Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GLEÐILEG JÓL PABBI! JÁ PABBI MINN, ÉG SETTI FROSTLÖG Á BÍLINN GAMAN AÐ HEYRA Í ÞÉR SÖMULEIÐIS PABBAR HAFA ÞAÐ STUTT OG LAGGOTT SVONA, VARLEGA FARIÐ VARLEGA Í STIG- ANUM! EKKI MISSA ÞETTA, ANNARS BROTNAR ÞAÐ VAND- RÆÐALEGT! FERÐU ALDREI MEÐ FLÖSKURNAR Í ENDUR- VINNSLU? VIÐ TÖPUÐUM ORUSTUNNI, EN VIÐ BÖRÐUMST DRENGILEGA ÉG HELD AÐ ÞAÐ HAFI VERIÐ VANDAMÁLIÐ NÆST ÆTTUM VIÐ AÐ BERJAST ÓDRENGILEGA! SVO ÞÉR TÓKST AÐ FÁ SÆTU FEDEX STELPUNA TIL AÐ FARA ÚT AÐ BORÐA MEÐ ÞÉR? JÁ, HÚN SAGÐI MÉR AÐ BÍÐA FYRIR UTAN ÞANGAÐ TIL HÚN KÆMI AÐ SÆKJA MIG HVENÆR SAGÐIST HÚN ÆTLA AÐ KOMA AÐ SÆKJA ÞIG? EINHVERN TÍMANN Á MILLI TÓLF OG FJÖGUR GAMAN AÐ SJÁ ÞIG FRÚ ARDEN. ERTU TILBÚIN KATA MÍN? ÆTLI ÞAÐ EKKI ÞAÐ GLEÐUR MIG... ...ÞVÍ ALLUR BEKKURINN ER MJÖG SPENNTUR AÐ HEYRA UM FJÖLSKYLDUHEFÐIR GYÐINGA ER ALLT Í LAGI MEÐ ÞIG!? MARTA, ER ÞETTA EKKI...? HVER ER ÞETTA? ÞETTA ER MARY JANE PARKER, HÚN LEIKUR Í LEIKRITI HÉR Í BÆNUM ÞAÐ ER GOTT AÐ VITA Æra sakborninga Guðmundar- og Geir- finnsmál frá 8. áratug sl. aldar eru enn í brennidepli. Ég hef ekki lagt í vana minn að láta í ljós ánægju með störf ráðherra Vinstri grænna í rík- isstjórn enda hefur frammistaða þeirra ekki verið upp á marga fiska, reyndar hefur hún verið fyrir neðan allar hellur. Því meiri ástæða er til að lýsa yfir stuðningi við innanríkisráðherra fyrir að skipa 3ja manna nefnd val- inkunnra Íslendinga til að fara ofan í saumana á Guð- mundar- og Geirfinns- máli til að komast að því sanna og rétta í þessu umfangsmikla sakamáli 20. aldar. Sakborningar í þess- um málum eiga skilið að æra þeirra og mannorð sé hreinsað vegna þess að játn- ingar þeirra fengust að öllum líkindum með harðræði í gæslu- varðhaldi. Sigurður Guðjón Haraldsson. Ást er… … að dreyma að hann sé hjá þér. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Bingó kl. 13.30. Boðinn | Vatnsleikfimi kl. 9.15 (lok.hóp.). Bólstaðarhlíð 43 | Kerti kl. 9, handa- vinna. Haustfagnaður kl. 16. Dalbraut 18-20 | Söngstund kl. 14. Félag eldri borgara í Kópavogi | Gleði- gjafarnir í Gullsmára kl. 14. Sturla stjórn- ar. Op. hús í Félagsh. Boðanum 15. okt. kl. 14. Upplestur. Guðrún Erla spilar á gítar. Hljómsveit Ingvars, Valda og Rúnu leikur. Félagsvist í Gullsmára mán. kl. 20 og Gjábakka mið. kl. 13, fös. kl. 20. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur sun. kl. 20. Hljómsveitin Arizona. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.15, málm/silfursmíði kl. 9.30/13, jóga kl. 10.50 og félagsvist kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn. kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10. Leikfimi kl. 10.30, Gleðigjafarnir kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 11/12, leðursaum./ félagsv. kl. 13, kaffihlaðb. kl. 14, dansiball í Jónshús kl. 21, Grétar Örvarsson leikur. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Kaffispjall í krók kl. 10.30. Jóga Skólabraut kl. 11. Spilað í krók kl. 13.30. Syngjum saman kl. 14. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, ma. bókband frá hád. Prjónakaffi kl. 10. Stafganga/létt ganga kl. 10.30. Frá hád. spilasalur opinn. Kóræf. kl. 12.30, nýir félagar velkomnir. Furugerði 1, félagsstarf | Útskurður/ smíðar kl 9. Bingó kl. 14. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9. Hraunsel | Tréskurður kl. 10, leikfimi Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 13, næsti dansleikur 21. okt. Haukur Ingibergs. leikur. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9/10. Vinnustofa kl. 9 án leiðb. Fatakynning kl. 13.30. Ragnar Bergsson við píanóið kl. 14, kaffisala. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Gönuhlaup/Thaichi kl. 9. Lista- smiðjan kl. 9 - myndlist. Gáfumannakaffi kl. 15. Hæðargarðsbíó kl. 16. Norðurbrún 1 | Myndlist/útskurður kl. 9. Guðsþjónusta kl. 14. Vesturgata 7 | Kaffi/dagblöð kl. 9, enska kl. 10.15, tölvuk. kl. 12.30, sungið v/flygil kl. 13.30, tölvuk. frh. kl. 14.15. Dansað kl. 14.30. Veislukaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, leirm/handav. kl. 9, morgunst. kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15, bingó kl. 13.30. Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 13.30. Hér í Vísnahorni rifjaði ég uppnokkrar stökur eftir Matthías Jochumsson og ekki skrítið kannski, því að enga bók handfjalla ég jafnoft og Ljóðmæli Matthíasar. Kannski er hann öruggastur allra íslenskra skálda í ljóðmálinu, fornu og nýju, enginn hefur næmari til- finningu fyrir hljómfalli eða stuðla- setningu. Og enginn hefur bjartari boðskap að bjóða. Með þennan þanka set ég á blað stökur og vísur eftir Matthías. Hann náði 85 ára aldri og má vera að þessi staka sé sjálfsáminning: Ven þig á, er Elli grá allt vill frá þér taka, gæðin smáu glaðri brá gefðu þá til baka. Þessa stöku þekkja flestir: Bráðum kveð ég fólk og frón, fer í mína kistu – rétt að segja sama flón sem ég var í fyrstu! Þetta stuðlafall er þörf áminning nú sem aldrei fyrr: Víst er nauð að vanta brauð að éta; en verra en dauðans væmin skál að vanta auð fyrir hjarta og sál! Léttleiki og gamansemi er hon- um fyrirhafnarlaus: Hver sem á himneska auðinn frá honum stelur ei dauðinn; þó eigi hann ekki á sig kjólinn ´ er hann samt ríkari en sólin. Samúð til alls sem lifir er honum eiginleg. Örn er ýmist karlkyns eða kvenkyns fyrir vestan og dæmi um hvort tveggja í ljóðum Matthíasar. Heyrði ég móður hugga börn hjartaljóði fínu og sama hljóðið særða örn syngja jóði sínu Vel mætti þessi staka verða fjöl- miðlafólki og bloggurum til um- hugsunar: Skammkell fór að skrifa blað, skjögraði hlöðukálfur; Lyga-Mörð að letra blað léðı́onum Fjandinn sjálfur „Já, margt dettur nú ykkur skáldunum í hug,“ sagði kerlingin: Því illa má ei alveg glata og árinn gamli er meira en hró, því sá, sem allir – allir hata er eitthvað þó. Að lokum kemur hér ein skamm- degisstaka: Lífið er grimmt; löngum þess kjör eins og skammdegi dimmt; nákuldi næðir um hólinn; nær koma jólin? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Svo kvað Matthías - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.