Morgunblaðið - 14.10.2011, Síða 21

Morgunblaðið - 14.10.2011, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Peningar Þéttsetinn bekkurinn á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, sem hófst á Hilton Reykjavík Nordica í gær og lýkur í dag, og ætla má að sum sveitarfélög eigi við ramman reip að draga. Ómar Samkvæmt ís- lenskri orðabók sem gefin var út af Eddu forlagi árið 2002 segir að okur sé auðg- unarbrot sem felst í því að maður notar sér bágindi annarra (t.d. fjárþröng ) til að hagn- ast (óhæfilega) á við- skiptum sínum við þá. Hjá fyrirtækjum eins og Hraðpeningum ehf. og Kredia ehf. má fá lánaða peninga gegn þóknun. Þóknunin er sem dæmi 2500 kr. ef fengnar eru að láni 10.000 kr. Samkvæmt mínum út- reikningum er þá þóknunin 25%. Það er að mínu mati okur og tek ég mér því það bessaleyfi að kalla Hraðpeninga ehf. og Kredia ehf. ok- urlánafyrirtæki. Nú þegar kreppir að í þjóðfélag- inu má ljóst þykja að fólk í fjárþröng muni í auknum mæli nýta sér þjón- ustu okurlánara. Okkur má vera það ljóst að fólk í fjárþröng á ekki pen- inga til að borga lán sín. Ef við setj- um dæmið upp þannig að fólk sé að redda fjármálum sínum fyrir horn með lánum hjá okurlánurum, þarf ekki langskólagengna fræðimenn til að sjá að slík redding eykur aðeins á vandann. Til að borga lánin til baka gæti fólk þurft að leita á náðir ætt- inga og vina, annarra lánastofnana eða jafnvel leiðst út í þjófnað og vændi. Máli mínu til stuðnings langar mig að segja mína sögu: Ég á 18 ára gamlan son sem var svo ólánsamur að nýta sér þjónustu okurlánaranna. Fyrst byrjaði það með einu skipti og virtist ósköp saklaust. Ég ræddi þá við hann um skaðsemi okurlána og aðstoðaði hann við að greiða skuldir sínar. Það voru kannski mestu mis- tökin, því þá sáu okurlánararnir að þetta var efnilegur viðskiptavinur og lánuðu honum enn meira og hærri upphæðir í vissu sinni um að fá þetta allt til baka ásamt þóknunum og vöxtum. Þegar svo greiðsluáskorunum og ítrekunum um van- greiddar skuldir fór að rigna inn um bréfalúg- una hjá mér, var mér allri lokið. Ég varð snældusnarvitlaus og hringdi í Hraðpeninga ehf. og Kredia ehf. og jós yfir ólánsama starfsmenn þeirra sví- virðingum og skömmum. Ég heimt- aði að syni mínum yrði ekki lánað meira fé. Og viti menn, það virkaði! Starfsmennirnir lofuðu mér því að nafn hans yrði sett á bannlista yfir viðskiptavini. Ég varð alveg stein- hissa og furðaði mig á því að ég hefði með látum þessum fengið mínu framgengt. Sonur minn er jú orðinn sjálfráða, með tilheyrandi ábyrgð fullorðins manns. En snúum okkur aftur að efni bréfsins. Stöðva verður rekstur þessara okurlánafyrirtækja áður en vandamál fólks sem leitar á náðir þeirra verður orðið að þjóð- félagslegu vandamáli líkt og banka- fylleríið sem við erum enn að vinna okkur út úr. Eftir Sigrúnu Rósu Kjartansdóttur » Stöðva verður rekst- ur þessara okurl- ánafyrirtækja áður en vandamál fólks sem leit- ar á náðir þeirra verður orðið að þjóðfélagslegu vandamáli líkt og bankafylleríið sem við erum enn að vinna okk- ur út úr. Sigrún Rósa Kjartansdóttir Höfundur er grunnskólakennari að mennt. Stöðvum okur- lánastarfsemi á Íslandi Íslensk stjórnvöld eiga nú í formlegum viðræðum um aðild Ís- lands að Evrópusam- bandinu. Vinstrihreyf- ingin grænt framboð sem allt frá stofnun hefur verið andvíg að- ild að ESB ber sem aðili að ríkisstjórn mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er kom- in og þarf að gæta sín við hvert fótmál í yfirstandandi viðræðum. Fari svo að til verði samningur á grundvelli yfirstand- andi viðræðna bæri VG á honum fulla stjórnskipulega ábyrgð. Því þarf flokkurinn á hverju stigi við- ræðna að setja þau skilyrði sem hann telur réttmæt og óhjá- kvæmileg með tilliti til þjóð- arhagsmuna og stefnu flokksins á einstökum sviðum og í ljósi and- stöðu hans við ESB-aðild. Sú af- staða hefur verið einn af horn- steinunum í stefnugrunni flokksins frá upphafi. Tillaga lögð fyrir landsfund VG Fyrir landsfundi VG sem hald- inn verður í lok þessa mánaðar liggur svohljóðandi tillaga frá 25 félögum í flokknum, konum og körlum, sem búsett eru víða á landinu: Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð telur nú sem fyrr að hags- munum Íslands sé best borgið ut- an Evrópusambandsins. Landsfundurinn ályktar að í yf- irstandandi aðildarviðræðum beri að hafna öllum hugmyndum um að Ísland afsali sér forræði og yf- irstjórn sjávarauðlinda innan ís- lenskrar efnahagslögsögu og samningsrétti vegna deilistofna á Íslandsmiðum (makríll, kolmunni, úthafskarfi, loðna og norsk- íslenska síldin). Sama á við um aðrar náttúruauðlindir sem fyr- irhugað er að lýsa þjóðareign í nýrri stjórnarskrá. Landsfundurinn bendir á þá miklu skerðingu lýðræðis sem felst í ESB- aðild ásamt fullveld- isafsali á fjölmörg- um sviðum. Þróun innan ESB að und- anförnu, nú síðast vegna átaka um framtíð evru- samstarfsins, stefnir í átt að enn frekari samruna með hertri miðstýringu. Með Lissabon-sáttmál- anum er einnig kominn vísir að samstarfi um utanríkis- og hern- aðarmálefni. Einnig eiga félagsleg sjónarmið, umhverfisvernd, fæðu- öryggi og réttindi launafólks und- ir högg að sækja innan sam- bandsins. Landsfundurinn telur það vera eitt af forgangsverkefnum VG, flokkseininga og þingflokks, að herða róðurinn við að upplýsa þjóðina um eðli og afleiðingar ESB-aðildar. Auðlindir Í tillögunni eru í upphafi nefnd atriði þar sem útilokað er fyrir Íslendinga að gefa nokkuð eftir með tilliti til grundvallarhags- muna og sem varða yfirráð auð- linda innan íslenskrar efnahags- lögsögu. Brýnt er að fá það sem fyrst skýrt fram í yfirstandandi viðræðum, hvort ESB sé reiðubú- ið að fallast á að Ísland sem aðili að ESB haldi fullu og óskoruðu forræði og yfirstjórn sjáv- arauðlinda innan efnahagslögsög- unnar og samningsrétti vegna deilistofna á Íslandsmiðum. Sé svarið við þessu neikvætt er ástæðulaust að eyða tíma og fjár- munum í frekari viðræður. Það sama á við um aðrar nátt- úruauðlindir sem VG hefur barist fyrir að lýstar verði þjóðareign og sem vaxandi hljómgrunnur er fyr- ir að kveðið verði á um í nýrri stjórnarskrá. Þetta á m.a. við um ferskvatn, jarðhita, orku fallvatna og auðæfi í jörðu þar sem VG hef- ur frá stofnun flokksins viljað ganga lengra en aðrir stjórn- málaflokkar. Fullveldisafsal Óumdeilt er að ESB-aðild felur í sér fullveldisafsal á fjölmörgum sviðum, m.a. varðandi löggjaf- arvald og dómsvald. Með aðild yrði grundvallarbreyting sem veikja myndi stórlega stöðu Al- þingis sem löggjafa og æðsta dómsvald flyttist í hendur yf- irþjóðlegs dómstóls ESB. Tollar yrðu afnumdir inn á við en toll- múrar reistir gagnvart ríkjum ut- an ESB. Sem aðildarríki hefði Ís- land ekki heimild til að gera fríverslunarsamninga við lönd ut- an sambandsins. Aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum myndi í reynd færast undir ESB sem tal- ar sem oftast einni röddu á Alls- herjarþinginu, í nefndum þess og á alþjóðaráðstefnum SÞ. Í utan- ríkis- og öryggismálum er nú kveðið á um samstarf og samræm- ingu á stefnu aðildarríkja undir forystu sérstaks utanríkistals- manns ESB. Þessu til viðbótar stefnir nú í að mikilvægir þættir efnahags- og fjármála aðildarríkja verði færðir undir framkvæmda- stjórn ESB í Brussel. Áhrifamikl- ir aðilar innan ESB tala nú op- inskátt fyrir myndun sambandsríkis. Íslendingar eiga af fjölmörgum ástæðum, m.a. vegna legu landsins og sérstæðra og gjöfulla náttúruauðlinda ekki að ganga slíku ríki á hönd. Eftir Hjörleif Guttormsson »Hafna ber hugmynd- um um að Ísland afsali sér forræði og yfirstjórn sjávarauð- linda innan íslenskrar efnahagslögsögu og samningsrétti vegna deilistofna Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Landsfundur VG: Nú reynir á hornsteina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.