Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Tveir fulltrúar frá nágrannaþjóð-
inni Færeyjum leika á Airwaves
þetta árið. Annars vegar þunga-
rokkssveitin Hamferð og síðan
söngkonan Guðrið Hansdóttir sem
á nú að baki þrjár breiðskífur þrátt
fyrir ungan aldur. Síðasta plata
hennar, Beyond the Grey, kom út í
sumar og hefur vakið verðskuldaða
athygli á þessari hæfileikakonu en
auk þess að koma út í Færeyjum
var platan og gefin út í Þýskalandi
og Benelux-löndunum. Guðrið á
sterk tengsl við Ísland, bjó hér í
fjögur ár og er flutt hingað aftur til
að nema tónlist.
Þegar blaðamaður slær á þráð-
inn til Guðriðar heyrist vart í henni
fyrir rigningarsudda og vind-
gnauði. Skemmtileg tilviljun, en
það er búið að vera mjög „fær-
eyskt“ veður þessa vikuna.
„Já, ég er hálfhissa,“ segir hún.
„Ég er vön þessu heima en ég hélt
að þetta væri ekki svona hér.“
Blaðamaður telur henni trú um
að þetta sé undantekning en um
leið að það sé vissulega heimilislegt
að fá þetta frændaveður annað
slagið.
Með Færeying í símanum er eðli-
legt að spyrja hvaða mun hún
skynji á Airwaves, hátíðinni „okk-
ar“, og G! sem er helsta hátíð
„þeirra“, Færeyinganna.
„Hún er auðvitað nokkuð ólík, á
G! eru allir í einum bing og í tjöld-
um í þokkabót. Hérna eru öðruvísi
áherslur en stemningin er samt
stórkostleg. Frábærar hátíðir báð-
ar tvær.“
Guðrið segir að mikið sé búið að
gerast síðan hún gaf út fyrstu plöt-
una en nýja platan veki einkanlega
viðbrögð og alþjóðasamfélag tón-
listarinnar sé farið að sperra eyrun.
Það sem er kannski ánægjulegast
við þá staðreynd er að þessi þriðja
plata er „færeyskasta“ plata henn-
ar til þessa, mikið er sungið á móð-
urtungunni auk þess sem textarnir
eru mikið til ástaróður til heima-
haganna.
-En hvað er framundan?
„Bara spilirí út í eitt. Ég fer svo
til Seattle í október með Ólöfu Arn-
alds og Nive Nielsen og tek þátt í
einhverju sem kallast Reykjavík
Calling.“
Færeyjavinur Guðrið Hansdóttir
Færeyskt veður?
Hæfileikakona Guðrið Hansdóttir á nú að baki þrjár plötur og hefur verið
iðin við kolann á Airwaves og spilað út um allar trissur alla dagana.
Guðrið kemur fram í Hörpu
(Kaldalóni) á morgun kl. 20:50.
Það tíðkast að menn úr „bransanum“ sem
hafa sæmilega mikið umleikis reki nefið inn í
Airwaves-stemninguna og hafa nokkur kunn-
ugleg andlit sést á götum Reykjavíkur und-
anfarna daga. David Fricke, hinn kunni
blaðamaður Rolling Stone og Íslandsvinur
mikill, sást á stjákli eftir Bíófílíutónleika
Bjarkar með mikið og smitandi bros á vörum.
Hann fór svo í hrókasamræður við þá Sean
Lennon og Nels Cline, gítarleikara Wilco og
Plastic Ono Band. Heldur en ekki þriggja
turna tal þar á ferðinni …
Rokkblaðamaður David
Fricke.
David Fricke er mættur á svæðið!
Fjórar finnskar hljómsveitir heiðra
Aiwaves með nærveu sinni þetta árið. Fyrst
bera að nefna hina merku 22-Pistepirkko
sem tróð upp í Tjarnarbíói í gær en hún er
jafnan talin helsta neðanjarðarrokksveit
Finna. Hinar sveitirnar eru Zebra & Snake,
sem spila sýrt súrkálspopp, Murmansk, sem
leikur gítarhlaðið nýbylgjurokk með vísun
í skóglápið og K-X-P sem blanda saman
súrkáli og afríkutöktum. Það má alltaf
treysta á Finnana hvað flipp og furðuleg-
heit varðar eins og sjá má. Fræknir 22-Pistepirkko.
Frændur vorir Finnar á Airwaves
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Það þyrlast upp fjöldi nafna úr tón-
listarsögunni þegar maður setur
plötu með Veronica Falls á
grammófóninn. Pastels, Vaselines,
Belel and Sebastian, Love og öll
þessi svokallaða C86-bylgja, þar
sem bókasafnslegir, sakleysislegir
og krúttlegir krakkar í anorökkum
strömmuðu gítara sem mest þau
máttu, til heiðurs Velvet Undergro-
und og Byrds. Sú bylgja reið röft-
um í Bretlandi níunda áratugarins
og þó að Veronica Falls sé undir
mjög greinilegum áhrifum frá öll-
um þessum aðilum tekst henni að
setja nokkuð sérstakan snúning á
þetta allt saman. Maður hefði enda
ekki nennt að tala við þetta lið, ef
um mannlegar ljósritunarvélar
hefði verið að ræða.
Það er James Hoare sem smellir
sér á línuna, alla leiðina frá Lond-
on, og uppfræðir blaðamann um
sveit sína og komu hennar til
Airwaves.
„Við erum öll mjög spennt fyrir
komunni en ekkert okkar hefur
komið hingað áður. Ég held að við
séum með einhvern smáaukatíma
sem hægt er að nýta í að skoða sig
um.“
– Samnefnd plata ykkar sem var
bara að koma út hefur fengið mjög
fína dóma …
„Já, takk fyrir það. Platan er
ekki byggð upp sem heild, þetta er
samtíningur af lögum sem hafa ver-
ið að safnast upp hjá okkur síðast-
liðið eitt og hálft ár eða svo. Við
urðum að koma þessu á plast.“
– Hún hljómar afskaplega vel.
Hæfilega skítugur hljómur.
„Já, gaman að þú skynjir það.
Við vildum fá fram temmilega hrá-
an hljóm, vildum forðast eins og
heitan eldinn að hafa þetta of gljá-
bónað. Fá þessa svefnherberg-
ishlýju inn á plötuna.“
– Hvað segir þú um áhrifavald-
ana? Þeir eru nokkuð skýrir, óneit-
anlega.
„Ég veit vel hvað þú ert að tala
um. En reyndar erum við mest und-
ir áhrifum frá þeim böndum sem
höfðu áhrif á þessi bönd. Velvet
Underground, Byrds, Shangri-Las
o.s.frv. En þá hljómum við eðlilega
eins og þessi C86-bönd!“
– En hvernig líst þér á fram-
haldið? Það er allt að gerast hjá
ykkur …
„Við fórum alveg á fullt inn í
þetta og spiluðum svo mikið fyrstu
misserin að við höfðum ekki tíma
til að taka upp! Við erum búin að
bakka úr þeim ofsa og gerum okk-
ur grein fyrir því að það þarf að
stíga varlega til jarðar í þessum
bransa. Hann er viðsjárverður.“
Erlendur gestur Veronica Falls
Blómanýbylgjan er best
Nýbylgja Krakkarnir í Veronica Falls snúa hausum saman.
Veronica Falls leika í Hörpu
(Norðurljós) á morgun kl. 20.50.
m.siminn.is
Náðu í appið og
upplifðu Airwaves
með okkur
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
8
5
7
4
tónleikastaðir
32
Dagskrá
Föstudagurinn 14. október
LISTASAFN ÍSLANDS
20:00 De Staat
21:00 For a Minor Reflection
22:00 Agent Fresco
23:00 Dungen
00:00 HAM
HARPA, NORÐURLJÓS
20:00 Vigri
20:50 Hljómsveitin Ég
00:10 Jónas Sig. og Ritvélar Framt.
21:40 Mugison
22:30 Ólöf Arnalds
23:20 Zun Zun Egui
HARPA, KALDALÓN
20:00 Einar Stray
20:50 Mógil
21:40 Kippi Kaninus
22:30 Leif Vollebekk
23:30 Jenny Hval
00:20 Árstíðir
NASA
20:00 Samaris
20:50 Cheek Mountain Thief
21:40 Young Magic
22:30 Niki and the Dove
23:30 tUnE-yArds
00:30 Clock Opera
01:30 Totally Enormous Ext.Dinos.
02:30 Bloodgroup
GAUKUR Á STÖNG
20:00 El Camino
20:50 Vicky
21:40 Cliff Clavin
22:30Who Knew
23:20 Honningbarna
00:20 Suuns
01:20 Endless Dark
02:10 Dimma
AMSTERDAM
19:10 Gang Related
20:00 Sindri Eldon
20:50 The Dandelion Seeds
21:40 Ter Haar
22:30 Hellvar
23:20 Touchy Mob
00:10 Zebra & Snake
01:10 Just Another Snake Cult
02:00 Caterpillarmen
FAKTORÝ, EFRI HÆÐ
20:00 Bix
21:00 Brynjolfur
22:00 HumanWoman
23:00 Kasper Bjørke
00:00 Tim Sweeney
02:00 Kasper Bjørke
03:00 President Bongo
FAKTORÝ, NEÐRI HÆÐ
20:00 Muted
21:00 Orange Volante
22:00 Sean Danke
23:00 Oculus
00:00 CasaNova
01:30 Kristian Kjøller
03:00 North Beach
FAKTORÝ, BAR
22:00 DJ Thor
23:00 Óli Ofur
01:00 Nonnimal
02:30 Sexy Schidt und Bjørke
TJARNARBÍÓ
23:20 Lights on the Highway
22:30 Megas og Senuþjófarnir
21:40 Elín Ey
20:50 Prins Póló
20:00 Mimas
IÐNÓ
20.00 Úlfur
20.50 Ljósvaki
21.40 Lay Low
22.30 Puzzle Muteson
23:30 Owen Pallett
00.30 OY
01.20 Útidúr
GLAUMBAR
20:00 Contalgen Funeral
20:50 Svavar Knútur
21:40 Kalli
22:30 Cynic Guru
23:20 Lára Rúnars
00:10 Of Monsters and Men