Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 Bugun Það er líkt og örli á vonleysi hjá þessum unga pilti á hliðarlínunni á leik Fjölnis og KR í körfubolta kvenna á laugardaginn. Kannski var gangur leiksins annar en hann hafði vonast eftir. Golli Atvinnuuppbygging í Þingeyjarsýslum eru orð sem klingt hafa í eyrum Þingeyinga um langt árabil. Fólk fyll- ist bjartsýni – en hvað svo? Er það ekki sóun á tíma og fjármunum þegar stjórnvöld und- irrita hverja vilja- yfirlýsinguna á fætur annarri eða sex á nokkrum árum? Hver er eiginlega meiningin með þessum vinnubrögð- um? Telst þetta uppbyggileg að- ferðafræði eða eru stjórnvöld mark- visst að brjóta niður þrautseigt fólk sem hefur ákveðið að búa í dreifðari byggðum landsins? Er ekki eitthvað athugavert við þetta athæfi? Forgangsröðun í heilbrigðis- málum. Mikil vinna var og er lögð í að gera bæklinga og skýrslur hjá hinu opinbera. Forgangsröðun í heil- brigðismálum heitir skýrsla sem gef- in var út árið 1998. Önnur skýrsla heitir Heilbrigðisáætlun til 2010 og svo var hún endurskoðuð … og gerð- ar viðbætur og endurskoðuð og … Boston-skýrslan er nýleg og heiti hennar ber með sér að við gerð hennar þurfti aðstoð að utan. Við getum treyst því að fjármunum sé forgangsraðað eða hvað? Það vinna jú fleiri í velferðarráðuneytinu (94) og Lýðheilsustöð (58) en samanlagt við heilbrigðisþjónustu í Þingeyj- arsýslum. Til hvers í ósköpunum er ótæpilegt fjármagn lagt í skýrslu- gerð hjá ríkinu? Hvernig væri að draga úr framleiðslu á bæklingum, skýrslum og ómarktækum vilja- yfirlýsingum? Hvað með Heilbrigðisstofnun Þingeyinga? Erum við að tala um að stjórnvöld ætli að leggja niður lúx- usþjónustu? Nei en stjórnvöld stefna eindregið að því að leggja hér af hag- kvæm sjúkrarými í faglega sterku umhverfi til einfaldari lækn- isaðgerða. Það leiðir til þess að þjón- ustan færist í dýrari rými. Hver er glóran í því? Markvisst verður þrengt enn meir að þeim hópi fólks sem berst minnst á, t.d. sjúkum og geðfötluðum, og höld- um til haga að 14% fólks í Þingeyjarsýslum eru eldri en 67 ára. Ör- yggi fólks er ógnað og þessi stefna hindrar að fólk setjist hér að. Geta Þingeyingar gengið að því vísu að það séu legurými á Sjúkrahús- inu á Akureyri? Nei. Við erum að tala um að stjórnvöld ætla með boðuðu fjárlaga- frumvarpi að leggja niður grunnþjónustu – legurými. Jafnræðisreglan er fótum troðin af ráðherrum og þingmönnum. Hæstvirtur fjármálaráðherra ber náttúrlega ábyrgð á fjárlaga- frumvarpinu þegar það verður lagt fram – en allir þingmenn eru ábyrg- ir. Það breytir engu þó að einhverjir þeirra hafi látið bóka að niður- skurður í heilbrigðismálum úti á landi yrði ekki umfram landsmeð- altal, líklega eru þeir hinir sömu valdalausir. Þingeyingar skulu skera niður um tæp 9% í heilbrigðismálum til viðbótar 23% á síðasta ári og yfir 40% á síðustu tíu árum. Það skiptir engu máli þótt byggð leggist af og það skiptir engu máli að stofnunin sé rekin án halla. Starfsfólk stofnunarinnar hefur tekið höndum saman og á heiðurinn af þeim árangri sem náðst hefur ásamt sínum stjórnendum. Er vinna þeirra og ósérhlífni einhvers metin? Nei, við erum allavega ekki komin með sigg í lófana eða verið hrósað af stjórnvöldum af því tilefni. Eftir Sigríði Jónsdóttur »Markvisst verður þrengt enn meir að þeim hópi fólks sem berst minnst á, t.d. sjúk- um og geðfötluðum, og höldum til haga að 14% fólks í Þingeyjarsýslum eru eldri en 67 ára. Sigríður Jónsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Þingeyjarsýslur – hvað með það þótt þar skerðist byggð Við lifum á við-sjárverðum tímum. Ekki vegna þess að hér hrundi heilt bankakerfi, heldur vegna þess að undir handleiðslu „nor- rænnar velferð- arstjórnar“ hefur mannúð lotið í lægra haldi fyrir pólitískum gæluverkefnum. Þarf- ir borgaranna víkja fyrir þörfum steingeldrar hugmyndafræði al- ræðisvaldsins. Ungir sem aldnir fá nú að finna hvernig það er að búa í einræðisríkjum. Kyrrstaða ríkir, fyrirtæki fara í gjaldþrot, heimilum blæðir og ekki þykir lengur borga sig að veita sjúkum gamalmennum líknarþjón- ustu sem siðaðir menn telja sjálf- sagða. Velferð pólitískra gæðinga hefur þó verið tryggð. Fjölgun í þeim flokki er í öfugu hlutfalli við legurúmin sem tekin eru af líkn- ardeildunum en aftökulistar hug- lausra ráðherra eru nú bornir fram af embættismönnum sem att er á foraðið. Þá sjaldan að ráð- herrar eru hraktir upp að vegg af fjölmiðlamönnum vísa þeir einatt til þess að þeir vinni samkvæmt „ákvörðun“ Alþingis. For- ingjahollum fjölmiðlungum gleym- ist þá gjarnan að rifja það upp að meirihlutastjórn situr að völdum á Íslandi. Þegar þessi annars aðgerð- arlausa ríkisstjórn þarf að sýna vilja til aðgerða gegn atvinnu- leysinu sem alla er að sliga, er rykið dustað af einni lengstu með- göngu lýðveldistímans; 40 ára áætluninni um löngu tímabæra endurnýjun Landspítalans. Það hlýtur að hafa verið nokkurt áfall fyrir ríkisstjórnina að formaður skipulagsráðs Reykjavíkur lýsir sig nú jákvæðan gagnvart stað- setningu spítalans í Vatnsmýrinni og hefur þannig tekið stöðu gegn þvælufótasveitinni sem stendur vörð um kyrrstöðu verkefnisins. Þar hefur verið haldið fram að stofnbrautir beri ekki þunga um- ferðar umhverfis spítalann. Þessar sömu stofnbrautir trufluðu ekki svefn afturhaldsseggjanna árið 2007, þegar fleiri þúsund manna byggð var skipulögð í Vatnsmýr- inni. Á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2001-2024 er gert ráð fyrir framtíðarupp- byggingu Landspít- alans þarna auk þess sem frátekin eru svæði þar fyrir sunn- an og vestan undir fjármála-, hátækni- og þróunarstarfsemi. Ár- ið 2007 stóð flutn- ingur heils flugvallar heldur ekki í mönnum en nú eins og þá eru sömu rök notuð: þetta getur verið „einhvers staðar annars staðar“. Spítalinn á að vera í Fossvogi, á Vífilsstöðum eða Keldum. Hólmsheiði hef ég ekki heyrt nefnda og reyndar ekki Grímsstaði á Fjöllum heldur, en harðsnúin sveit þvælufóta er ef- laust ekki búin að segja sitt síð- asta orð. Lengst er þó seilst þegar smá- gerð byggð Þingholtanna er dreg- in fram og til baka um svæðið. Verður þess varla langt að bíða að „færustu“ sérfræðingar á sviði húsafriðunar flytji mörk þessarar fyrrum tómthúsabyggðar við sunnanvert Bankastræti inn að Elliðaám. Svo virðist sem húsa- friðun og fasteignasölur hafi tekið hér höndum saman í blekking- arleik sínum. Skiljanlegt frá sjón- arhóli sölumanna á umboðs- launum, en fræðimönnum á sviðinu væri nær að kynna sér bók Páls Líndals: Reykjavík. Sögu- staðir við Sund áður en þeir tapa sér og trúverðugleikanum í þess- um hreppaflutningum með Þing- holtin. Allt þetta þras og rifrildi um staðsetningu og stærð sýnir að það er ekki bara ríkisstjórnin sem forgangsraðar rangt. Hersveitir húsafriðara hafa stillt sínum gælu- verkefnum framar í röðinni en lífsnauðsynlegri þróun húsnæðis- mála Landspítalans. Það eru ekki innantóm orð þeg- ar því er haldið fram að sparnaður sem hlýst af sameinaðri starfsemi spítalans fari langleiðina að standa undir kostnaði við framkvæmd- irnar. Í dag er spítalinn starf- ræktur vítt og breitt um borgina, sem í flestum tilvikum kallar á kaup dýrra tækja sem að öðrum kosti mætti samnýta. Viðhaldi bygginga hefur ítrekað verið sleg- ið á frest vegna loforða um að byggingarframkvæmdir séu um það bil að hefjast. Ástand sumra þessara bygginga er slíkt að þeirra bíður aðeins niðurrif. Á því sviði sem ég starfa á innan heil- brigðisgeirans hefur starfs- aðstaðan oft verið bágborin og stundum óboðleg. Ferillinn hófst á einum og hálfum fermetra bak við hurð í bráðabirgðahúsi sem til stendur að rífa. Prófessorinn í greininni fékk aðstöðu í baðher- bergi Níelsar Dungal og þótti nokkuð gott. Starfsemin flutti síð- an í ósamþykkt ris Gamla þvotta- hússins. Um tíma starfaði ég í að- albyggingu Háskóla Íslands, þar rigndi inn um gluggana í vest- anátt. Í Ármúlanum er rekin rannsóknastofa í veirufræði. Sú starfsemi fer fram í aflóga vöru- húsi. Þar rignir ekki bara inn um lokaða glugga heldur líka veggi og loft. Starfsaðstaða mín nú er með borðfót milli fóta og ýlfrandi loft- ræstingu yfir höfði. Af þessari stuttu yfirferð, sem þó spannar 32ja ára feril hjá hinu opinbera, ætti flestum að vera ljóst að rann- sóknaaðstaða hliðargreina á Land- spítala háskólasjúkrahúsi er ekki upp á marga fiska og þó hefur enn ekki verið minnst á sameinda- erfðafræðina sem flæmist um lóð- ina líkt og óshólmar Nílar. Ef ekki væri fyrir hjálpsemi og langlund- argeð þess frábæra starfsfólks sem á spítalanum vinnur væri ástandið óbærilegt. Ég kem ekki til með að njóta góðs af bættri starfsaðstöðu nýs Landspítala verði af henni, en vil segja við þá sem tekið hafa að sér að tefja fyrir uppbyggingu nýs sjúkrahúss að ábyrgð þeirra er mikil. Eftir Ragnhildi Kolka »Röng forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og hernaður þvælufóta gegn nýbyggingum hamlar nauðsynlegri endurnýjun Landspít- alans. Ragnhildur Kolka Höfundur er lífeindafræðingur. Forgangsröðum til framtíðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.