Morgunblaðið - 14.10.2011, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.10.2011, Qupperneq 8
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við sjáum enga aðra leið en að lengja hafnargarðinn og beina aust- urgarðinum lengra út og til vesturs, en þeir vilja ekki hlusta á okkur hjá Siglingastofnun. Höfnin lokast alltaf í hverri brælu ef ekkert verður að gert. Það þarf bara að gefa sér tíma til að klára þessa höfn. Vandinn er einnig sá að Herjólfur er of stórt skip, enda var í upphaflegri áætlun gert ráð fyrir ferju sem ristir ekki eins djúpt,“ segir Steinar Magnús- son, einn skipstjóra Herjólfs, í sam- tali við Morgunblaðið í tilefni þeirr- ar umræðu sem verið hefur um staðsetningu og hönnun Landeyja- hafnar. Steinar hefur langa reynslu af siglingum á þessum slóðum og er á sínu 49. ári til sjós. Hann hefur kynnt sér greinar- gerð Halldórs B. Nellett, skipherra og framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, varðandi hönnun Landeyjahafnar og er hon- um sammála að mörgu leyti. Hönn- un hafnarinnar sé ekki hentug en Steinar gerir ekki athugasemdir við staðarvalið sem slíkt. Það þurfi bara að klára verkið og gera höfnina hentugri til innsiglingar. Í raun sé sama hvaða skip verði notað þarna til siglinga, það verði alltaf vanda- mál með dýpið á meðan hafnargarð- arnir eru eins og þeir eru. Sand- burðurinn sé það mikill úti fyrir höfninni. Mætti opna eyrun betur „Siglingastofnun hlustar eflaust á alls konar raddir en mætti opna eyrun betur. Ef náttúran hagar sér ekki alveg eins og hefur verið áætl- að þá þarf að gera ráðstafanir til þess að mannvirkið sé nothæft. Ekki má gefast upp og segja að þetta eigi bara að vera svona,“ segir Steinar og telur að það ætti að byrja á að lengja austurgarðinn. Þá yrði hægt að sigla inn í höfnina úr suðvestri. Hann er jafnframt andvígur því að Baldur verði notaður til ferju- siglinga í Landeyjahöfn, það skip sé á undanþágu og megi ekki sigla á þessu hafsvæði. Baldur sé einnig of gamalt skip, eða 44 ára, og geti að auki ekki tekið nógu marga farþega og bíla. Kostnaður við endurbætur upp á 200-300 milljónir króna sé ekki forsvaranlegur. Fá þurfi nýtt skip en ekki stærra og lengra en Herjólfur. Ef skipinu eigi eingöngu að sigla í Bakkafjöru þá þurfi t.d. ekki jafnmörg kojupláss og eru í Herjólfi. „Það þarf að gefa sér góðan tíma í þetta og fá skip til frambúðar, vera ekki að rjúka í að fá einhvern drullukláf sem þarf að endurbæta fyrir mörg hundruð milljónir,“ segir Steinar skipstjóri. Undir þetta tekur Halldór B. Nellett hjá Landhelgisgæslunni. Baldur henti ekki til siglinga í Landeyjahöfn, það geti skapað óþarfa hættu að reyna siglingar inn í höfnina í viðsjárverðu veðri. „Höfnin er ekki fær, eina varan- lega lausnin er að laga hafnar- garðana og kanna strax með hvaða hætti best sé að gera það,“ segir Halldór og telur að kalla þurfi eftir gögnum frá Veðurstofunni um ríkjandi vindáttir á þessu svæði og setja upp straummælingadufl úti fyrir höfninni. „Það er bara verið að pissa í skóinn sinn að fá annað skip. Ég treysti ekki Baldri til siglinga þarna,“ segir Halldór. Baldur ekki hentugur og bæta þarf hafnargarðinn  Einn skipstjóra Herjólfs tekur undir gagnrýni á hönnun Landeyjahafnar Morgunblaðið/RAX Herjólfur Einn skipstjóra Herjólfs er ekki sáttur við að ferjan Baldur verði notuð til siglinga í Landeyjahöfn. Spara megi 200-300 milljóna endurbætur. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Slóvakíuþing hafnaði á dög-unum að styðja björgunarsjóð ESB. Engum datt í hug að sú ákvörðun fengi að standa. Sló- vakía gekk nefnilega í ESB og tók upp evru eins og Andríki minnir á:    Þannigfengu þeir „sæti við borðið“, en á Íslandi eru einmitt til menn sem segja að Ísland þurfi að fá slíkt sæti. „Sæti við borðið“ þýðir að smá- ríki sitja eins og Þjóðverjar og Frakkar segja þeim. Þeir sem sitja við borðið eiga að hlýða þeim við borðsendann. Ef þeim líkar ekki það sem borið er á borð, þá er einfaldlega bætt á diskinn hjá þeim.    Ríkisstjórn Slóvakíu veit að húnkemst ekki upp með að hlýða ekki fyrirmælunum. Þess vegna lætur hún kjósa að nýju um frum- varpið og er búin að semja við stjórnarandstöðuna um að boða til þingkosninga, gegn því að málið fari í gegn. Stjórnarandstaðan vissi að ríkisstjórnin yrði að gera allt til að koma málinu í gegn, og krafðist þess vegna hæsta mögu- lega gjalds, þingrofs og kosninga.    Gaman væri að vita hvernig rík-isstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tæki á sambæri- legri stöðu. Þar lysti saman tveim- ur gríðarlegum kröftum, annars vegar ótrúlegri þrá beggja flokka til að hlýða kröfum frá stórríkjum Evrópu, hins vegar jafnríkum ótta beggja við kjósendur.    Ef vísindamenn næðu að rann-saka árekstur þessara tveggja reginkrafta, hefðu þeir líklega getað sparað sér öreinda- hraðalinn í Sviss.“ Aumingja Slóvakía STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.10., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 12 skýjað Kirkjubæjarkl. 10 rigning Vestmannaeyjar 8 rigning Nuuk -3 léttskýjað Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 8 léttskýjað Stokkhólmur 6 heiðskírt Helsinki 6 skýjað Lúxemborg 12 skýjað Brussel 12 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 13 skýjað London 15 skýjað París 17 skýjað Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 12 léttskýjað Berlín 12 léttskýjað Vín 11 léttskýjað Moskva 3 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 21 léttskýjað Winnipeg 8 skýjað Montreal 15 alskýjað New York 16 alskýjað Chicago 16 alskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:15 18:14 ÍSAFJÖRÐUR 8:26 18:13 SIGLUFJÖRÐUR 8:09 17:56 DJÚPIVOGUR 7:46 17:42 Kristján Guðbjartsson-Bergman, sem las umfjöllun í Morgunblaðinu um greinargerð Halldórs, hafði samband við blaðið og benti á að fyrir tíma vélbátaútgerðar hefði allt frá landnámi verið útræði allnokkru vestar en Landeyjahöfn var sett niður og á því svæði sé mun meira dýpi en úti fyrir Bakkafjöru. Örnefni bæja eins og Sigluvík og Skipagerði bendi vel til þess. Aldrei hafi verið byggt ból við Markarfljót, þar sé mikill sandburður og enginn hafi getað róið þaðan til fiskjar allt frá landnámi. Kristján bjó til margra ára í Eyjum en flutti þaðan eftir gos. Þegar verið var að finna Landeyjahöfn stað var möguleiki á stórri höfn á Landeyjasandi skoðaður en Eyjamenn settu sig upp á móti þeirri stað- setningu af ótta við samkeppni við þeirra eigin höfn í Eyjum. Kostnaður við slíka höfn var líka áætlaður um 20 milljarðar króna. Aldrei byggt ból við Markarfljót ÚTRÆÐI TIL FORNA OG MEIRA DÝPI VIÐ SANDINN VESTAR Fyrirsögn hér Hvolsvöllur Vestmannaeyjar Landeyjahöfn Gamalt útræði við Landeyjasand

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.