferð Vita í 17 daga til Mexíkó í febr- úar kostar 560 þúsund og allt uppselt Morgunblaðið/Ómar Heima Golf er líka hægt að stunda á Kiðjabergsvelli á Íslandi. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Við gerum þetta bara á hverju ári. Sú elsta í hópnum, langamman, hún hefur tekið þátt í sláturgerð að hausti alla sína ævi held ég bara. Síðan fékk ég uppskrift hjá henni og dóttir mín er svo komin með sömu uppskrift,“ segir Helga Teitsdóttir, húsfreyja á Högnastöðum í Hreppum, en fjórar kynslóðir tóku þátt í sláturgerð þar á dögunum. Hún segir að um sé að ræða ánægjulega samveru sem styrki fjöl- skylduböndin og ekki skemmi fyrir að um sé að ræða bæði ódýran og góðan mat. Kippt niður á jörðina Fjölmargir Íslendingar leggja fyrir sig sláturgerð á haustin og má fastlega gera ráð fyrir að sú iðja hafi færst mjög í aukana í kjölfar þess að þrengja fór að í efnahagslífi landsmanna. „Fólk hefur töluvert vaknað til vitundar um ýmsa heimaframleiðslu. Það er til að mynda að rækta grænmeti, ná sér í ber, baka sjálft í meira mæli og búa til heima- gerðan ís og svona. Margt af þessu var eig- inlega alveg horfið fyrir hrun,“ segir Helga. Eins hafi það stóraukist að fólk sinni alls kyns handverki eins og til að mynda prjónaskap. „Þetta hefur vafalaust kippt mörgum svolítið niður á jörðina.“ Meinhollur matur Helga segir mikilvægt að kenna börnum og unglingum að borða slát- ur enda sé um að ræða fæðu sem ekki aðeins sé ódýr og góð heldur einnig mjög holl. „Slátur er mjög járnauðugt og það er stórt vandamál í þjóðfélag- inu í dag að unglingana skortir járn og fyrir vikið er ég þeirrar skoðunar að við eigum að kenna unga fólkinu okkar að borða slátur. Ef við byrjum á því á meðan það er enn krakkar þá gerir það það áfram,“ segir Helga. Þá sé það ekki síður mikilvægt að kynna unga fólkinu handbragðið við það að búa til slátur í faðmi fjölskyld- unnar. „Þetta er einfaldlega mjög skemmtileg fjölskyldustund að koma saman með þessum hætti,“ segir Helga að lokum. Samvera sem styrkir fjölskylduböndin  Fjórar kynslóðir kvenna taka þátt í sláturgerðinni „Síðast þegar ég skoðaði það sáum við svona 20-30 prósenta aukn- ingu í slátursölu,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suð- urlands, inntur eftir því hvernig sláturtíðin í ár kæmi út miðað við ár- ið í fyrra. Aðspurður hvort sala á slátri hafi aukist í kjölfar bankahrunsins segir hann að það hafi verið talsvert minna en þeir hafi búist við. Hjá SS sjái menn fram á mun meiri sölu- aukningu í ár en undanfarin ár. „Það er náttúrlega farið að selja töluvert af tilbúnu ósoðnu slátri sem fólk getur keypt á mjög góðu verði og losnar þannig við allt vesenið sem sumum finnst hins vegar mjög skemmtilegt,“ segir Steinþór. Hann bætir því við að ef fólk er tilbúið að leggja á sig fyrirhöfnina sé sláturgerð klárlega ein ódýrustu matarkaup sem hægt sé að gera. Mikil söluaukning frá í fyrra FORSTJÓRI SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS Steinþór Skúlason Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sláturgerð Katrín Jónsdóttir, Saga Magnúsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Helga Teitsdóttir við sláturgerðina. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skráð atvinnuleysi í nýliðnum september var 6,6% en að meðaltali voru 10.759 atvinnulausir í þeim mánuði. Atvinnulausum fækkaði um 535 að meðaltali frá ágúst eða um 0,1 prósentustig. Í september í fyrra voru 757 fleiri á atvinnuleys- isskrá eða 11.547 og mældist atvinnuleysið þá 7,1% af mannafla á vinnumarkaði sem Vinnumála- stofnun áætlar að sé rúmlega 162 þúsund manns. Dregið hefur úr langtímaatvinnuleysi. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði er nú 6.842 og fækkar um 686 frá lokum ágúst og er um 60% þeirra sem eru á atvinnuleys- isskrá í lok september. Þeim sem verið hafa at- vinnulausir í meira en eitt ár fækkar úr 4.645 í lok ágúst í 4.457 í september eða alls um 188. Þá fækkar einnig í hópi ungs fólks án atvinnu. Alls voru 1.774 á aldrinum 16-24 ára atvinnulausir í lok september en 1.858 í lok ágúst og fækkar þeim um 84 frá ágústlokum og eru um 15,4% allra atvinnulausra í september. Í lok september 2010 var fjöldi atvinnulausra ungmenna 1.996. Mest atvinnuleysi á Suðurnesjum sem fyrr Körlum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 249 að meðaltali í september og konum um 286. Atvinnu- lausum fækkaði um 379 á höfuðborgarsvæðinu og um 156 á landsbyggðinni. Atvinnuleysið var 7,6% á höfuðborgarsvæðinu en 4,9% á landsbyggðinni. Mest var það á Suð- urnesjum 10,7%, en minnst á Norðurlandi vestra 2,1%. Atvinnuleysið var 6,4% meðal karla og 6,8% meðal kvenna. Í september var atvinnuleysið mest meðal verslunarfólks eða 1.964. 1.261 var án atvinnu í mannvirkjagerð og 1.054 í iðnaði. Þá vekur athygli að 756 sem unnið hafa við gistingar- og veitingaþjónustu eru án atvinnu. Fram kemur í yfirliti Vinnumálastofnunar að yfirleitt byrji árstíðasveifla að hafa áhrif til aukn- ingar atvinnuleysis í október. Í október 2010 var atvinnuleysi 7,5%, en 7,1% í september 2010. Vinnumálastofnun áætlar að at- vinnuleysið í október 2011 aukist og verði á bilinu 6,7% - 7%. Þegar atvinnuleysi eftir menntun er skoðað kemur í ljós að langflestir eru með grunnskóla- próf eða 5.789. Þeir sem hafa lokið háskólaprófi eru 1.993, iðnmenntun 1.439 og stúdentsprófi 1.334. Dregur úr langtímaatvinnuleysi  10.759 voru án atvinnu í september og hafði fækkað um 535 frá fyrra mánuði  Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í október aukist og verði allt að 7% Alls voru 1.844 erlendir rík- isborgarar án atvinnu í lok sept- ember samkvæmt yfirliti Vinnu- málastofnunar. Þar af voru Pólverjar lang- fjölmennastir, 1.074, eða um 58% þeirra útlendinga sem voru á skrá. Langflestir atvinnu- lausra erlendra ríkisborgara voru áður starfandi í bygginga- iðnaði eða 364. Pólverjar eru fjölmennastir ENN MIKIÐ ATVINNULEYSI MEÐAL ÚTLENDINGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.