Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 287. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Ber „sjúkdómseinkenni“ eldgosa 2. Sandra Bullock eyðilögð … 3. Lést í vinnuslysi 4. Sat saklaus í fangelsi í 25 ár »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds mun sjá um upphitun á þrennum tón- leikum japanska tónlistarmannsins Ryuichi Sakamoto sem haldnir verða í Þýskalandi í nóvember, í Karlsruhe, Dortmund og Hamborg. Morgunblaðið/Kristinn Ólafur hitar upp fyrir Ryuichi Sakamoto  Aukasýningu á Töfraflautunni hefur verið bætt við í Íslensku óp- erunni, 13. nóv- ember nk. Hátt í níu þúsund miðar hafa verið bókaðir á sýningar á óp- erunni og segir í tilkynningu frá Íslensku óperunni að leita þurfi aftur til ársins 2001 til að finna viðlíka aðsóknartölur að óp- erusýningu á Íslandi. Miðar á Töfraflautu Mozarts rjúka út  Magnús Kjartansson var óvænt gerður að heiðursfélaga Félags tón- skálda og textahöfunda í fyrrakvöld þegar hann kom fram með Jóni Ólafssyni í Salnum í Kópavogi. Jakob Frímann Magnússon, formaður félagsins, og varaformaður þess, Sigurður Flosason, afhentu Magnúsi viður- kenningarskjöld og gullmerki FTT. Magnús gerður að heiðursfélaga FTT Á laugardag Sunnan 5-13 m/s en austan 5-10 norðvestantil. Rign- ing eða skúrir sunnantil og norðvestanlands um kvöldið en þurrt að mestu norðaustantil. Hiti 5 til 9 stig að deginum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Yfirleitt hægari suðlæg átt en í gær. Skúr- ir sunnan- og vestantil en bjartviðri norðaustantil. Hiti 5 til 11 stig. VEÐUR Grindvíkingar þurftu engan stórleik til að sigra Keflvík- inga, 86:80, í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í körfu- bolta í gærkvöld. KR-ingar lentu í miklu basli með nýlið- ana úr Þór í Þorlákshöfn þeg- ar Benedikt Guðmundsson kom í heimsókn með þá í Vesturbæinn en náðu að knýja fram sigur, 90:84. Loks vann ÍR sigur á Fjölni, 109:101. »4 Grindavík þurfti ekki stórleik Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í fótbolta, er bjartsýnn á skjótan bata eftir að hafa gengist undir uppskurð á fæti í Amsterdam í vikunni. Hann vonast til að geta byrjað að spila á ný með Ajax eftir rúmlega þrjá mánuði og hef- ur sett stefnuna á leik gegn sínu gamla félagi, AZ Alkmaar, 22. janúar. »1 Setur stefnuna á leik gegn gömlu félögunum Framarar eru enn með fullt hús stiga í úrvalsdeild karla í handboltanum en þeir unnu sætan sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda, 21:20. Mikil spenna var í öllum leikjum gærkvöldsins því HK jafnaði í blálokin gegn FH, 30:30, og markvörðurinn Birkir Ívar Guðmunds- son tryggði Haukum sigur á Akureyri, 23:22, með frábærri markvörslu á lokasekúndunni. »2-3 Framarar enn með fullt hús í handboltanum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján Jónsson kjon@mbl.is „Við erum nokkrar konur sem finnst óskaplega gaman að baka og skreyta kökur,“ segir Auður Skúla- dóttir á Akureyri, einn af for- sprökkum félagsins Mömmur og möffins, eins og þær rita nafnið. „Sérstaklega er gaman að skreyta litlu möffins-kökurnar, múffurnar. Í fyrravor var ég að hugsa um að halda dálítið partí hérna heima hjá okkur, með dætrum mínum og öll- um okkar vinkonum. Svo datt mér í hug að fleiri vildu vera með og hug- myndin stækkaði og ég var loks komin upp í Lystigarð með hana!“ Auður, sem rekur ásamt fjöl- skyldu sinni fyrirtækið Kalkliti á Akureyri, ræddi málið við vinkonur sínar og þær höfðu mikinn áhuga. Hún talaði síðan við Margréti Blön- dal sem sá um dagskrána á Akur- eyri um verslunarmannahelgina, há- tíðina Eina með öllu. „Margrét skellti þessu bara inn í hátíðina og þá fékk þetta auðvitað mikla auglýsingu og þess háttar. Allir voru alsælir. Þetta eru alger grasrótarsamtök, við erum svona 5 til 7, á öllum aldri, engin stjórn en lögfræðingurinn í hópnum sér um peningana. Það er nóg að þekkja eina, þá er maður velkominn!“ Kökurnar runnu út Það komu fleiri hundruð manns í garðinn og Mömmurnar seldu 1100 múffur á 250 krónur stykkið. „Við söfnuðum þannig um 370 þúsund krónum og þetta var notað til að styrkja fæðingar- deildina á sjúkra- húsinu. Ég veit að þetta hefur komið sér vel, þau hafa keypt Lazyboy- stóla og skipti- borð og fleira sem nýtist vel foreldrum á staðnum. Þetta er því vel heppnað.“ Í ljós kom, þó ekki fyrr en í sum- ar, að basarinn stangaðist á við lög um matvæli og sölu á þeim. Þær beittu þá hálfgerðri sniðgöngu, efndu til lautarferðar í Lystigarð- inn, fólk fékk kökur að gjöf og mátti um leið styrkja fæðingardeildina með því að leggja peninga í söfn- unarbauk! Bakaríið við brúna aðstoðaði, gaf þeim 350 múffur sem voru því bak- aðar í löggiltu eldhúsi og mátti því selja. Þær söfnuðu enn meira fé en í fyrra, 520 þúsund krónum og fer það einnig til fæðingardeildarinnar. En nú er ætlunin að breyta lög- unum, er Auður ekki sátt? „Þetta er auðvitað bara snilld. Næsta ár verð- ur ægilega gaman í Lystigarðinum!“ Grasrótarsamtök í Lystigarði  Konur sem baka til góðs og brjóta (helst ekki) lögin Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson M fyrir múffur Auður Skúladóttir, til vinstri, og Margrét Jónsdóttir leirlistakona fóru fremstar í þeim flokki sem tók sig til og bakaði múffur og skreytti, og seldi til styrktar fæðingardeild Sjúkahússins á Akureyri. Margir tóku það óstinnt upp þegar Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra ákvað í sumar að banna Mömmum og möffins að selja bollakökurnar sínar á bas- ar til styrktar fæðingar- deild Sjúkrahússins á Akureyri, eins og þær höfðu gert 2010. Nei, baka yrði slíka söluvöru í við- urkenndum eldhúsum vegna hreinlætissjónarmiða, í sam- ræmi við lög um matvæli frá 1995. Mömmurnar reyndust ráðsnjallar því nú hefur Jón Bjarnason land- búnaðarráðherra lagt fram frum- varp um lagabreytingu. Framvegis falli eldamennska og bakstur, þar sem boðin séu matvæli án endur- gjalds í þágu góðgerðarmála, ekki undir ákvæði um opinbert mat- vælaeftirlit. Sagt er að tillagan muni renna ljúflega í gegn á þingi. Á leiðinni á borð þingmanna TRYGGIR MÖFFINS-DEILAN Á AKUREYRI LAGABREYTINGU?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.