Morgunblaðið - 14.10.2011, Side 14

Morgunblaðið - 14.10.2011, Side 14
Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Á þessum vinnusvæðum eigum við ekki síður félaga en vinnufélaga. Við tökum upp öðruvísi spjall eftir vinnu en förum ekki hver til síns heima,“ segir Gísli Kristófersson, yfirverkstjóri byggingarvinnu Ís- taks við Búðarhálsvirkjun. Rösklega 250 menn eru enn við vinnu við byggingu Búðarhálsvirkj- unar. Eitthvað fækkar í næsta mán- uði þegar dregið verður úr jarð- vinnu, samkvæmt upplýsingum Páls Eggertssonar staðarstjóra Ístaks, en starfsfólki fjölgar aftur næsta vor. Þá er gert ráð fyrir að um 300 manns verði að störfum samtímis allt sumarið, samkvæmt upplýs- ingum Landsvirkjunar. Samtals verða 600 til 700 ársverk á þriggja ára framkvæmatíma og er þetta mannaflsfrekasta verklega fram- kvæmdin í landinu um þessar mundir. Vinnudagurinn er langur, unnið er frá sjö til sjö. Þeir sem vinna við byggingarnar vinna átta daga í röð og fá síðan fjögurra daga frí. Er hópnum skipt upp þannig að fríin eru á mismunandi tímum og unnið alla daga vikunnar. Rúllan er öðru- vísi í jarðvinnunni, þar er unnið í tíu daga í beit og síðan liggur vinn- an niðri á meðan mennirnir taka út fríið. Unnið er á vöktum við ganga- gerðina allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Stjórnendur fara heim um helgar, þegar það er hægt. Duglegir karlar Ekki eru tækifæri fyrir tímafrek áhugamál eftir vinnu. Gísli Krist- ófersson segir að menn horfi á sjón- varp. Flestir séu með tölvur og heimabíó. Þá séu áhöld til líkams- ræktar mikið notuð og sumir skokki. Þá stofnuðu starfsmenn hljómsveit undir forystu kokksins og æfa saman á kvöldin. Hún hefur spilað einu sinni opinberlega en það var við athöfn þegar því var fagnað að markmið í öryggismálum höfðu náðst. Vel gekk að manna allar stöður, þegar framkvæmdin komst í gang. Það var bæði gert með því að færa mannskap úr öðrum verkefnum Ís- taks og ráða nýja starfsmenn. Gísli segir raunar að sumir þeirra hafi áður unnið hjá fyrirtækinu. Hann segir að enn sé töluvert spurst fyrir um vinnu þótt lítið sé ráðið um þessar mundir. „Ég tel að við höfum verið mjög heppnir með mannskapinn. Við fengum duglega karla sem endast í þessu. Hinir hurfu fljótt,“ segir Gísli. Hann hefur unnið hjá Ístaki frá unga aldri og verið við virkjanir á hálendinu og mörg stórverkefni hérlendis og erlendis. „Ég þekki marga karlana sem sækja í þessa virkjanavinnu. Man eftir þeim úr fyrri verkefnum. Þeir vilja vera í svona vinnu og kunna að taka á því,“ segir Gísli. Fjarvistir bærilegri Vegna bættra samgangna og fjarskipta eru fjarvistir frá fjöl- skyldum bærilegri en var í virkj- anavinnu fyrr á árum. Gísli rifjar upp að þegar hann byrjaði hafi menn farið saman á rútum upp á fjöll og til að komst í samband við fjölskylduna hafi þurft að fara í síma inni í eldhúsi. „Núna eiga menn möguleika á að skreppa í bæ- inn eftir vinnu, þetta er ekki nema tveggja tíma akstur á góðum vegi. Menn gera það þó ekki, við búum hér alla vikuna,“ segir Gísli. Stíflustæði Stíflan í farvegi Köldukvíslar er undirbúin á þurru því ánni hefur verið veitt framhjá. Stíflan er rúmir tveir kílómetrar að lengd, gerð úr jarðvegi með grjótvörn. Hún verður byggð upp á næsta Eignast ekki síður félaga en vinnufélaga  Langur vinnudagur við Búðarhálsvirkjun  Sömu karlarnir sækja alltaf í virkj- anavinnu  Kunna að taka á því  Kvöldin fljót að líða við sjónvarp og líkamsrækt Verktakar Mikið mæðir á þeim Gísla Kristóf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.