Morgunblaðið - 14.10.2011, Side 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011
Eftirtaldar kvikmyndir verða frum-
sýndar í dag í kvikmyndahúsum hér
á landi.
Hetjur Valhallar - Þór
Fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri
lengd og stærsta kvikmyndaverk-
efni sem ráðist hefur verið í hér á
landi. Í myndinni segir af hinum
unga Þór sem dreymir um frægð og
frama á vígvellinum, fjarri járn-
smiðju móður sinnar. Sagan segir að
hann sé sonur sjálfs Óðins, konungs
guðanna og þess vegna trúa því allir
að Óðinn muni vernda Þór og þorp
hans fyrir jötnum og öðrum illum
öflum. Drottning Undirheima, Hel,
bruggar ráð gegn mönnum og guð-
um en þá fær Þór í hendurnar öfl-
ugasta vopn veraldar, hamarinn
Mjölni.
Myndin verður sýnd í 24 sýning-
arsölum á ellefu stöðum vítt og
breitt um landið. Leikstjóri mynd-
arinnar er Óskar Jónasson en aðal-
framleiðslufyrirtæki myndarinnar
er CAOZ.
Borgríki
Nýjasta kvikmynd leikstjórans Ólafs
de Fleur Jóhannessonar. Nútíma
glæpasaga úr reykvískum raunveru-
leika sem segir frá serbneskum bif-
vélavirkja sem missir ófætt barn sitt
í árás. Í hefndaraðgerðum hans
tvinnast örlög hans saman við lög-
reglukonu sem ýtt er út á ystu nöf,
spilltan yfirmann hennar í fíkniefna-
deild lögreglunnar og glæpakóng
sem er að missa tökin á veldi sínu. Í
aðalhlutverkum í Borgríki eru Ingv-
ar E. Sigurðsson, Ágústa Eva Er-
lendsdóttir, Sigurður Sigurjónsson
og Zlatko Krickic.
Footloose
Endurgerð á samnefndri kvikmynd
frá árinu 1984. Í henni segir af ung-
um manni, Ren McCormack, sem er
skikkaður til að búa með frændfólki
sínu í smábæ þar sem bann hefur
verið lagt á rokktónlist og dansleiki.
McCormack er dansfimur mjög og
getur ekki sætt sig við bannið. Leik-
stjóri er Craig Brewer og með aðal-
hlutverk fara Kenny Wormald,
Dennis Quaid og Julianne Hough.
Rotten Tomatoes: 72%
Bangsímon
Guli bangsinn sísvangi, Bangsímon,
snýr aftur ásamt vinum sínum í
Hundraðmetraskógi. Bangsímon
lendir sem fyrr í vandræðum í leit
sinni að hunangi og misskilur bréf
frá vini sínum Robin, heldur að hon-
um hafi verið rænt. Leikstjóri er
Don Hall.
Rotten Tomatoes: 91%
La piel que habito
Nýjasta verk spænska leikstjórans
Pedro Almodóvar. Antonio Bande-
ras fer með hlutverk lýtalæknis, Ro-
berts, sem hefur náð þeim áfanga að
búa til nýja tegund af húð sem ekki
er hægt að brenna og hefur gert til-
raunir sínar á ungri konu sem hann
heldur fanginni. En hver er þessi
unga kona? Það er ráðgáta.
Auk Banderas fara með helstu hlut-
verk Marisa Paredes, Elena Anaya
og Jan Cornet.
Rotten Tomatoes: 79%
Bíófrumsýningar
Tvær íslenskar frumsýndar
Þrumustuð Úr fyrstu íslensku teiknimyndinni í fullri lengd, Hetjur Valhall-
ar - Þór. Yfir sjö ár eru liðin frá því þróunarvinna hófst við myndina.
Nýjasta kvikmynd Woodys Allens,
Midnight in Paris, verður frumsýnd
í Bíó Paradís í dag en hún segir af
handritshöfundinum Gil og kærustu
hans Inez sem verja fríi sínu í París.
Gil vinnur að sinni fyrstu skáldsögu
en Inez hefur lítinn áhuga á því. Gil
fær óvænt uppfyllta ósk sína um að
ferðast aftur í tímann til þriðja ára-
tugarins, sögusviðs skáldsögu sinnar
og hittir þar fyrir fjölda frægra lista-
manna og rithöfunda sem veita hon-
um margvíslegar ráðleggingar. Með
aðalhlutverk í myndinni fara Owen
Wilson, Rachel McAdams og Marion
Coutillard. Myndin fær 93% á Rot-
ten Tomatoes. Heimildarmyndin
Paradox, eftir Hafstein Gunnar Sig-
urðsson og Sigurð Skúlason verður
einnig frumsýnd í dag í Bíó Paradís.
Hún segir frá því þegar Sigurður lék
í sinni fyrstu kvikmynd árið 1967,
stuttmyndinni Paradox, sem var
aldrei kláruð. Á vef kvikmyndahúss-
ins segir að minningin um gerð
myndarinnar hafi sótt á Sigurð og
nær hálfri öld síðar hafi tveir ungir
menn, Kristján Loðmfjörð klippari
og Daníel Bjarnason tónskáld, verið
fengnir til að ljúka verkinu. Myndin
var sýnd á heimildarmyndahátíðinni
Skjaldborg á Patreksfirði í sumar.
París Úr Midnight in Paris, nýjustu kvikmynd Woody Allen.
Tímaflakk í Bíó Paradís
Ný hljómplata hljómsveitarinnar
Reykjavík! kemur út í dag og ber
hún titilinn Locust Sounds. Um
þriggja ára vinna liggur að baki
plötunni, þó með hléum og hefur
hún að geyma 14 lög. Platan var
tekin upp í Sundlauginni og stýrði
upptökum þar Birgir Jón Birgisson.
Í bráðsmellnum tölvupósti frá gít-
arleikara Reykjavíkur! kemur fram
að kápuna hafi hannað listakonan
Inga María Brynjarsdóttir og plat-
an sé gefin út í samstarfi við Kimi
Records sem sjái um dreifingu.
Baldvin Esra, framkvæmdastjóri
Kima, elski Reykjavík! svo heitt að
hann hafi fengið sér húðflúr með
merki hljómsveitarinnar á fram-
handlegginn, eins og sjá má á með-
fylgjandi mynd en þrír meðlimir
hljómsveitarinnar bera slíkt flúr.
Þá er þess getið að Mr. Silla, liðs-
menn FM Belfast, Erna Ómars,
Lotta og Mæja og Mugison syngi
bakraddir á plötunni, að Reykjavík!
muni spila í Japan og Ástralíu á
næsta ári og að söngurinn á plöt-
unni hafi verið tekinn upp á leyni-
stað. 300 eintök af plötunni hafa
verið gerð sérstaklega fyrir Iceland
Airwaves og munu „venjuleg ein-
tök“ koma út síðar.
Flúr Umslag plötunnar t.v. og Baldvin Esra með húðflúrið góða.
Locust Sounds og húðflúr Baldvins
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
BORGRÍKI ÍSL TAL Sýnd kl. 4 - 6 - 8 - 10
ÞÓR 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 (1000 kr.) - 6
JOHNNY ENGLISH REBORN Sýnd kl. 4 (700 kr.) - 6 - 8
KILLER ELITE Sýnd kl. 8 - 10:15
ABDUCTION Sýnd kl. 10:15
ÞRÆLMÖGNUÐ
SPENNUMYND
Í ANDA BOURNE
MYNDANNA MEÐ
TAYLOR LAUTHER
ÚR TWILIGHT ÞRÍLEIKNUM
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM SIGURJÓNI SIG HVATSSYNI
KEMUR ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND
HLAÐIN STÓRLEIKURUM
NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND
Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA
HVERSU LANGT MYNDIR
ÞÚ GANGA FYRIR ÞANN
SEM ÞÚ ELSKAR?
Fyrsta
íslenska
teiknimyndin
í fullri lengd
og 3-D
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
ROWAN ATKINSON
HHH
- K.I. -PRESSAN.IS
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKT R MEÐ RAUÐU
Frábær
skemmtun
fyrir alla fjölskylduna!
VIÐAMESTA FRUMSÝNING ÍSLANDSSÖGUNNAR!
FYRSTA ÍSLENSKA TEIKNIMYNDIN Í FULLRI LENGD OG 3-D.
FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA!
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
ÞÓR 3D / 2D KL. 6 L
KILLER ELITE KL. 10 16
BORGRÍKI KL. 8 - 10 14
ELDFJALL KL. 8 L
ÞÓR 3D ÍSL.TAL KL. 5.50 L
BORGRÍKI KL. 8 - 10 14
MIDNIGHT IN PARIS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
WHAT´S YOUR NUMBER KL. 5.40 - 8 12
ELDFJALL KL. 5.45 - 8 - 10.15 L
ABDUCTION KL. 10.30 12
ÞÓR 3D ÍSL. TAL KL. 3.40 - 5.50 L
ÞÓR 3D LÚXUS ÍSL. TAL KL. 3.40 - 5.50 L
ÞÓR 3D ENSKT TAL KL. 8 L
ÞÓR 2D ÍSL. TAL KL. 3.40 - 5.50 L
BORGRÍKI KL. 6 - 8 - 10 14
BORGRÍKI LÚXUS KL. 8 - 10 14
WHAT´S YOUR NUMBER KL. 8 - 10.20 12
KILLER ELITE KL. 8 - 10.30 16
RAUÐHETTA 2 3D ÍSL.TAL KL. 3.40 L
JOHNNY ENGLISH REBORN KL. 5.45 - 10.15 7
STRUMPARNIR 3D ÍSL.TAL KL.3.30 L