Morgunblaðið - 15.10.2011, Side 44

Morgunblaðið - 15.10.2011, Side 44
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 288. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Á tánum vegna Kötlu 2. Ástæðan fyrir að Jobs var … 3. Fékk bílinn borgaðan tvisvar 4. Í einangrunarklefa í 27 ár  Hljómsveitin Todmobile gefur út nýja plötu, 7, hinn 10. nóvember næstkomandi. Nýir meðlimir eru gengnir til liðs við hana og nýtt lag er komið í spilun, „Sjúklegt sjóv“. Glæný Todmobile stígur fram  Hannes Sig- urðsson, listfræð- ingur og for- stöðumaður Listasafnsins á Akureyri, hefur verið ráðinn for- stöðumaður nýrr- ar sjónlista- miðstöðvar í Listagilinu á Akureyri. Sjónlistamiðstöðin verður til með sameiningu Menningarmiðstöðv- arinnar í Listagili og Listasafnsins á Akureyri. Hannes mun stýra sjónlistamiðstöð  Vigdís Finnbogadóttir hlýtur Heið- urspening Alliance française á ald- arafmæli þess hinn 16. október. Við þetta tækifæri afhendir Jean- Claude Jacq, aðalritari Fondation Alliance française í París og æðsti maður Alli- ance française á heimsvísu, Vig- dísi Finn- bogadóttur Heiðurspen- ing Alliance française. Alliance française heiðrar Vigdísi FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt 8-13 m/s og skúrir, en þurrt að kalla norðan- og aust- anlands. Hægari vindur í kvöld. Hiti 4 til 11 stig. Á sunnudag Norðaustan 13-20 m/s um landið norðvestanvert og snjókoma eða slydda, en mun hægari austlæg átt sunnan- og austantil. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag og þriðjudag Hvöss norðan- eða norðaustanátt og snjókoma eða éljagang- ur fyrir norðan og austan en annars bjart með köflum. Kólnandi veður. Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH í fótboltanum, segir að það sé einn af ljósu punktum sumarsins að hann skyldi verða efstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins. „Það fylgjast allir með einkunnagjöfinni og mönnum finnst gaman að ræða málin hvað þetta varðar,“ segir Matthías sem stefnir á atvinnumennsku og telur sig tilbúinn í þann slag. »2-3 Einn af ljósu punkt- unum á sumrinu Sextán ára Valsstúlka er komin á Ameríkuleikana í Mexíkó þar sem hún spilar með A-landsliði Bandaríkj- anna í handknattleik. Morg- an Þorkelsdóttir skoraði sex mörk í síðasta æfingaleik liðsins en í dag tekur alvar- an við og Morgan og sam- herjar stefna að því að ná sem lengst og berjast um sæti á Ólympíuleikunum í London. »3 Sextán ára og stefnir á ÓL Fanney Lind Guðmundsdóttir, 22 ára Hvergerðingur, er orðin atvinnumað- ur í körfubolta í Frakklandi. Hún fær „au pair“ til að gæta fjögurra ára gamallar dóttur sinnar á meðan hún æfir. „Hér er engin enska töluð og ég hlusta á þjálfarann gefa skipanir á frönsku á öll- um æfingum og reyni svo að finna út hvað hann var að segja,“ segir Fanney í við- tali við Morgun- blaðið. »3 Reynir að finna út hvað þjálfarinn segir Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Mér líður ekki eins og þetta sé ein- hver sigur; niðurstaðan er mér eng- inn léttir. Það hefur verið vitað að mistök voru gerð en samt er rosa- lega erfitt að heyra það loks við- urkennt formlega,“ segir Hanna Lára Magnúsdóttir, móðir 18 ára drengs sem í vikunni voru dæmdar rúmar 30 milljónir króna í skaða- bætur frá ríkinu vegna mistaka á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Arnar Þór Stefánsson var ellefu ára þegar hann fór í aðgerð á FSA og lenti í kjölfarið í öndunarstoppi og síðan hjartastoppi, í hálfa klukkustund, og vegna súrefnis- skorts urðu heilaskemmdir það miklar að hann er 100% öryrki, bundinn hjólastól, verulega spast- ískur, sér mjög illa og tjáir sig ekki. Bótaupphæðin gæti hugsanlega náð um það bil 40 milljónum króna með vöxtum, en það samsvarar því að Arnar fengi greiddar 80 þúsund krónur á mánuði til 58 ára aldurs. Það þykir móðurinni ekki mikið, en þetta eru hæstu mögulegar bætur skv. taxta ríkisins. Foreldrar Arnars Þórs segja pen- ingana ekki skipta meginmáli og Hanna bendir á að engin fjárhæð gæti bætt syni hennar skaðann. „Það er ekki hægt að verðleggja líf- ið. Addi nær sér aldrei. Líf hans er ónýtt,“ segir hún. „Aðalatriðið fyrir okkur var að fá að vita hvað gerðist; hvers vegna Addi lenti í hjartastoppi, en það kemur ekki fram,“ segir Stefán Rögnvaldsson, faðir Arnars Þórs, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Sjúkrahúsið á Akureyri hafnaði því á sínum tíma að greiða hjón- unum bætur og var vísað til skýrslu embættis landlæknis um málið, þar sem fram kemur að útilokað sé að segja að einn þáttur öðrum fremur hafi óyggjandi haft úrslitaþýðingu. Þess vegna var farið í mál við ríkið á sínum tíma. Arnar er í stífri sjúkraþjálfun og foreldrar hans gera hvað þau geta til þess að gera honum lífið bæri- legt. „Við dröslum honum um allt. Hann fær ekki að sitja einhvers staðar úti í horni og láta sér leið- ast,“ segir Stefán. Arnar er harður stuðningsmaður enska knatt- spyrnufélagsins Liverpool og fjöl- skyldan fór einmitt utan á leik í vor. Þá er Addi tíður gestur á tónleikum á Akureyri. Rætt er við Hönnu Lára og Stefán í Sunnudagsmogganum. Gaman Feðgarnir Arnar Þór og Stefán Rögnvaldsson á Anfield Road, heimavelli Liverpool, á síðastliðnu vori. Líður ekki eins og þetta sé einhvers konar sigur  Átján ára dreng dæmdar 30 milljónir vegna mistaka á FSA „Ég get ekki sagt að ég sé sérfræð- ingur í íslenskri knattspyrnu um þessar mundir. Ef þú hefðir spurt mig fyrir nokkrum árum, þegar við mættum Íslendingum í tveimur leikj- um, hefði ég getað svarað öllum spurningum þínum um íslenska landsliðið. Ég hef hins vegar sex mánuði til að hitta leikmennina og sjá þá spila. Vonandi munum við einnig fá tvo eða þrjá vináttulandsleiki á þeim tíma. Ég mun leggjast yfir alla landsleiki Íslands síðustu tvö árin að minnsta kosti. Þegar kemur að fyrsta leik Íslands í stórmóti undir minni stjórn, þá lofa ég þér því að ég mun vita allt um íslenska knattspyrnu- menn,“ sagði nýráðinn landsliðsþjálf- ari karla í knattspyrnu, Lars Lag- erbäck, þegar Morgunblaðið tók hann tali á blaðamannafundi í höf- uðstöðvum KSÍ í Laugardal í gær. Lagerbäck er 63 ára gamall Svíi og hefur þjálfað hjá sænska knatt- spyrnusambandinu nánast allan sinn feril. Hann kom sænska landsliðinu fimm sinnum í röð í lokakeppni EM og HM 2000-2008. Hann stýrði Níg- eríu í lokakeppni HM á síðasta ári. » Íþróttir Morgunblaðið/Ómar Svíinn Lars Lagerbäck landsliðs- þjálfari á blaðamannafundi í gær. Leggst yfir alla landsleiki  Lars Lagerbäck tekinn við landsliðinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.