Morgunblaðið - 14.10.2011, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.10.2011, Qupperneq 29
an mann sem var ætíð svo hlýr og góður og gerði allt til að hafa ofan af fyrir miklum fjörkálfi eins og ég var. Þú varst einstak- ur maður með mikinn húmor og er ég óendanlega þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman. Það tæki mig sennilega mörg ár ef ég skrifaði niður allar þær góðu stundir sem ég átti með þér. En ég mun alltaf minnast þess þegar við vorum að stússast í kjallaranum í Ásgarðinum, heimsóknanna upp í hesthús, góðu tímanna okkar í Eir, faðm- laga þinna þegar þú nuddaðir skeggrótinni í kinnarnar mínar og síðast en ekki síst þeirra morgna sem við fengum okkur hafragraut saman yfir spili áður en þú fórst í vinnuna. Þetta er nokkuð sem ég hefði ekki viljað missa af og er ríkt í minning- unum. Í mínum augum varstu ekki bara afi minn heldur einnig góður vinur. Elsku afi minn, vinur minn og hetjan mín, hvíldu í friði. Ég mun sakna þín sárt en minningar okk- ar munu vaka í hjarta mínu að ei- lífu. Elsku amma mín, guð styrki þig á þessum erfiðu tímum. Ástarkveðja, þinn afastrákur, Guðjón Hrafn. Elsku besti afi. Orð fá því ekki lýst hversu leiðar við systur erum yfir því að þú sért farinn frá okkur og hversu mikið við eigum eftir að sakna þín. Það var erfitt fyrir okkur að vera báðar staddar er- lendis í keppnisferð þegar þú kvaddir. Við munum aldrei gleyma góðu minningunum sem við eig- um um þig. Það var alltaf gaman að vera í kringum þig og þú varst alltaf brosandi og í góðu skapi. Þú fékkst alla sem voru í kring- um þig til þess að brosa með nærveru þinni. Við komum oft í heimsókn eða pössun til ykkar ömmu í Ásgarð- inn þegar við vorum yngri. Við lékum okkur oft í mömmuleik eða skrifstofuleik á skrifstofunni þinni og smíðaverkstæðinu þínu. Einnig var mjög spennandi að fá að fara með þér í vinnuna í Eir en þar leyfðir þú okkur stundum að prófa hluti sem við nýttum okkur í smíðum í skólanum. Einu sinni fékk Anna María að prófa rennibekkinn hjá þér í Eir, og fannst það mjög skemmtilegt, hún fór til smíðakennara síns í skólanum og sagði honum að þú hefðir kennt sér að vinna í renni- bekk og að sig langaði til að búa til borð. Kennarinn trúði öllu sem hún sagði og lét hana fá tré- drumb og hún bjó til borð. Þú hafðir mjög gaman af þessari sögu þegar mamma sagði þér hana, hlóst mikið og varst mjög ánægður með afraksturinn. Einnig fannst okkur alltaf mjög gaman að fá að fara með þér upp í hesthús og sjá Blesa þinn. Svava Rós fékk mikla hestadellu eftir þessar heim- sóknir og talaði mikið um hesta og fékk að fara á reiðnámskeið. Það var gaman að hlusta á þig segja frá, því þú hafðir frá svo mörgu fróðlegustu að segja þeg- ar þú varst lítill strákur í sveit- inni. Þegar heyrnin þín versnaði meira var erfitt fyrir þig að vera með í samræðum í fjölmenni, en þegar talað var skýrt við þig þá gastu fylgt umræðum og gast þá oft slegið á létta strengi sem gladdi okkur hin mikið. Elsku afi okkar, við eigum eft- ir að sakna þín mjög mikið og kveðjum þig með miklum sökn- uði í hjarta okkar. Við munum minnast þín með hlýjum hug og væntumþykju, því við eigum svo margar góðar minningar um þig. Elsku amma okkar, megi guð styrkja þig á þessari erfiðu stund. Hvíldu í friði, elsku afi. Þínar afastelpur, Anna María og Svava Rós. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 ✝ ArnfinnurIngvar Sig- urðsson fæddist á Skálanesi í Aust- ur-Barðastrand- arsýslu 28. sept- ember 1930. Hann lést á líknardeild Landspítalans 8. október 2011. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, f. á Skálanesi 11.6. 1903, d. 29.6. 1997 og kona hans, Kristín Jónsdóttir, f. á Bæ á Bæjarnesi 27.12. 1900, d. 12.4. 1992. Systkini hans eru Guðmunda Vigdís, f. 24.3. 1929, Kjartan Trausti, f. 22.9. 1939 og Jón Erlingur, f. 6.10. 1942, d. 22.6. 1944. Arnfinnur kvæntist Þór- ardóttur, f. 19.10. 1960. Dóttir þeirra er María, f. 3.5. 2000. Arnfinnur fluttist á áttunda aldursári frá Skálanesi með fjölskyldu sinni til Akraness. Þar gekk hann hina hefð- bundnu skólagöngu og eftir því sem hann eltist vann hann á sumrin ýmist til sjós eða var aðstoðarmaður hjá pabba sín- um í vegavinnu. Hann fluttist til Reykjavíkur um 18 ára ald- ur og hóf nám við Samvinnu- skólann í Reykjavík. Hann vann við ýmiss konar versl- unarstörf eftir að hann lauk námi, en lengstan starfsaldur átti hann í Dráttarvélum hf. þar sem hann var versl- unarstjóri þar til búðin var lögð af. Eftir það vann hann ýmis tilfallandi störf hjá Sam- bandinu þar til það lognaðist út af. Fram að starfslokum starfaði hann hjá Sorpu. Útför Arnfinns fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, föstu- daginn 14. október 2011, og hefst athöfnin kl. 15. önnu Guðbjörgu Jónsdóttur, f. 4. 11. 1930, d. 28.1. 2004, hinn 1.12. 1951. Þeirra börn eru: 1) Sjöfn, f. 4.12. 1952. Dóttir hennar er Þórdís Viborg, f. 31.10. 1978. Hennar mað- ur er Jón Arnar Benediktsson, f. 7.9. 1980. Börn þeirra eru Freydís Glóð, f. 24.2. 2003, og Hrafnkell Goði, f. 19.3. 2009. 2) Snorri, f. 3.10. 1957, kvæntur Ósk Gunn- arsdóttur, f. 8.1. 1953. Dóttir Óskar er Fjóla Guðmunds- dóttir, f. 26.10. 1974. 3) Skúli Arnfinnsson, f. 21.8. 1960, kvæntur Sólrúnu Ingimund- Arnfinnur Ingvar eða Ingi bróðir eins og ég kallaði hann alltaf hefur nú kvatt eftir erfið veikindi. Það voru níu ár á milli okkar bræðranna – hann eldri – sem gerði það að verkum að raunveruleg kynni okkar hófust ekki að ráði fyrr en hann hafði stofnað sitt heimili í Reykjavík. En þá varð heimili hans og Þór- önnu konu hans gistiathvarf ungs Skagadrengs sem oft þurfti á slíku að halda, er hann fór að kanna lífið í höfuðborginni. Þaðan á ég minningar mætar og margar. Umhyggja þeirra fyr- ir velferð minni var einstök – hvort heldur var í mat og drykk eða öðru því sem unglingurinn ég tók sér fyrir hendur. Ingi bróðir var traustur, tryggur og trúr. Þú gast treyst því sem þar var sagt. Allar götur hefur hann reynst mér og mínum sannur vinur og haukur í horni. Ávallt tilbúinn til hjálpar væri það í hans valdi. Áratugum saman var starfsvett- vangur minn erlendis sem gerði samverustundir stopulli en ella hefði orðið, en ávallt voru þær samt jafn mikið tilhlökkunarefni. Eftir að ég fór að vera meira á heimaslóðum upp á síðkastið hef- ur fundum okkar fjölgað aftur, sá síðasti tveim dögum fyrir andlát- ið. Kristín dóttir mín og börn hennar minnast hans með mikilli hlýju og þökkum fyrir allt og allt. Börnum Inga bróðir – þeim Sjöfn, Snorra og Skúla sem og fjölskyldum þeirra eru sendar samúðarkveðjur mín og minna. Minning um góðan dreng og bróður bestan mun lifa. Kjartan Trausti Sigurðsson. Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla og fölva haustsins sló á sumarskraut. Þú hafðir gengið götu þína alla og gæfu notið hér á lífsins braut. (Guðrún Elísabet Vormsdóttir.) Hann Ingi bróðir er fallinn frá. Það kom ekki á óvart. Hann greindist með bráðahvítblæði í janúar. Hann sem var svo stór og sterkbyggður og hafði alla tíð verið heilsugóður. Við áttum yndislega æsku á fallegasta stað á landinu Skála- nesi í Gufudalssveit. Þar bjuggu ásamt okkur Jón föðurbróðir með sína fjölskyldu og amma í gömlum torfbæ. Í æskuminning- unni er alltaf gott veður. Hvort sem var í búaleik uppi á hrauni, berjamó á haustin eða sleðaferð- um á vetrum þegar allt var á kafi í snjó. Bæjargöngin gátu verið uggvænleg í myrkri. Þá var oft tekið á sprett inn í eldhús til ömmu og gott að fá þykka rúg- brauðssneið með sellýsisbræð- ingi. Ég held að ég hafi oft verið hálf vond við hann, að þurfa að hafa hann í eftirdragi. Ég man sérstaklega eftir einu atviki. Þá vorum við fjögur að skríða í hrauninu, sem við gerðum oft og var Ingi síðastur. Þegar við ætl- uðum til baka gat Ingi ekki snúið við. Þarna upphófst þvílíkt harmakvein um að við kæmumst aldrei heim, en enginn vissi af okkur þarna. Að lokum náði Ingi að bakka út. Ingi var átta ára þegar við fluttum á Akranes. Viðbrigðin að fara úr sveitinni voru skelfileg. Við vorum bókstaflega veik úr leiðindum. Hálfgerðir sveitalúðar í ullarsokkum upp á læri og töl- uðum þvílíka vestfirsku. Við tók- um gleði okkar samt um síðir. Svo byrjaði skólinn og þar stóð- um við ekkert að baki þeim sem fyrir voru þótt við hefðum aldrei í skóla farið. Tíu ára fór Ingi í vegavinnu með pabba sem kúsk- ur, en pabbi var vegaverkstjóri á Holtavörðuheiði. Í sex sumur var Ingi í vegavinnu. Sextán ára fór hann eitt sumar á síldarbát. Ingi var afbragðs námsmaður. Í barna- og gagnfræðaskóla slóg- ust þau tvö til skiptis um efsta sætið. Hann var með afbrigðum skapgóður. Ég gerði einu sinni heiðarlega tilraun til að vita hvort hann gæti ekki skipt skapi. Við sátum sitt hvorum megin við sama borð og vorum að læra í gaggó. Ég byrjaði að hrista borð- ið, ýta við bókinni hjá honum og allt sem mér datt í hug og ekkert gekk. Að lokum stóð hann upp tók pennastokk úr tré og sló mig þéttingsfast í hausinn, sagði ekki orð en settist aftur og hélt áfram að læra. Ég reyndi aldrei aftur að reita hann til reiði. Eftir gaggó fór Ingi í Sam- vinnuskólann í Reykjavík. Þar kynntist hann Þórönnu sinni á skautum á Reykjavíkurtjörn. Þau bjuggu sér fallegt heimili í Reykjavík. Þóranna var ákaflega listræn. Þau stunduðu mikið gömlu dansana og betri dans- herra en Inga var ekki hægt að fá. Þau fóru oft i útilegur meðan börnin voru ung og svo til útlanda eftir að þau voru vaxin úr grasi. Þóranna lést 2004. Við systkinin þrjú áttum mjög ánægjulega stund saman tveim dögum áður en þú kvaddir og varst þú þá ótrúlega hress og gast brosað með okkur. Elsku bróðir, megi góður Guð blessa minningu þína. Þó sorgin vilji sinni buga samt er leiðin ávallt bein. Minning þín í mínum huga mun þar geymast tær og hrein. Vigdís Jack. Arnfinnur Ingvar Sigurðsson Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu, HELGU ÞÓRU JAKOBSDÓTTUR, áður til heimilis að Drekavöllum 18, Hafnarfirði. Böðvar Guðmundsson, Guðmundur Böðvarsson, Jakob Már Böðvarsson, Gísli Ölvir Böðvarsson, Þóra Sigurjónsdóttir, Hlíf Böðvarsdóttir, Kristmann Larsson og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, ELÍNAR BJARNEYJAR JÓNSDÓTTUR, Fellsmúla 7, Reykjavík. Guð geymi ykkur öll. Tryggvi Þórisson. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORGILS JÓHANNSSONAR, Sóleyjarima 11. Ingibjörg Ýr Þorgilsdóttir, Pétur Christiansen, Jóhann Þorgilsson, Hrefna Ólafsdóttir, Guðlaugur Gauti Þorgilsson, Linda Sif Bragadóttir, Styrmir Þorgilsson, María Vera Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS SVEINSDÓTTIR, Sunnuvegi 9, Selfossi, lést mánudaginn 10. október. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardag- inn 15. október kl. 11.00. Ingvar Jónsson, Þórdís Kristjánsdóttir, Þórir Jónsson, Pálmi Jónsson, Guðrún Elíasdóttir, Guðmundur Jónsson, Áslaug Pálsdóttir, Haukur Jónsson, Aldís Anna Nielsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur bróðir minn og frændi, KRISTJÁN STURLAUGSSON tryggingastærðfræðingur frá Múla í Ísafjarðardjúpi, löngum til heimilis að Bogahlíð 14, Reykjavík, lést á Hrafnistu miðvikudaginn 5. október. Útförin verður gerð frá Grensáskirkju fimmtudaginn 20. október kl. 13.00. Gerður Sturlaugsdóttir og fjölskylda. ✝ Okkar ástkæra JÓNA STEINUNN PATRICIA CONWAY, Pattý, Skjólvangi 1, Hafnarfirði, sem lést í faðmi fjölskyldu og vina á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 8. október, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju mánudaginn 17. október kl. 13.00. Helgi Vilhjálmsson, Kristín Helgadóttir, Gísli Jón Gíslason, Ingunn Helgadóttir, Atli Einarsson, Rut Helgadóttir, Jóhann Ögri Elvarsson, Helgi Már Gíslason, Ása Karen Jónsdóttir, Liis Vitsut, Patrik Snær Atlason, Nadía Atladóttir, Sunneva Gísladóttir, Ísak Atli Atlason, Siim Hannesson og Patricia Jóhannsdóttir. Þegar dauðinn knýr dyra streyma fram tilfinningar. Sorg og söknuður þar á meðal. Mér er líka létt fyrir hönd ömmu minnar sem átti erfiðan endasprett. Nú, þegar komið er að leiðar- lokum, hugsa ég um ömmu Maju og minningar sem ylja birtast. Heimsóknirnar á Meistaravelli koma fyrst upp í hugann. Þar var alltaf hreint og fínt. Svo fínt að við barnabörnin þurftum að fylgja ákveðnum reglum varð- María Stefanía Steinþórsdóttir ✝ María StefaníaSteinþórsdóttir fæddist 9. ágúst 1928 í Rauðseyjum á Breiðafirði. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 17. sept- ember 2011. Útför Maríu fór fram frá Fossvogs- kirkju hinn 27. sept. 2011. andi það hvernig átti og mátti leika sér þar. Hin marg- rómaða fjölskyldu- ferð í Bjarneyjar. Stundir við að spila Kana eða Manna, þegar keppnisskap ömmu varð bersýni- legt. Árleg heimboð afa og ömmu á þrettándanum. Dagar með ömmu og afa í Ölfusborgum. Á seinni ár- um samverustundir á heimili þeirra að Lindargötu og jól og áramót með þeim hjá mömmu og pabba á Írabakka. Síðasta kvöld- stundin hennar og okkar þegar ég sagði henni m.a. frá nýju vinnunni og auðvitað Maríu minni. Þakklæti er sú tilfinning sem ber allar hinar ofurliði á þessari stundu. Takk fyrir mig, kæra amma. Magnús Már.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.