Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Ég trúi á Guð föður almáttugan … Þannig byrjar trúarjátningin sem við lútherstrúar- fólk á Íslandi, lærum snemma á lífsleiðinni og förum með í kirkju, í almennum guðsþjón- ustum og við ferm- ingar. Trúarjátningin er einn af hornsteinum trúar okkar, næst á eft- ir faðirvorinu, sem flest börn eru bú- in að læra fyrir fjögurra ára aldur. Trúin er okkur styrkur í dagsins önnum. Við leitum til bænarinnar við lausn á hinum ýmsu vandamálum sem upp koma og við leitum til bæn- arinnar til að þakka þegar okkur hef- ur tekist ætlunnarverk okkar og við höfum náð sigri. Kirkjan er umgjörð trúarinnar. Kirkjan er hinn sýnilegi og áþreif- anlegi hluti trúarinnar. Í kirkjuna leitum við þegar við viljum komast sem næst Guði, bæði til að biðja og til að þakka. Kirkjan er okkur skjól þegar okkur líður illa og kirkjan er okkur gleðigjafi þegar við förum til kirkju að taka þátt í hinum fjölmörgu athöfnum sem þar fara fram í nafni Guðs. Kirkjunnar þjónar eru okkar leið- beinendur í sorg og gleði og þangað leitum við oft þegar dimmir í lífi okk- ar, því að við trúum því að kirkjunnar menn veiti okkur leiðsögn út úr myrkri. Fyrir trúað fólk er það lykilatriði að eiga aðgang að skilningsríkum og heiðvirðum kirkjunnar þjóni, til að væntingar okkar til trúarinnar í gegnum kirkjuna verði ekki að engu gerðar. Við sem trúum á Guð og reynum eftir fremsta megni að ganga drottins veg trúum og treyst- um okkar kirkjufólki fyrir mörgu því sem við höfum reynt í lífinu, bæði góðu og slæmu og því er mikilvægt að trúnaður og traust sé milli okkar og kirkjunnar, sem er eins og áður sagði veraldleg umgjörð um trúna á Guð! Ég er kristinn maður. Ég er skírður og fermdur. Ég á börn sem eru skírð og fermd og ég gifti mig fyrir augliti Guðs. Ég hef í gegnum tíðina borið fullt traust til kirkjunnar sem umgjarðar utan um mína trú og verið í forsvari fyrir mína sókn- arkirkju og tekið þátt í kirkjustarfi í mínu prófastsdæmi. Ég hef leitað til kirkjunnar í erf- iðleikum og fengið þar þá aðstoð og þann styrk sem ég óskaði eftir. … heilaga almenna kirkju Nú er kirkjan í vanda stödd. Trúin er til staðar og við sem trúum á Krist erum sem vængbrotin, þegar við verðum í dag vitni að því hvernig kirkjan og kirkjunnar þjónar hafa misnotað trúna, kirkjuna og um- bjóðendurna, okkur börn Guðs! Kirkjan, í skjóli trúarinnar! Í skjóli kirkjunnar manna hefur verið svert og smáð af kirkjunnar mönnum! Við sem höfum leitað til kirkjunnar, stað- ið við bakið á kirkjunni, tekið þátt í kirkjustarfi og síðast en ekki síst, borið ómælda virðingu fyrir ykkur, kirkjunnar þjónum! … Við erum sem lömuð, vængbrotin og hrædd. Hvernig má það vera að á okkar tímum skuli þetta geta gerst, að þeg- ar umbjóðendur ykkar leita til kirkj- unnar manna með sín mál, þá tekur kirkjan til þess ráðs að reyna að þagga það niður! Af hverju? Þið sem hafið valið það að starfa fyrir kirkj- una, af hverju? Það er ekki ykkur að kenna hvað einstakir kirkjunnar þjónar hafa gert af sér og það má ekki halda að þið, kirkjunnar þjónar, hafið átt að vita þetta eða hitt! Það er ekki hægt að vita það sem maður ekki veit, en þeg- ar svona mál koma upp þá þarf kirkj- an að vera það sterk að geta tekist á við vandamál sem þessi, þó svo að þau skeki innviði kirkjunnar. Í dag er kirkjan í hlutverki keis- arans sem fór í nýju fötin. Dæmd til að vera fífl. Ykkur kirkjunnar þjónum er ekki kennt um það sem gerðist, hefur gerst eða mun gerast, heldur það hvernig þið hafið tekið á málunum. Ykkur er í upphafi treyst! og þið haf- ið brugðist því trausti! Við sem höfum starfað og störfum fyrir kirkjuna stöndum nú í þeim sporum að vita ekki hverning við eig- um að haga okkur gagnvart kirkj- unni og kirkjunnar þjónum. Við höf- um verið svívirt af kirkjunni sjálfri, höfð að fíflum og mörgum leik- mönnum líður illa vegna þessa og ekki síður þess að svo virðist sem kirkjan sé í dag leiðtogalaus og viti ekki í hvorn fótinn á að stíga. … fyrirgefningu syndanna Kristin trú kennir okkur að fyr- irgefa og að fyrirgefningin sé stór lið- ur í samskiptum okkar við annað fólk. Öll höfum við brotið af okkur á einhvern hátt og öll höfum við beðið um fyrirgefningu, verið fyrirgefið og fyrirgefið öðrum. Sum brot okkar hafa verið þess eðlis að fyrirgefn- ingin hefur tekið langan tíma að ná til hjartans, þannig að við náum að veita fyrirgefningu að fullu. Kirkjan hefur unnið til sakar og þarf að biðja okkur fyrirgefningar og að vera fyrirgefið. Sökin er stór og óskin um að við fyrirgefum kirkjunni þarf að vera heil og til þess fallin að við getum í sameiningu byggt upp trú okkar á kirkjunni á ný. Hvernig verður staðið að þeirri ósk er ykkar kirkjunnar þjóna að finna út, en ég bið þess að þið verðið auðmjúkir hver í annars garð og sýnið hver öðrum virðingu þegar þið takist á um með hvaða hætti óskað verður eftir fyr- irgefningu og munið að það eitt að vera sekur og játa sekt er þungur kross að bera. Svo bregðast krosstré … Eftir Þorgrím E. Guðbjartsson » Ykkur kirkjunnar þjónum er ekki kennt um það sem gerð- ist, hefur gerst eða mun gerast, heldur það hvernig þið hafið tekið á málunum. Þorgrímur E. Guðbjartsson Höfundur er bóndi. Tvö ár eru liðin frá því að Ísland sótti um aðild að Evrópusam- bandinu og samninga- viðræður ganga vel. Ár- angur þeirra viðræðna má finna í nýútgefinni framvinduskýrslu fram- kvæmdastjórnar ESB og því er við hæfi að líta yfir stöðuna á þessari sameiginlegu vegferð. Stefnumál og laga- umgjörð Íslands og Evrópusam- bandsins eru um margt lík og hag- kerfi okkar eru vel samþætt. Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu hefur skapað sterk tengsl og Ísland hefur rótgróna pólitíska stefnu og stjórn- sýslulega getu sem líkist mjög því sem finna má innan Evrópusam- bandsins. Ástandið á Íslandi fer nú batnandi, þökk sé afgerandi aðgerð- um í efnahagsmálum sem og árang- ursríkri samvinnu við AGS. Möguleg aðild að ESB getur reynst aukinn hvati fyrir íslenska hagkerfið. Aðild að ESB getur liðk- að fyrir erlendri fjárfestingu með til- heyrandi tækifærum, tækni og atvinnu og opnað nýja markaði. Þó að evrusvæðið eigi réttilega í erfiðleikum um þessar mundir þá er evran einn sterkasti gjaldmiðill heims og heldur áfram að vera til hagsbóta fyrir þau lönd sem nota hana. Allt getur þetta þjón- að íslenska hagkerfinu sem að megninu til byggist á viðskiptum við lönd Evrópusambandsins. Við erum nú að hefja krefjandi hluta aðildarviðræðna þar sem mál- efni á borð við fiskveiðar, landbúnað, matvælaöryggi og umhverfismál verða rædd. Þetta eru viðkvæmir málaflokkar sem fela í sér áskorun fyrir báða samningsaðila. Það er mikilvægt að við nýtum hið góða samstarf okkar til að takast sameig- inlega á við þá áskorun. Ég er full- viss um að við getum tekið tillit til sérstöðu Íslands og væntinga innan núverandi ramma samninga- viðræðna og í fullu samræmi við meginreglur og lög ESB. Þannig sköpum við lausnir sem gagnast báðum aðilum og eru öllum til hags- bóta. Stuðningur almennings við inn- göngu í ESB er frumskilyrði. Ég fagna því aðgerðum ríkisstjórnar Ís- lands og Alþingis til að fræða fólk um Evrópusambandið og samn- ingaferlið. Ég vona að með því megi eyða bæði ranghugmyndum og ótta í garð sambandsins. Upplýs- ingaskrifstofa ESB á Íslandi, sem opnuð verður í Reykjavík innan nokkurra vikna, mun einnig taka þátt í því starfi. Gagnsætt og opið samningaferli er eina leiðin til nið- urstöðu sem er hagkvæm fyrir bæði Ísland og Evrópusambandið. Samvinna í átt að gagnkvæmum ávinningi Eftir Stefan Füle Stefan Füle »Ég er fullviss um að við getum tekið tillit til sérstöðu Íslands og væntinga innan núver- andi ramma samninga- viðræðna… Höfundur er framkvæmdastjóri stækkunar- og nágrannastefnu ESB. Vandræði Vestmannaeyinga halda áfram, danskir verkfræðingar, danskt dæluskip. Bilað. Það er ekkert nýtt, að sandur safnist fyrir ná- lægt höfnum sem gerðar eru á sand- strönd. Verkfræð- ingar Vita- málaskrifsofunnar hafa sýnt mikið hugrekki með því að hafa ráðist í þetta vandasama verkefni. Fyrir nokkrum áratugum rannsök- uðu verkfræðingasveitir bandaríska landhersins sandburð á ströndum Bandaríkjanna. Niðurstöðurnar voru settar upp í línurit sem sýndi að sand- burðurinn var annars veldis fall af hæð brotöldunnar. Einfaldað segir þetta, að ef með- albrotaldan er einn metri þá verður sandburðurinn 1000 rúmmetrar á ári, ef brotaldan er 2 m verður sandburð- urinn 4000 rúmmetrar á ári. Yfirfært á Landeyjasand benda þessar niðurstöður Bandaríkjamanna til þess að sandburðurinn sé u.þ.b. ein milljón rúmmetrar á ári. Danska skipið Dragör, strandaði þarna við sandinn árið 1918 og er nú 300 metra frá fjöruborði. Það gefur til kynna að ströndin fær- ist út um þrjá metra á ári að jafnaði. Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli er útfærslan eitthvað meiri nú. Grein úr Golfstraumnum liggur milli lands og Eyja, svigkraftur jarðar þvingar sjóinn upp að suðurströndinni og með henni til vesturs. Fallstraumur leggst mismunandi mikið við þá fram- angreindu. Margar leiðir eru mögulegar til að leysa þetta. Tvær eru mikið notaðar: A. Dæla sandinum framhjá höfninni. B. Gera leiðigarð sem beinir sand- inum til vesturs. A. Til að dæla þessum sandi er heppilegast að nota rafknúna dælu, ca. 1000 kw. Svoleiðis dæla, notuð, var til sölu í Florida fyrir ári, ásett verð var USD 490 000, sem segir að ný dæla kostar ca. milljón dollara. Yrði dæluleiðin valin er heppilegt að nota 5 dælur, ca. 200 kw hverja. Til að spara rafmagn er hugsanlegt að dæla sandinum út á 15 m dýpi. Framhjá (bypassing) dæling hefur verið notuð í áratugi við Madrashöfn á Indlandi með ágætum árangri. B. Hollendingar hafa gert leiðigarða til þess að beina sandi framhjá sínum hafnarmynnum. Fyrir fjörutíu árum voru gerðir leiðigarðar við Scheveningen-höfn í Hollandi. Er ekki dýrt að gera svona garða? Danskir bændur nota hrís til að hamla sandburði. Við gætum notað hraun, flutt það frá Vestmannaeyjum með dýpkunarprömmum og sturtað því á botninn í garðlínuna. Fljótlega mettast hraunið af sandi og þegar fyrsta lagið er mettað, er næsta lagi bætt við. Áður en ráðist er í svona þarf að prófa aðferðina. Eyjamenn eiga ágætan innsæis- verkfræðing, sem er Árni Johnsen, er hér með lagt til að hann útvegi fjár- magn frá fiskvinnslustöðvum í Vest- mannaeyjum og geri frumgerð af svona garði fyrir austan Landeyja- höfn. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur. Vandræði Frá Gesti Gunnarssyni Gestur Gunnarsson Á meðan eldri kynslóðin hverfur af sjónarsviðinu og safnast til feðra sinna og mæðra í Sólarlandinu hand- an við móðuna miklu eru börn mann- anna að umbreyt- ast. Ástæðan er sú, að þau eru alin upp af tölvum og for- rituð fyrir lífið af hjartalausum og tilfinningalausum tölvuheilum. Afar og ömmur lifa orðið sína síð- ustu daga í heimi minninganna, að- skilin frá sínum nánustu, lokuð af frá andans auði hins mannlega samfélags vinnuþræla og tölvusjúklinga. Fjársjóðir öldunganna, hjörtun, sem lifað hafa og þroskast í heila öld í gleði og sorg, fara forgörðum dag eft- ir dag, á meðan nýjar kynslóðir af- myndast líkamlega og andlega fram- an við tölvuskjái; vannærðar og vanþroska. Að gera tölvur og heimabíóin að fósturöfum og fósturömmum tekur sinn toll af ungu kynslóðunum. Mann- legi þátturinn hefur vikið fyrir sýnd- arveruleika tölvuheimsins og ómann- eskjulegum samskiptum manna og tölva. Lífspeki dýrmætra öldunga er urð- uð við fráfall eldri kynslóðanna í stað- inn fyrir að fá að spíra á ný og vaxa í lífsandans mold, í hjörtum nýrra af- komenda. Auður íslenskra öldunga er mikill fjársjóður, dýrmæt auðlind, sem þarf að nýta. Hinum sanna þjóðararfi, sem liggur ónýttur í kærleikshjörtum gamla fólksins, sem safnað hefur visku, speki og umhyggju í áratugi þarf að sá í hugi og hjörtu barnanna. Það er gert með samverustundum afa og ömmu og að hætti lífstíls fyrri tíma, á meðan tölvur voru ekki farnar að skemma eðlileg og mannbætandi sam- skipti manna á meðal, eins og raunin er orðin í dag. EINAR INGVI MAGNÚSSON, áhugamaður um samfélagsmál. Auður öldunga Frá Einari Ingva Magnússyni Einar Ingvi Magnússon NÝR ÞÁTTUR Á FÖSTUDÖGUM Í MBL SJÓNVARPI! JÓLIN ERU KOMIN HJÁ OKKUR! www.rumfatalagerinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.