Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 7
1 króna fyrir barnið
www.flugfelag.is | 570 3030
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
FL
U
56
67
6
10
.2
01
1
aðra leiðina+1.149 kr. 17.–31. október 2011
(flugvallarskattur)
Þetta einstaka tilboðsfargjald
gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands
er fyrir börn, 2 –11 ára, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun
býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is
ferðatímabil 17.– 31. október 2011
bókanlegt frá 14. október 2011
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Hæstiréttur dæmdi í gær Gunnar
Rúnar Sigurþórsson í 16 ára fangelsi
fyrir að verða Hannesi Þór Helga-
syni að bana enda taldi Hæstiréttur
að hann hefði verið sakhæfur þegar
hann framdi verknaðinn. Héraðs-
dómur Reykjavíkur hafði hins vegar
dæmt Gunnar Rúnar til örygg-
isgæslu á viðeigandi stofnun þar
sem hann væri ósakhæfur og vísaði
til mats þriggja geðlækna á því að
hann hefði á verknaðarstund verið
haldinn geðveiki.
Engin þörf á geðlyfjum
Að mati geðlæknanna var Gunnar
Rúnar alls ófær um að stjórna gerð-
um sínum á verknaðarstund sökum
svæsins geðrofs. Í yfirmatsgerð sem
tveir þeirra unnu kom m.a. fram að
hann væri haldinn ástarsýki í garð
sambýliskonu Hannesar Þórs.
Fyrir Hæstarétt var lagt fram
vottorð yfirlæknis á réttar- og ör-
yggisdeildinni á Sogni, þar sem
Gunnar Rúnar hefur verið vistaður
undanfarin misseri. Þar segir að
Gunnar Rúnar sé með vissa þrá-
hyggjuþætti, stífur á sinni meiningu
og eigi erfitt með að aðlagast vissum
reglum. Hann sé rökviss og vel með-
vitaður um hvað hann vilji og hvað
hann ætli sér. „Athygli vekur hversu
fljótt ást hans til [sambýliskonu
Hannesar Þórs] hvarf, en slíkt er yf-
irleitt á skjön við raunverulega ást-
arsýki (erotomaniu), slíkt hverfur
yfirleitt aldrei nema með lyfja-
meðferð eða annarri mjög langvar-
andi meðferð … Ekki er hægt að sjá
enn þörf á neinum geðlyfjum,“ segir
m.a. í vottorði yfirlæknisins.
Ströng skilyrði fyrir ósakhæfi
Í dómi Hæstaréttar er vísað til
þess að ströng skilyrði séu fyrir sak-
hæfisskorti í íslenskum rétti, þar á
meðal verði andlegur annmarki, svo
sem geðveiki, að vera á háu stigi til
að hann leiði til refsileysis. Það nægi
þó ekki til skorts á sakhæfi, heldur
verði viðkomandi að hafa verið alls
ófær um að stjórna gerðum sínum
vegna hins andlega annmarka þegar
hann framdi verknaðinn.
Hæstiréttur bendir á að þótt þrír
geðlæknar hafi komist að samdóma
niðurstöðu um að Gunnar Rúnar
hafi verið haldinn geðveiki þegar
hann varð Hannesi Þór að bana, þá
sé það dómstóla að skera úr um
hvort hann hafi verið alls ófær um að
stjórna gerðum sínum.
Við þá úrlausn beri einkum að
horfa til aðdraganda voðaverksins,
hvernig hann stóð að því og fram-
ferðis hans sjálfs í kjölfarið. Verði
ekki annað ráðið en að hann hafi
skipulagt verknaðinn í þaula með
það fyrir augum að ekki kæmist upp
um hann. Hann hafi síðan gengið
ákveðið og skipulega til verks og
virðist síðan hafa gert allt sem í hans
valdi stóð til að aftra því að upp um
hann kæmist. Einnig hafi hann sagst
hafa haldið að hann hafi að hluta vit-
að að það væri rangt sem hann hefði
gert. Í dómi Hæstaréttar segir að
hann hafi að því marki verið fær um
að stjórna gerðum sínum að hann
teljist sakhæfur.
Auk fangelsisdómsins var Gunnar
Rúnar dæmdur til að greiða for-
eldrum Hannesar Þórs, hvoru um
sig, 1 milljón króna í miskabætur en
fram kom í fjölmiðlum í gær að móð-
ir hans er nýlátin. Gunnari Rúnari
var jafnframt gert að greiða sam-
býliskonu Hannesar 1,2 milljónir
króna í miskabætur en þau höfðu
búið saman í eitt og hálft ár þrátt
fyrir að vera ekki í skráðri sambúð.
Dæmdur sakhæfur í Hæstarétti
Dómstóla að skera úr um hvort sakborningar hafi verið alls ófærir um að stjórna gerðum sínum vegna andlegra ann-
marka Hæstiréttur dæmdi banamann Hannesar Þórs Helgasonar í 16 ára fangelsi Metinn ósakhæfur í héraðsdómi
Morgunblaðið/Golli
Réttarhöld Gunnar Rúnar
Sigurþórsson kemur í héraðsdóm.