Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 27
ábyrgð í lífinu. Börn Kollu tók hann að sér sem sín eigin og þau hjónin hlúðu vel að börnunum sínum öllum. Ingvar var afskap- lega stoltur faðir og nefndi oftar en einu sinni að synir sínir væru báðir föðurbetrungar, sömuleiðis hafði hann ómælt dálæti á dóttur sinni henni Kristínu Sóleyju sem hann sá að vonum vart sólina fyr- ir. Tónlistin var eitt aðaláhuga- mál Ingvars og fylgdi honum alla tíð. Á unglingsárunum kynnti hann fyrir Einari og félögunum alveg nýja tegund tónlistar, Joni Mitchell og Joan Armatrading, með glampa í augum og bros á vör, stoltur yfir því að geta deilt áhugaefni sínu með vinum sínum. Ingvar var glettinn og hafði unun af því að segja gamansögur, margar æði mergjaðar. Honum sagðist vel frá og uppskar hlát- urrokur og bros á vör, stundum varð þó örstutt þögn ef sagan tók öðrum fram að kjarnyrtu efni til. Óhætt er að segja að Ingvar var margfróður og vinirnir höfðu kankvíslega á orði að það sem Ingvar vissi ekki væri varla þess virði að vita. Gaman var að spjalla við hann um alla heima og geima og hvergi var komið að tómum kofunum, miklu fremur varð maður einhvers vísari. Gilti einu hvert umræðuefnið var; listir, trú, þjóðmál, tækni. Jafnan sá hann aðrar hliðar á málinu og velti upp ýmsum spurningum til að fá fram alla fleti, ákafur og með blik í auga. Einhverju sinni sem oftar ræddum við trúmál og bar trúar- játninguna á góma. Vanur kór- maður kunni Ingvar bæði hina postullegu trúarjátningu og Níkeujátninguna sem hann sagð- ist kjósa langt umfram hina vegna þess að þar væri kveðið af- dráttarlaust að orði og hún væri fegurri á allan hátt. Við erum sannarlega vanmátt- ug og harmi slegin yfir óvæntri brottför okkar trausta og hlýja vinar. Dýrmæta minningu hans geymum við meðal okkar og stór- mennið Ingvar mun ætíð verða hluti af okkur. Innilega samúð vottum við fjölskyldu og ástvinum Ingvars. Við biðjum Guð að varðveita ykk- ur öll í þessari miklu sorg. Einar og Gunnhildur. Kveðja frá Dómkórnum Kær kórfélagi okkar, Ingvar Ólafsson, er fallinn frá langt um aldur fram. Þetta kom okkur á óvart. Hann var búinn að boða fjarvistir frá æfingu og messu- söng af því að hann ætlaði í sum- arbústað með fjölskyldu sinni, en sú fjarvist varð lengri en nokkurn óraði fyrir. Ingvar söng með Dómkórnum um langt árabil. Hann byrjaði þar um 1990 og söng óslitið með okk- ur í rúman áratug. Þá tók hann sér hlé vegna anna við störf og stóra fjölskyldu. Hann svaraði þó kallinu þegar kórinn þurfti á öllu sínu og meira til að halda og tók þátt í flutningi nokkurra stór- verka en var að öðru leyti í fríi. Svo gerðist það í sumar að hann gaf sig fram aftur og ætlaði að vera með okkur í vetur. Það leist okkur mætavel á. Ingvar var góður félagi. Hann hafði ágæta bassarödd og var fljótur að læra sína rödd. En eins og lærifaðir okkar, Marteinn H. Friðriksson, sagði þá er það ekki mikilvægasti eiginleiki góðs kór- söngvara. Það sem mestu skiptir er að viðkomandi sé góður félagi, skemmtilegur og þrífist vel í hópi. Það gerði Ingvar. Hann var hlýr og léttur í lund, hafði afskaplega þægilega nærveru á æfingum og stóð alltaf sína plikt. Um það get ég borið því við sátum saman á æfingum og spjölluðum margt. Fyrir hönd Dómkórsins vil ég þakka Ingvari fyrir að gera kór- inn betri og ánægjulegri vettvang til þess að starfa á og votta að- standendum hans samúð okkar. Þröstur Haraldsson. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Nýlátin er í Reykjavík Oddný Ólafsdóttir, eða Onna frænka, en við vorum þremenn- ingar. Ég man hvað mér leist vel á hana, þegar við hittumst í fyrsta sinn. Það var á Akureyri, þegar ég kom þangað frá Skriðuklaustri, þar sem ég hafði verið í fríi hjá frænda mínum, Gunnari Gunnarssyni, sumarið 1945. Ég bankaði upp á hjá foreldrum Onnu og fal- aðist eftir gistingu. Onna og systur hennar voru þá einmitt að ferðbúast suður til Reykja- víkur og þar sem ég var einnig á leið þangað, slóst ég í för með þeim. Fyrir mig varð þetta framlenging á fríinu, því við vorum þrjá daga á leiðinni. Þær höfðu meðferðis tjald og allan útbúnað og tjölduðum við bæði á Víðimýri og á Hreðavatni. Þetta var í alla staði hin ánægjulegasta ferð og veðrið lék við okkur þessa daga. Í mínum huga var Onna ein- staklega skemmtileg. Hún hafði mikla persónutöfra og notaleg- an húmor. Hún minnti mig tals- vert á móðursystur mína, Þór- Oddný Ólafsdóttir ✝ Oddný Ólafs-dóttir fæddist á Bustarfelli í Vopna- firði 6. janúar 1920. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum 23. september 2011. Útför Oddnýjar fór fram frá Dóm- kirkjunni 30. sept- ember 2011. unni, eða Tótu frænku, sem var gift dönskum manni og bjó í Ví- borg. Báðar voru rauðhærðar, frekn- óttar, glettnar og gamansamar og sérlega hláturmild- ar. Svei mér, ef þeim varð ekki allt að hlátursefni. Móðir mín hélt mikið upp á Onnu og leit oft inn til hennar í Bergsstaða- stræti, þegar hún var að spáss- éra um miðbæinn með syni mína, sem höfðu ekkert á móti því að leika sér við stelpur, en af þeim átti Onna nóg. Úr þess- um heimsóknum kom mamma kát og glöð, búin að heyra eitt- hvað skemmtilegt hjá Onnu, sem ævinlega tók henni tveim höndum. Á seinni árum, eftir að Onna var flutt á Mímisveg, ræddumst við frænkurnar við í síma, ann- að kastið og fylgdumst með hvor annarri eldast, en satt best að segja fannst mér Onna alltaf vera eins, því ellin náði aldrei neinum tökum á henni. Seinasta samtalið átti ég við hana skömmu fyrir lát hennar, þegar hún var flutt á Droplaug- arstaði. Hún sagðist kunna ágætlega við sig og að starfs- fólkið væri aldeilis frábært. Svona var Onna, jákvæð og bjartsýn til hinstu stundar. Fari hún vel. Hildigunnur Hjálmarsdóttir. ✝ Steinunn Ei-ríksdóttir fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1925. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 5. október 2011. For- eldrar hennar voru Eiríkur Þor- steinsson sjómað- ur, fæddur á Móra- stöðum í Kjós 23. október 1881, d. 27. maí 1969, og Jóhanna Björnsdóttir fædd í Reykjavík 25. nóvember 1888, d. 16. ágúst 1959. Steinunn var yngst fjög- urra systkina þau eru; Ármann Breiðfjörð Eiríksson, f. 1911, d. 1931, Guðlaug Eiríksdóttir, f. 1914, d. 1985 og Markús Jó- hann Eiríksson, f. 1916, d. 1991. Steinunn giftist 11. sept- ember 1945 Eiríki Róbert Ferdinandssyni skósmíða- smíðameistara, f. 1924, d. 2008. Foreldrar hans voru Ferdinand Róbert Eiríksson skósmiður, f. 1881 á Eyvindarstöðum á Álftanesi, d. 1978 og Magnea Guðný Ólafsdóttir, f. 1895 á Ólafsvöllum á Skeiðum, d. 1981. Börn Steinunnar og Ei- ríks eru: 1) Ármann Eiríksson þjónustufulltrúi, f. 1946, kvæntur Sigrúnu Gísladóttur, Gauti. b) Rakel þroskaþjálfi, f. 1976, gift Gísla Rúnari Sævars- syni deildarstjóra, f. 1975, börn þeirra Halla Katrín, Hólm- fríður Rut, Svava Lind og Ar- on. 3) Jóhanna Erla iðjuþjálfi, f. 1957, gift Jóni Pétri Svav- arssyni verkfræðingi, f. 1952, börn þeirra eru a) Silja Gayani verkfræðinemi, f. 1986, unnusti hennar er Morten Dahl læknir, f. 1982. b) Elías Örn, f. 1996 og c)Viktor Ísar, f. 1998. Steinunn ólst upp í Reykja- vík að Brunnstíg 10. Hún gekk í Miðbæjarbarnaskólann við Tjörnina veturinn 1942-1943 var Steinunn í Húsmæðraskóla Reykjavíkur þar sem hún lærði m.a. listsaum hjá Júlíönu Jóns- dóttur. Steinunn vann í sæl- gætisgerðinni Víkingi sem ung stúlka þar sem þau Eiríkur kynntust en hann vann þar við útkeyrslu. Steinunn var heima- vinnandi fyrstu árin og sá um börn og bú þegar hún fór út á vinnumarkaðinn vann hún gjarnan sem matráður, m.a. að Elliheimilinu Grund, síðar í Glerborg Hafnarfirði og Leik- skólanum Hvammi Hafnarfirði. Árið 1970 fluttust þau Eiríkur búferlum til Danmerkur og bjuggu þar næstu 5 árin, þegar heim kom settust þau að í Hafnarfirði og bjuggu þar til æviloka, fyrst að Dalshrauni 13 og síðast á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Útför Steinunnar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 14. október 2011, og hefst athöfnin kl. 13. f. 1950. Fyrri kona Ármanns var Erla Guðrún Gests- dóttir leik- skólastjóri, f. 1948, d. 1992. Börn þeirra eru; a) Jón Gestur sjúkraskósmiður, f. 1969, kvæntur Ástu Birnu Ing- ólfsdóttur skrif- stofumanni, f. 1969, börn þeirra eru Erla Guðný, Davíð Arnar og Magn- ea. b) Steinunn Eir ráðgjafi, f. 1974, gift Timothy William Bis- hop tæknistjóra, f. 1969, dætur hennar eru Alfa Karitas Stef- ánsdóttir og Mariam Katla It- ani, c) Hermann mat- reiðslumaður, f. 1976, kvæntur Birnu Rut Björnsdóttur nema, f. 1981, börn þeirra eru Emil Ísar, Dagur Fannar og Toby Sól. Börn Sigrúnar frá fyrra hjónabandi eru; Hildur, Helgi og Gísli Pétur Hinriksbörn. 2) Ferdinand Róbert Eiríksson sjúkraskósmiður, f. 1951, áður kvæntur Guðlaugu Höllu Jó- hannesdóttur hjúkrunarfræð- ingi, f. 1951, börn þeirra a) Guðrún Mjöll leikskólakennari, f. 1972, gift Arnari Skúlasyni flugvirkja, f. 1969, börn þeirra Skúli, Sif, Lovísa og Róbert Elskuleg mamma mín er far- in til himna. Það er margs að minnast og litlu hægt að koma hér að, ekki nema örfáum orðum, um indæla og elskulega konu. Mamma var gullfalleg ung stúlka þegar hún kynntist pabba. Hún gerði sér ekki grein fyrir fegurð sinni, ekki fyrr en pabbi kom inn í hennar líf og tjáði henni hversu fögur hún var. Hann dáði hana og elskaði alla tíð. Mamma var myndarleg húsmóðir og góð móðir. Hún hafði góðan smekk og stíl og skapaði alltaf fallegt og notalegt heimili, á öllum þeim stöðum þar sem hún bjó á lífsleið sinni. Mamma var fyr- irmyndarfrú í hannyrðum og matargerð, hún var sannur meistarakokkur. Ég er henni endalaust þakklát fyrir hvað hún hefur kennt mér mikið á því sviði, ásamt á svo óteljandi öðr- um. Ég er þakklát fyrir hvað hún naut þess að hafa mig litla með sér í eldhúsinu, hrærandi í pottunum. Mamma hafði frábæran húm- or og var alltaf til í glens og gaman. Í okkar vinahópi er hennar minnst með setningu sem hún sagði svo oft: „Það er svo gaman að hlæja“. Hún naut þess að vera í hópi góðra vina og elskaði að dansa gömlu dansana, þá sérstaklega með pabba. Mamma var gáfuð kona sem bar umhyggju fyrir fólki sem átti bágt eða þurfti að berjast fyrir rétti sínum í samfélaginu. Mamma var einnig blíð og kær, en gat verið hvöss í orðum. Hún kunni sérstaka vestur- bæjarmállýsku, sem fékk okkur hin til þess að standa á öndinni. Sjálf kallaði hún þetta sjóara- mál. Eftir á stóðum við og gát- um ekki annað en hlegið og furðað okkur á málfarinu. Barnabarnabörnin sögðu svo oft: „Svona er hún langamma, svo fyndin og sæt“. Góðar minningar og ljúfar höfum við öll. Mennirnir segja að paradís sé himni á. Ég vil halda því fram að tilvera pabba í paradís hafi orðið enn unaðslegri þegar hann fékk Steinu sína aftur sér við hlið. Ég sé hann fyrir mér taka á móti fallegu stúlkunni sinni, taka hana í faðm sér og stíga með henni léttan og ljúfan dans. Ég sé líka fyrir mér að Guð al- máttugur hafi skreytt danssal þeirra rauðum rósum. Blessuð sé minning þín, mín elskulega mamma. Þín Erla. Ég kynntist vini mínum og tengdamóður Steinunni Eiríks- dóttur árið 1974 í samkvæmi Ís- lendingafélagsins í Moltkes Palæ í Kaupmannahöfn. 1975, í byrjun árs, kynntist ég konu minni Jóhönnu Erlu Ei- ríksdóttur, sem við nánari kynni reyndist vera dóttir Steinunnar og Eiríks Róberts Ferdinands- sonar, Eiríkur og ég hittumst annaðhvort á leið á barinn eða á leið frá dansgólfinu. Þetta var allavega annasamt og skemmti- legt kvöld. Vel fór á með okkur Steinunni við þessi fyrstu kynni og hefur gert alla tíð síðan. Þessvegna var líka undrun af beggja hálfu, þegar ég stóð í heimadyrum þeirra á Solnavej ári seinna, þar sem Jóhanna Erla ætlaði að kynna mig fyrir foreldrunum. Alla tíð síðan hef ég fundið mig í miklu uppáhaldi þeirra, jafnvel svo miklu, að Jóhönnu Erlu hefur þótt nóg um. Steinunn var laghent kona og afbragðs góður kokkur, róleg í fasi og yfirveguð, enda alltaf gott að sækja þau heim. Eiríkur og Steina fluttu það árið aftur til Íslands eftir 5 ára búsetu í Danmörk og mér var treyst fyrir Jóhönnu Erlu „gull- klumpnum þeirra Eiríks og Steinunnar“. Frá því eignuðumst við hjón- in mun fleiri garða í að líta, við heimkomurnar til Íslands. Hvort sem var, þegar við kom- um ein í byrjun eða sendum börnin ein, var móttakan alltaf góð og ógleymanleg. Börn okkar Jóhönnu Erlu, sem nú eiga minninguna um góða ömmu sína, eru Silja Gay- ani Jónsdóttir, Elias Örn Jóns- son og Viktor Ísar Jónsson. Jón Pétur Svavarsson, Herlev, Danmörk. Þegar ég lít um öxl og rifja upp góðar minningar um þig, elsku amma mín, kemur margt upp í hugann. Þegar ég heim- sótti þig á fallegum haustdegi fyrir stuttu, var tilvalið að fara út í ferskt loftið og njóta blíð- unnar. Við settumst þar sem var skjól og hlýir sólargeislarnir náðu að teygja sig til okkar. Það fór vel um þig í flísteppinu þar sem við sátum og rifjuðum upp gamla tíma, sem endurspegla mínar bestu minningar um þig. Við töluðum um kjötbollurnar sem ég hlakkaði alltaf svo til að fá í heimsóknum mínum frá Danmörku og um örbylgju- brauðið sem þú útbjóst þegar ég kom til þín í hádegismat. Á það settir þú a.m.k. 5 feitar skinku- sneiðar og hnausþykkur bráð- inn osturinn flæddi um allan diskinn. Við ræddum líka hvað var í heitu réttunum sem þú barst á borð í afmælum og ekki má gleyma kindakæfunni sem enginn á eftir að gera eins og þú. Já, margar eru minningarn- ar um matinn þinn, elsku amma, enda varstu listakokkur. Allt sem þú útbjóst var matreitt með kærleik og vönduðum vinnu- brögðum. Ég sagði þér frá því hvað ég var stolt þegar þú fékkst bílpróf en þá varstu um sextugt. Vinum mínum fannst þetta mjög skrít- ið. Þú lærðir á bíl hjá Sumarliða og hann var sko lögga og það var nóg til að lækka róminn í þeim sem þótti þetta furðulegt. Þessu sagði ég þér frá og þú skellihlóst, alveg eins og þú skellihlóst í hvert sinn sem ég kallaði þig ömmu mús. Það var alltaf svo stutt í hvellan hlát- urinn þinn og húmorinn var allt- af á sínum stað, líkt og munn- söfnuðurinn sem var þér einni laginn, ef svo má segja. Þú saknaðir mikið hans afa sem kvaddi okkur fyrir þremur árum. Þú áttir erfitt með að að- lagast lífinu án hans enda voruð þið saman upp á hvern dag í yfir 60 ár. Þegar við sátum þarna úti og talið barst að afa, spurðir þú hvað hann væri að bardúsa og af hverju hann sæti ekki með okk- ur í sólinni. Ég sagði þér að hann væri alltaf með okkur en þarna væri hann líklega að hitta gamla skóaravini, en ég vissi að Jón Gestur bróðir minn og skó- smiður var á slíkum fundi þenn- an dag. Þú brostir, sátt við svar- ið og sagðir að það væri nú örugglega, enda léti hann slík „partí“ ekki fram hjá sér fara. Þegar við komum inn úr góða veðrinu, varstu þreytt og lúin, litla frúin. Ég fylgdi þér í bólið þitt svo þú gætir fengið þér kríu fyrir kvöldmatinn. Þegar ég kvaddi þig, amma mús, brostir þú þínu fallega brosi, þakkaðir mér fyrir allt og vinkaðir mér þar til ég hvarf þér úr augsýn. Þennan yndislega dag og þessa fallegu minningu mun ég varð- veita í hjarta mér um alla tíð. Ég var ein hjá þér þegar þú kvaddir. Þó stundin hafi verið erfið þá er ég þér ævinlega þakklát fyrir að hafa beðið eftir mér og leyft mér að leiða þig af stað yfir fjallið. Ég er viss um að afi hefur staðið hinum megin og tekið á móti þér sperrtur, með opinn og öruggan faðminn sinn. Pabba og Sigrúnu, Robba frænda, Erlu og Jóni ásamt fjöl- skyldunni allri vottum við Tim- othy maðurinn minn og dætur okkar innilegustu samúð. Sofðu rótt, elsku amma mín, og megi guðirnir og englarnir gæta þín. Þín, Steinunn Eir. Mágkona mín, Steinunn Ei- ríksdóttir, hefur nú kvatt þenn- an heim 86 ára gömul, södd líf- daga. Hún og Eiríkur bróðir minn kynntust kornung í sæl- gætisgerðinni Víkingi. Þau giftu sig á silfurbrúðkaupsdegi for- eldra minna, eignuðust þrjú mannvænleg börn og voru sam- hent í blíðu og stríðu allt þar til dauðinn aðskildi þau er Eiríkur lést fyrir rúmum þremur árum. Steinunn var glæsileg kona og húsmóðir sem hugsaði vel um fjölskyldu sína og sérstak- lega var ég hrifinn af matreiðslu hennar enda var hún hús- mæðraskólagengin og bjó til ýmsa gómsæta rétti sem ég hafði ekki áður bragðað. Á tíma- bili bjuggu þau hjónin í Kaup- mannahöfn þar sem Eiríkur starfaði sem húsvörður, þar leið fjölskyldunni vel og meira segja varð dóttirin hæst í dönsku í sínum bekk. Þegar ég frétti að heilabilun væri farin að hrjá Steinunni var ég hálf kvíðinn þegar ég fór að heimsækja hana á Hrafnistu. Sá kvíði reyndist ástæðulaus, við höfðum þekkst svo lengi. Auð- vitað þekkti hún mig og við rifj- uðum upp gömlu dagana, alveg frá því að hún bjó í foreldra- húsum á Brunnstígnum. Góða skapið einkenndi Steinunni, mér fannst hún alltaf vera brosandi, einng í síðasta sinn sem við hitt- umst í afmæli sonar hennar í júlímánuði í sumar. Hún var orðin máttfarin og veikbyggð að sjá en brosið var á sínum stað. Þakka þér fyrir samfylgdina, kæra mágkona. Ármann, Ferdinand Róbert, Erla og fjölskyldur. Ég og fjöl- skylda mín sendum ykkur öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Árni Ferdinandsson. Steinunn Eiríksdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma mín. Þú varst alltaf svo sæt og góð við mig. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Ég man svo vel þegar við kom- um í heimsókn til þín og langafa á Hólabrautina. Ömmukæfan þín var alltaf best og kjötbollurnar. Ég brosi við að hugsa um þig. Ég hefði ekki getað óskað mér betri langömmu. Þú ert best. Þín Alfa Karitas. Elsku langamma mín. Mér finnst sárt að kveðja þig. Ég á eftir að sakna þess að koma og heimsækja þig á Hrafnistu. Þar var alltaf svo gaman að sitja og spjalla og hlæja. Þú varst alltaf svo fyndin og krútt- leg. Ég á alltaf eftir að hugsa fallega til þín og langafa. Ég vona að hann sé að passa vel upp á þig núna. Sofðu vært, elsku langamma. Þín Mariam Katla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.