Morgunblaðið - 14.10.2011, Side 16

Morgunblaðið - 14.10.2011, Side 16
FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Hallinn á rekstri ríkissjóðs fyrstu átta mánuði ársins nam ríflega 54 milljörðum króna, samkvæmt til- kynningu fjármálaráðuneytisins um greiðsluafkomuna frá janúar til ágústloka. Þetta þýðir að afkoman af rekstri ríkisins við lok ágústmán- aðar var um 13 milljörðum verri en frumvarp fjármálaráðherra til fjár- aukalaga gerir ráð fyrir að hallinn verði á öllu árinu. Frumvarpið, sem lagt var fram í vikunni, gerir ráð fyrir að hallinn á rekstri ríkissjóðs á árinu verði 41 milljarður. Þrátt fyrir þetta var staðan betri við ágústlok en mánuði fyrr, en hall- inn á rekstrinum fyrstu sjö mánuði ársins nam 64 milljörðum. En hins- vegar er margt sem bendir til þess að róðurinn verði erfiðari á síðustu mánuðum ársins. Eins og bent var á í Morgunblaðinu í gær taka fjár- aukalögin ekki tillit til væntanlegs kostnaðar ríkisins vegna yfirtöku Landsbankans á SpKef. Í frum- varpinu er einungis óskað eftir heimild Alþingis til þess að ljúka uppgjöri vegna mismunar yfirtek- inna skulda og eigna á næstunni. Viðbúið er að kostnaður ríkisins vegna þessa hlaupi á tugum millj- arða, en þess má geta að Lands- bankinn metur kostnað ríkisins vegna yfirtökunnar á 30 milljarða. Ennfremur er ekki minnst á aðra útgjaldaliði í fjáraukalögunum sem hafa verið til umræðu, eins og til að mynda endurfjármögnun Íbúða- lánasjóðs, en kostnaður ríkisins við að hífa eiginfjárhlutfall hans upp í 5% er talinn vera á bilinu 12-16 milljarðar. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að í sjöttu og síðustu endurskoðun Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins á efnahagsáætlun stjórn- valda er sérstaklega tekið fram að horfur séu á að ríkisútgjöldin verði meiri á síðari helmingi ársins en á fyrri hlutanum. Veikleikamerki á útgjaldahlið ríkissjóðs Þegar rýnt er í gjaldahlið afkomu ríkissjóðs fyrsta átta mánuði ársins koma í ljós ýmsir veikleikar sem þá væntanlega hefur verið tekið á í fjáraukalögum. Þannig voru útgjöld til almannatrygginga og velferðar- mála komin 8,4 milljarða umfram heimildir í lok ágúst og framúr- keyrslan vegna lífeyristrygginga 6,4 milljarða fram yfir heimildir tíma- bilsins. Útgjöld til heilbrigðismála voru komin 1,5 milljarða framyfir og útgjöld vegna sjúkratrygginga 1,3 milljarða yfir heimildir tímabilsins. Halli af ríkisrekstri 54 millj- arðar fyrstu átta mánuðina  Fjáraukalög gera ráð fyrir að fjárlagahallinn verði 41 milljarður á árinu Fjármálaráðherra Hallinn á rekstri ríkisins var 54 milljarðar fyrstu átta mánuði ársins, samkvæmt greiðsluafkomu ríkissjóðs. Morgunblaðið/Árni Sæberg Afkoma ríkissjóðs » Hallinn á rekstri ríkissjóðs nam 54 milljörðum frá áramót- um til ágústloka. » Heildartekjur ríkisins á tíma- bilinu námu 292 milljörðum en útgjöldin voru 350 milljarðar. » Frumvarp til fjáraukalaga gerir ráð fyrir 41 milljarðs króna halla af rekstri ríkissjóðs á árinu. » Frumvarpið tekur ekki tillit til kostnaðar vegna yfirtöku Landsbankans á SpKef, en hann mun hlaupa á tugum milljarða. 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 STUTTAR FRÉTTIR ● Greiningardeild Arion banka segir að fjármálakreppan sem nú geisi á heims- mörkuðum sé um margt ólík fyrri kreppum. Fjárfestar hafi dvínandi trú á því að evrusvæðið lifi af í núverandi mynd og telji líklegt að nokkur þeirra nái ekki að greiða skuldir sínar að fullu til baka. Þetta kemur fram í markaðs- punktum greiningardeildar í gær. „Evrópski Seðlabankinn virðist ekki líklegur til stórræða en það er deginum ljósara að hann vill vernda sjálfstæði sitt og sneiðir því fram hjá því að taka ákvarðanir sem eru að hluta til pólitísk- ar. Leiðtogar Evrópu virðast einnig vera í miklum vanda við að finna lausn á skuldavanda evrusvæðisins þar sem ekki er vilji (m.a. hjá almenningi) fyrir því að auka samþættingu ríkjanna,“ segir í markaðspunktum greining- ardeildar Arion banka. Ólík fyrri kreppum Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Stjórn Tryggingarsjóðs innstæðu- eigenda og fjárfesta, TIF, hefur ákveðið að greiða innistæðueigend- um Landsbanka Íslands hf. fyrst allra kröfuhafa innstæðudeildar sjóðsins. Fyrirséð er að kröfuhafar Kaupþings og Glitnis fá ekki greiðslur úr sjóðnum. Ákvörðunin er dagsett 8. septem- ber sl. og var hún birt fyrir viku. Stjórn sjóðsins lítur svo á að greiðsluskylda sjóðsins hafi orðið virk síðar í tilviki annarra aðildarfyr- irtækja sjóðsins, en þau eru stærst Kaupþing og Glitnir. Stjórnin skorar á kröfuhafa sjóðsins að kynna sér ákvörðunina og koma skriflega á framfæri athugasemdum og and- mælum innan tveggja mánaða frá birtingu. Því er ekki loku fyrir það skotið að kröfuhafar Kaupþings og Glitnis láti reyna á ákvörðun TIF fyrir dómstól- um, en ekki verður byrjað að greiða úr sjóðnum fyrr en dómsmálum er lokið og óvissu hefur verið eytt. Lík- lega myndu þeir halda því fram fyrir dómstólum að rétt hefði verið að TIF greiddi þá 16 milljarða sem sjóður- inn hefur aflögu jafnt til kröfuhafa allra bankanna þriggja. Kröfur sem gerðar hafa verið á hendur TIF nema margfaldri þeirri fjárhæð og því er ljóst að sjóðurinn mun tæmast við fyrstu greiðslu til kröfuhafa Landsbankans. Sem kunnugt er voru innistæður gömlu bankanna hér á landi fluttar yfir í nýju bankana, Arion, NBI og Íslandsbanka. Ákvörðun stjórnar- innar snertir því eigendur inni- stæðna erlendis, en tryggingarsjóðir í viðkomandi löndum greiddu inni- stæður þar og tóku þar með yfir kröfu innistæðueigenda á þrotabú bankanna. Stærstu kröfuhafar Landsbank- ans eru bresk og hollensk yfirvöld, en þau greiddu innistæðueigendum innistæður sínar að fullu og kröfðust þess að íslenska ríkið ábyrgðist end- urgreiðslur úr þrotabúi bankans, svo sem kunnugt er. Landsbanki Ljóst er að Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta mun tæmast við fyrstu greiðslu til kröfuhafa Landsbankans. Kröfuhafar LÍ með forgang  Innistæðueigendur Landsbankans fá fyrst greitt úr Tryggingarsjóði                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-,. +/+-0. ++1-+ .+-./2 .3-0.+ +2-.1+ +./-,0 +-,3+1 +/+-,1 +,/-,+ ++,-/ +/+-/4 ++1-01 .+-105 .3-0/+ +2-0+. +./-5 +-,3,2 +/.-32 +,/-5, .+1-2335 ++4-3/ +/.-1 ++1-24 .+-0++ .3-,0+ +2-041 +.5-.4 +-,+3+ +/.-4+ +,5-15 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími : 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 17. október. MEÐAL EFNIS: Vetrarklæðnaður Góðir skór fyrir veturinn Krem fyrir þurra húð Flensuundirbúningur Ferðalög innan- og utanlands Bækur á köldum vetrardögum Námskeið og tómstundir í vetur Hreyfing í vetur Bíllinn undirbúinn fyrir veturinn Leikhús, tónleikar ofl.. Skíðasvæðin hérlendis. Mataruppskriftir. Ásamt fullt af öðru spennandi efni SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað Vertu viðbúinn vetrinum föstudaginn 21.október Vertu viðbúinn vetrinum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.