Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 41
AF AIRWAVES Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarhátíðin IcelandAirwaves er svo umfangs-mikil að maður nær aldrei að sjá allar þær hljómsveitir og tón- listarmenn sem mann langar að sjá. Nema þá að maður hlusti á eitt lag með hverri hljómsveit eða tónlistar- manni og eyði öllu kvöldinu í göngu milli tónleikastaða sem er nú full- mikil sóun á dýrmætum tíma. Því sneið ég mér dagskrá út frá við- burðum fyrsta kvölds hátíðarinnar, 12. október, með Airwaves- „appinu“ góða og ætlaði að fylgja henni. Það tókst ekki alveg, líklega best að vera ekkert að plana of mik- ið á Airwaves, láta sig frekar ber- ast með straumnum.    Kvöldið hófst á Nasa. Þar varþrumandi Balkan-rokk í gangi þegar mig bar að garði, hin fjöl- menna hljómsveit Orphic Oxtra á góðu stími. Fíli menn Balkan-rokk þá fíla þeir án efa Orphic Oxtra. Sjálfur er ég ekki mikið gefinn fyr- ir slíka tónlist en kann þó að meta hana í smáum skömmtum. Þegar ég var orðinn saddur af Balkani lagði ég aftur í hann, tók stefnuna á Fak- torý í ausandi rigningu. Þar var rappsveitin Úlfur Úlfur komin af stað. Ekki minn tebolli, verð ég að segja. Ég vil hafa rappið harðara, meiri grimmd, takk. Þannig er ég nú bara gerður. En gestir kunnu vel að meta drengina, það verður ekki af þeim tekið. Eftir tvö lög ákvað ég að halda áfram leitinni að tebollanum og stikaði á Barböru. Þar átti að spila bresk hljómsveit sem heitir því furðulega nafni Yunioshi. Ég kunni engin deili á henni en eftir heim- sókn á Wikipediu varð ég nokkurs vísari. Kvartett frá Nottingham, elektrórokk, nafnið fengið úr bók Trumans Capote, Breakfast at Tiff- any’s. Liðsmenn kalla tónlistina vél- mennafönk. Forvitnilegt. Yunioshi átti að hefja leik kl. 21 en eitthvað var tæknin að stríða fjórmenningunum. Tónleikarnir hófust um 20 mínútum eftir aug- lýstan tíma en gestir létu það ekki á sig fá, vættu sig að innan á meðan beðið var og blaðamaður eignaðist ónefndan vin sem vildi ræða vítt og breitt um Airwaves. Ekkert að því. Söngvarinn sló á létta strengi og sagði fyrsta lagið heita „Stillt upp“. Yunioshi mun hafa túrað með Blo- odgroup og það var einhver Red Hot Chili Peppers-ilmur af fyrsta laginu, afar hressandi. Og áfram stríddi tæknin liðsmönnum, eftir eitt lag gaf sig einhvers konar raf- magnsapparat sem ég kann ekki að nefna en því var kippt í liðinn með hraði. Gott stuð og tebollinn í sjón- máli.    Ég brunaði frá Barböru aðAmsterdam. Var þar mikill raki í lofti og virtist sem ofnar væru fullhátt stilltir en líklegra þykir mér að gestir hafi séð um kynd- ingu. Spacevestite kom þar skemmtilega á óvart, hafnfirskt hipparokk, fortíðarþráin allt- umlykjandi. En mollan varð til þess að ég staldraði stutt við og fór yfir á öllu svalari Gauk á Stöng. Þar var Lifun að spila, fín sveitastemning og hentaði vel til kælingar. Næstur á svið var svo Blaz Roca/Erpur Ey- vindarson og færðist þá heldur bet- ur fjör í leikinn. Pabbi var mættur á svæðið og hafði sérstaklega orð á því hversu gott væri að fá hand- klæði frá Airwaves-mönnum. Lík- lega eru svitakirtlar rappara virk- ari en annarra tónlistarmanna. Tebollinn minn var fundinn. Erpur er öflugur rappari og naut góðs liðsstyrks Bents, Sesars A, Friðriks Dór og Dabba T. Halar og frænkur hossuðu bossum við straumþungt rímnaflæðið en gamall rapphundur meðal áheyrenda hafði orð á því við mig að úr ranni Blaz kæmi margt sem erfitt væri að finna til fag- urfræðilegrar upplyftingar. „Food for thought“ eins og enskumælandi myndu segja.    Hunangið í tebollann var svohljómsveitin Agent Fresco á Nasa. Hún sló hvergi feilnótu og keyrði allt í botn fyrir troðfullu húsi með söngvarann Arnór Dan í fararbroddi, öflugan sem Duracell- kanínu. Fullkominn endir á fyrsta Airwaves-kvöldi ársins 2011. Leitin að tebollanum » Pabbi var mætturá svæðið og hafði sérstaklega orð á því hversu gott væri að fá handklæði frá Air- waves-mönnum. Morgunblaðið/Eggert Keyrsla Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco, fór mikinn á tónleikum hljómsveitarinnar á Nasa. MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 HHHHH -FRÉTTATÍMINN, Þ.Þ. MIÐASALA Á SAMBIO.IS BANGSÍMON Ísl. tal kl. 6 2D L FOOTLOOSE kl. 8 - 10:20 2D 10 REAL STEEL kl. 8 - 10:20 2D 12 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L / AKUREYRI -ENTERTAINMENT WEEKLY HHHHH FOOTLOOSE kl. 5:40 - 8 - 10:30 2D 10 THE SKIN I LIVE IN kl. 5:40 - 8 - 10:30 2D 16 BANGSÍMON kl. 4 - 6 2D L REAL STEEL kl. 10 2D 12 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 4 3D L LION KING Með ensku tali - ótextuð kl. 8 3D L ALGJÖR SVEPPI kl. 3:40 2D L / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK FOOTLOOSE kl. 8 - 10:20 2D 10 BORGRÍKI kl. 8 - 10:10 2D 14 ÞÓR kl. 6 3D L BANGSÍMON Ísl. tal kl. 6 2D L á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ 750 kr. SÝND Á MORGUN Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL AÐEINS ÖRFÁAR SÝNINGAR EFTIR STÓRKOSTLEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA - SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMA ÍSLENSK TAL „STÓRKOSTLEG SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.“ „KLASSÍK SEM ÞÚ VILT SJÁ AFTUR OG AFTUR“ - J.C. SSP HHHH - L.S. ENTERTAINMENT WEEKLY HHHHH FRÁ FRAM- LEIÐANDANUM STEVEN SPIELBERG - J.C. -VARIETY H H H H - P.T. -ROLLING STONES H H H H NÝJASTA MEISTARAVERK FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNALEIKSTJÓRANUM PEDRO ALMODÓVAR -EMPIRE HHHH ANTONIO BANDERAS ER STÓRKOSTLEGUR Í ÞESSUM MAGNAÐA ÞRILLER MYND SEM KEMUR STANSLAUST Á ÓVART Anna Bolena donizetti 15. okt kl.17:00 í Beinni útsendingu 19. okt kl.18:00 Endurflutt www.operubio.is            SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.