Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Tignarlegar Þessar ungu ballettnámsmeyjar vita að ballett gengur út á rétta líkamsbeitingu og fallegar hreyfingar. Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Bryndís Einarsdóttir, ball-ettmeistari og eigandilistdansskólans, fluttiaftur til æskustöðvanna árið 2008 eftir 15 ára dvöl við nám og störf í Ameríku, Englandi og Japan. Henni var mikið í mun að bjóða upp á ballett- og nútíma- danskennslu á Suðurnesjum og opnaði Bryn-ballettakademíuna haustið 2008. Í þau rúmu þrjú ár sem skólinn hefur verið starf- ræktur hefur henni tekist að byggja hann þannig upp að á döf- inni er námsframboð á listdans- braut, bæði í klassískum ballett og nútímalistdansi, samkvæmt aðal- námskrá listdansskóla og fram- haldsskóla í listdansi frá 2006. Þróunin ævintýri líkust Skólinn er til húsa í fyrrver- andi skotfærageymslu varnarliðs- ins á Ásbrú, sem Bryndís og til- vonandi eiginmaður hennar, Daniel Coaten, hafa breytt á skemmti- legan hátt. Enn á ný standa þau í breytingum því nú þarf skólinn meira rými undir fleiri nemendur. „Við höfum verið með einn aðalsal og fyrir stuttu tókum við annan minni í notkun. En til þess að geta boðið upp á listdansnám í sam- ræmi við aðalnámskrá þurfum við að bæta við einum sal enn. Sá sal- ur verður í þriðja bragganum sem Framhaldsnám í list- dansi orðið að veruleika Bryn-ballettakademían er eini listdansskólinn á landsbyggðinni sem fengið hefur viðurkenningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að kenna listdans á grunn- og framhaldsskólastigi. Brátt kemur sú tíð að fólk fer að huga að jólagjöfum. Þá getur verið þægi- legt að geta keypt eitthvað fyrir alla á einum stað. Vefsíðan gjafatorg.is er ný af nálinni en þar eru til sölu yfir 40 fjölbreytt gjafakort frá mörgum af þekktustu fyrirtækjum og vörumerkj- um landsins á sínu sviði. Á vefsíðu Gjafatorgs, www.gjafa- torg.is, er notendum auðveldað valið við leit að réttu gjöfinni, hvert sem tilefnið er og hver sem viðtakandinn er. Þeir óákveðnu geta einnig nýtt sér gjafakort Gjafatorgs og gefið þannig viðtakandanum kost á að velja það gjafakort sem hann helst kýs á vef- síðunni. Eigendur vefsíðunnar eru þeir Hermann Guðmundsson og Ari Steinarsson sem vilja með þessari nýjung anna aukinni eftirspurn eftir gjafakortum hérlendis. En sú þróun fylgir eftir vinsældum bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu. Vefsíðan www.gjafatorg.is Jólagjafir Þægilegt er að geta keypt allar gjafirnar á einum stað. Gjafir fyrir alla á einum stað Morgunblaðið/Árni Sæberg Í kvöld verður fyrsta upplestrarkvöld Forlagsins haldið á Café Rosenberg, og hefst klukkan 21. Þeir rithöfundar sem ríða á vaðið eru þeir bræður Hallgrímur og Gunnar Helgasynir, Ragna Sigurðardóttir, Stefán Máni, Elín Hirst og Guðrún Ebba, Bryndís Björgvinsdóttir, Arndís Þórarins- dóttir og Haukur Ingvarsson. Í boði verður konfekt og hundrað fyrstu gestirnir fá frían drykk. Aðgangur er ókeypis en alls verða haldin fjögur slík kvöld og munu sex til átta höfundar kynna verk sín hvert kvöld. Ættu flestir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Endilega … … gæðið ykkur á bókakonfekti Morgunblaðið/Ómar Úrval Mikil bókaútgáfa er fyrir jólin. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ný matvælalöggjöf um hollustuhætti og eftirlit á Evrópska efnahagssvæð- inu tók gildi á Íslandi 1. mars 2010 fyrir fóður- og matvælafyrirtæki nema fyrirtæki sem vinna afurðir úr búfjárafurðum. Sá hluti löggjafar- innar sem snýr að búfjárafurðum kemur til framkvæmda 1. nóvember nk. Á sama tíma verður umdæmis- skrifstofum Matvælastofnunar fækk- að úr fjórtán í sex. Breytingar verða gerðar á opinberu eftirliti héraðs- dýralækna og dýralæknaþjónustu til að koma í veg fyrir hugsanlega hags- munaárekstra. Það verður gert með því að aðskilja opinbert eftirlit hér- aðsdýralækna frá almennri dýra- læknaþjónustu. Þessar lagabreyting- ar munu hafa áhrif á þá sem rækta fóður og framleiða og/eða dreifa dýra- afurðum. Lögin ná til bænda sem ala dýr og þeirra sem rækta, nota eða dreifa grænmeti til manneldis eða korni og grasi til fóðurgerðar. Markmið löggjafarinnar eru meðal annars að tryggja rekjanleika mat- væla og fóðurs og að afurðir á mark- aði uppfylli gæða- og heilnæm- iskröfur. Henni er ætlað að ná yfir alla matvælaframleiðslu frá haga til maga með nauðsynlegum skrán- ingum og varúðarráðstöfunum á öll- um stigum framleiðslunnar. Hvað þýðir þetta fyrir bændur? Til þess að ná yfir alla fæðukeðjuna frá haga til maga gerir löggjöfin einnig kröfur til frumframleiðenda. Bændur og rækt- endur sem frumframleiðendur þurfa að virða góða hollustuhætti og annast sinn rekstur eins og löggjöfin gerir ráð fyrir. Þetta þýðir að bændur þurfa að uppfylla hreinlætiskröfur og hafa stjórn á hættum. Margar af þessum reglum er þegar að finna í gildandi aðbúnaðarreglugerðum en hafa nú verið sameinaðar í eina mat- vælalöggjöf sem nær yfir allar búfjár- tegundir. Í nýrri löggjöf er öryggi matvæla á ábyrgð framleiðenda og ber þeim að sýna fram á að viðeigandi ráðstafanir séu gerðar m.t.t. mat- vælaöryggis. Skv. nýrri löggjöf skulu bændur sem ala dýr m.a.:  tryggja heilbrigði og velferð dýra og tryggja hreinleika og þrifnað í framleiðslu  hindra mengun af völdum húsdýra og meindýra  koma í veg fyrir að jarðvegur, dýra- lyf, úrgangur, skordýraeitur, fóður eða óhreint vatn mengi matvæli  halda dýrum hreinum sem ætluð eru til slátrunar og einstaklings- merkja búfé  taka tillit til rannsóknaniðurstaðna sem varða dýraheilbrigði og/eða lýð- heilsu, nota lyf, aukefni í fóðri, varn- arefni, hreinsiefni og önnur hjálp- arefni á ábyrgan hátt  tryggja hreint vatn fyrir dýr  tryggja fræðslu starfsfólks um hættur  senda yfirlýsingu um heilbrigði dýra og lyfjanotkun sem fylgir dýr- unum í sláturhús Skv. matvælalöggjöf þurfa bændur m.a. að skrá:  eðli og uppruna þess fóðurs sem notað er  notkun dýralyfja ásamt útskol- unartíma  öll tilfelli sjúkdóma sem geta haft áhrif á matvælaöryggi  allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að tryggja rekjanleika s.s. ein- staklingsmerkingar  allar niðurstöður rannsókna heil- brigðisástand dýra sem send eru til slátrunar Dýralæknaþjónusta í dreifðum byggðum Nýja matvælalöggjöfin hefur í för með sér aðskilnað á opinberu eftirliti héraðsdýralækna og almennri dýra- læknaþjónustu. Til að tryggja dýra- eigendum nauðsynlega almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjón- ustu við dýr hefur verið birt reglu- gerð nr. 846/2011 sem gerir Mat- vælastofnun kleift að gera þjónustusamning við sjálfstætt starf- andi dýralækna. Þeir munu hafa starfsstöð og sinna dýralæknaþjón- ustu á tilteknum þjónustusvæðum, sem tilgreind eru í reglugerðinni. Beint frá býli Nýja matvælalöggjöfin heimilar sveigjanleika varðandi mótun lands- reglna um staðbundna heimafram- leiðslu matvæla og staðbundna dreif- ingu matvæla. Fræðslufundur Matvælastofnun heldur fræðslu- fund um nýja matvælalöggjöf og áhrif hennar á bændur þriðjudaginn 1. nóvember 2011 kl. 15:30-16:30 í Ársal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á vef Matvælastofnunar – www.mast.is. Hjalti Andrason, fræðslustjóri hjá Matvælastofnun Örugg matvæli – allra hagur Ný matvæla- löggjöf og áhrif á bændur Morgunblaðið/Ómar Sauðir Mikilvægt er að halda dýrum hreinum sem ætluð eru til slátrunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.