Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011
Fyrirtækið Happ ehf. hefur leigt
rekstur Hótels Hengils á Nesjavöll-
um sem áður var í eigu Orkuveitu
Reykjavíkur. Eigandi hússins er
hins vegar Hafsteinn Halldórsson
sem býr í Sviss og rekur þar flug-
þjónustufyrirtækið Avion Capital
Partners. Hann keypti Hengil á 210
milljónir króna af OR.
22 herbergi eru á Hengli en hús-
ið, sem er tveggja hæða og alls um
1200 fermetrar, var reist árið 2005.
Eins og fram kom í lýsingu OR þeg-
ar húsið var sett á sölulista er um
að ræða eina gistihúsið í grennd við
Þingvallavatn, fjöldi vinsælla
gönguleiða er á svæðinu.
„Við rákum þegar tvo veit-
ingastaði, annars vegar á Höfða-
torgi og hins vegar í Austurstræti,“
segir Þórdís J. Sigurðardóttir hjá
Happi. „Húsið er tiltölulega nýtt og
upphaflega var þetta byggt fyrir
starfsmenn Orkuveitunnar sem
voru þarna að störfum og ber sterk
einkenni þess! En þetta er samt
mjög huggulegt og náttúran á
svæðinu er auðvitað stórkostleg.
Við vorum að taka þetta yfir, er-
um rétt að stíga fyrstu skrefin en
sjáum í þessu tækifæri og svo kem-
ur í ljós hvernig gengur.“
Hún segir að ekki hafi enn gefist
tóm til að auglýsa, en nú þegar sé
hægt að nýta sér helgartilboð, þrí-
réttaðan kvöldmat, morgunmat og
gistingu á hagstæðu verði.
Ekki eru enn margir fastráðnir
starfsmenn á Hengli og reyndar
var ekki enn búið að ganga frá öll-
um samningum við þá í gær. En
Þórdís sagði að líklega yrði framan
af reynt að hafa ávallt til taks auka-
fólk sem gæti unnið á staðnum þeg-
ar þörf krefði. kjon@mbl.is
Gisting Hótelið er rétt við Nesja-
vallavirkjun, skammt frá Reykjavík.
Happ leigir
reksturinn
á Hengli
Eigandi hússins rek-
ur fyrirtæki í Sviss
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Það er allt of mikið af vatni og sandi hérna.
Brunnáin kemur með alveg óhemju af ösku.
Vatnið stendur allt of hátt við bæinn núna en
ég er svo sem ekki að flæða í augnablikinu.“
Svo komst Hannes Jónsson, bóndi og hótelrek-
andi á Hvoli í Fljótshverfi í Skaftárhreppi, að
orði þegar blaðamaður hafði samband við hann
í gær og spurði út í vatnavexti í Hverfisfljóti og
Brunná sem renna rétt við bæinn.
Árbotninn hækkar vegna ösku
„Það er sandur og aska að skila sér fram
núna sem sest á botn árfarvegarins. Efnið kem-
ur hraðar fram hingað á jafnsléttuna en það
hefst að flytja það fram. Vatnið hefur ekki flutt
sandinn og öskuna hérna fram úr næstu sextán
kílómetra þannig að vatnsyfirborðið fer miklu
hærra en það hefur nokkurn tímann farið því
botninn í ánum hækkar. Ef þessi uppsöfnun
getur ekki ræst sig fram verður rekstur far-
fuglaheimilisins eiginlega stopp. Svo ef Hverf-
isfljótið kemur austur stíflar það Brunnána og
þá hleðst allt efni upp hér og ég lokast inn í
vatni. Ég er þannig staðsettur,“ sagði Hannes.
Hann var að skoða varnargarða austan við
Brunná um leið og hann ræddi við blaðamann.
„Ég er að skoða meðfram görðunum og
kringum mig og það er bara happdrætti hvern-
ig þessi skratti fer. Það var fyrst gerður varn-
argarður árið 1961 á ákveðnum stað við bæinn.
Svo fór ég að gera meira 2003 þegar þetta æv-
intýri byrjaði að sýna sig þó að mig óraði ekki
fyrir því þá hvað þetta yrði slæmt. Það hefur
verið að vaxa í Hverfisfljóti því jöklarnir eru að
ganga til baka. Svo kom gosið ofan á og
Brunnáin ber með sér öskuna eftir það. Ef
varnargarðurinn væri ekki flyti vatnið um gólf-
plötuna á farfuglaheimilinu núna. Íbúðarhúsin
standa hærra en fyrsta hæðin á farfuglaheim-
ilinu.“
Moksturinn bjargaði algerlega málum
Í kjölfar mikilla rigninga undanfarna daga
hefur vaxið mikið í ám og vötnum á Suðurlandi
sem víðar um land. Að sögn Ólafs Eggerts-
sonar, bónda á Þorvaldseyri, var mikið vatn í
Svaðbælisá í gærmorgun en það fór þó ekki út
fyrir varnargarða hennar. „Það er búinn að
vera stöðugur mokstur við ána. Það er greini-
legt að þessar aðgerðir bjarga þessu algerlega,“
segir Ólafur um starf Vegagerðarinnar á svæð-
inu. Strax fór að sjatna í ánni þegar rigningunni
slotaði um klukkan þrjú síðdegis í gær.
Áfram er spáð rigningu á Suðurlandi og
Austurlandi fram yfir helgi.
Ljósmynd/Guðmundur Óli Sigurgeirsson
Flóð Staðið við vatnsyfirboðið sitt hvoru megin við varnargarðana á Hvoli. Brunnáin flæddi ekki yfir garðana í gær en sjatna fór í henni síðdegis.
Of mikið af vatni og sandi
Miklir vatnavextir í ám í Fljótshverfi í Skaftárhreppi Munar litlu að vatn
fljóti inn í farfuglaheimili á Hvoli Sandur og aska hækka botna árfarveganna
Vatnavextir Brunná er komin ansi nálægt far-
fuglaheimilinu og má ekki vaxa mikið meira.
Ljósmynd/Guðmundur Óli Sigurgeirsson
ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík
sími 522 4500 www.ILVA.is
einfaldlega betri kosturNÝTT
JOSEPHINE. NÝTT
Loftljós. Ø30 cm. 19.995,-
Einnig til í fleiri litum.
Falleg� heimili
þú átt það skilið
Óvissan um framtíð sjávarútvegsins
hefur alvarleg áhrif á sjávarbyggðirn-
ar. Þetta kom fram á fjármálaráð-
stefnu sveitarfélaga í gær.
„Auðvitað væru allir óskaplega
fegnir ef við færum að geta klárað
þetta mál og það þarf að gera það. Ég
tel að það sé ekkert óskaplega mikið
verk,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra er hann svaraði fyr-
irspurnum á ráðstefnunni síðdegis.
„Mér hefur dottið í hug að ég gæti
klárað það á þremur vikum ef ég fengi
að ráða því einn eins og ég vildi. En
það er sennilega ekki alveg þannig,“
sagði hann.
16 milljarða uppsöfnuð fjárfest-
ingaþörf í sjávarútveginum
„Ég tel að efniviðurinn í lausnina sé
til staðar, allt sem þarf. Þetta eru út-
færsluatriði og átök um hagsmuni
sem auðvitað eru þarna inni í þessu en
þeir eru ekki bara á milli einhverrar
sameinaðrar sjávarútvegsgreinar og
vonds ríkisvalds,“ sagði hann.
Hann sagði að efniviður sáttar lægi
í tillögum sáttanefndarinnar um af-
notasamninga. ,,Við göngum frá því í
eitt skipti fyrir öll að þetta er sameig-
inleg auðlind. Það er ekki einkaeign-
arréttur á henni og menn borga eðli-
legt afgjald fyrir afnot af henni og fá í
staðinn samning til nægilega langs
tíma með skilgreindum réttindum en
skyldum um leið.“
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands ísl. sveitarfélaga, sagði í
setningarræðu ótrúlegt að upplifa að
undirstöðuatvinnuvegur sem hefði
góðar tekjur og mikla fjárfestinga-
getu „sé búinn að vera í frosti í þrjú ár
vegna þess að ekki er búið að ákveða
framtíðarkerfi í fiskveiðistjórnun.
Þetta bitnar á öllu þjóðfélaginu og
allra fyrst á viðkvæmum samfélögum
vítt og breitt um landið sem eiga nán-
ast allt sitt undir sjávarútveginum.“
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í
Snæfellsbæ, sagði að óvissan væri
óþolandi fyrir sjávarbyggðirnar. Ný-
lega hefði komið fram á fundi sem
hann sat hjá Landsbankanum að 16
milljarða uppsöfnuð fjárfestingarþörf
væri í sjávarútveginum. Þessir pen-
ingar þyrftu að komast út í hagkerfið.
omfr@mbl.is
„Gæti klárað það á 3 vikum
ef ég fengi að ráða einn“
Óvissa um sjávarútveg hefur alvarleg áhrif á sveitarfélög
Morgunblaðið/Ómar
Ráðstefna Fjármálin rædd.