Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 Rjúpnatímabilið er hafið. Eins og oft áður hefur skipulag veiða verið óljóst fram á síð- ustu stundu en svo einkennilegt er það að ákvörðun um veiðar á þessum villta hænsn- fugli eru pólitísk ákvörðun sem um- hverfisráðherra tekur ár hvert. Í lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum segir meðal annars í 3. gr.: „Umhverfisstofnun hefur umsjón með og stjórn á þeim aðgerðum af opinberri hálfu sem ætlað er að hafa áhrif á stofnstærð og út- breiðslu villtra dýra … Í þeim til- lögum sem ákveðið er að aflétta friðun skal UST gera tillögur til umhverfisráðherra um stjórn og framkvæmd veiða á stofnum villtra fugla og spendýra, sbr. 7. gr., að höfðu samráði við NÍ.“ Lögin eru skýr og hlutverk þeirra sem koma að ákvörð- unarferlinu sömuleiðis. Engu að síður er pottur brotinn og eins og oft er ferill málsins á skjön við það sem lögin segja. Svo virðist sem þetta árið hafi komið skipun frá umhverfisráðuneytinu hvaða nið- urstöðu UST og NÍ hafi átt að komast að. Síðar staðfesti ráðherra ákvörðun sem þegar var búið að taka innan ráðuneytisins. Skoðum þetta aðeins nánar. Haustið 2010 var útlit fyrir að rjúpnastofninn væri á hraðri upp- leið og víða sást mikið af rjúpu. Veiðitölur sýna að veiðimenn fóru eftir ráðgjöf NÍ. Í vor gerði mikil og langvinn kuldahret sem vitað var að hefðu áhrif á afkomu fugla- varps og víða var snjór á hefð- bundnum varpsvæðum rjúpunnar þegar vortalning var gerð. Nið- urstaðan var eins og við var að bú- ast léleg, enda ekki líklegt að rjúp- ur sjáist í norðaustanátt og úrkomu. NÍ gaf út skýrslu sem sagði að hrun hefði orðið í stofn- inum. Öryggisventillinn er unga- talning sem fer fram í ágúst. Hún tókst ekki heldur vel en síðar sáust rjúpur með litla unga allt fram í september. Í lok ágúst boðar NÍ hagsmunaaðila til samráðsfundar. Á þeim fundi kynnir NÍ tillögur að veiðiskipu- lagi en það á sam- kvæmt lögunum að vera á hendi UST. Til- laga NÍ fól í sér þrennt: að halda óbreyttu fyr- irkomulagi, að fækka veiðidögum um helming og að banna veiðar, en sú tillaga er í raun ýtrasta krafa þess sem vill ná fram fækkun veiði- daga. Tillögurnar eru dæmi um samningatækni þar sem settar eru fram mun ýtarlegri kröfur en búast má við að náist. Á fundinum kom fram mikil andstaða við breytingar á 18 daga veiðifyrirkomulagi sem komið var á 2009 enda sýnt að langflestir veiðimenn sýna hófsemi við rjúpnaveiðar. Fulltrúar UST og SKOTVÍS bentu á að alfriðun rjúp- unnar hefði engu skilað fram til þessa, stofnstærðarlíkanið væri ekki fullkomið, veður hefði mikið að segja um afkomu rjúpna, áhrif veiða væru ofmetin og síðast en ekki síst að talningar við erfiðar að- stæður gæfu ekki rétta mynd af ástandi stofnsins. Eftir samráðsfundinn 31. ágúst skilaði NÍ til ráðuneytisins skýrslu um stofnstærðarmat og tillögum að skipulagi veiða (hlutverk UST samkv. lögunum). Skýrslan vakti mikla athygli og sérfræðingur NÍ var fenginn í Kastljós RÚV til að útskýra bágt ástand stofnsins. Öðr- um var ekki boðið sem hefði verið eðlilegt því málið er ekki eins ein- falt og NÍ vill meina. SKOTVÍS brást við og sendi út fréttatilkynn- ingu og enn leið tíminn. Í lok sept- ember, rúmum mánuði eftir að gögn NÍ voru gerð opinber, boðaði umhverfisráðuneytið lögboðna hagsmunaðila til fundar. Þar var kynnt tillaga að 9 veiðidögum og fyrirkomulagi sem víst er að UST og NÍ gerðu eftir fyrirskipun frá starfsmönnum ráðuneytisins. SKOTVÍS var boðið að koma með athugasemdir sem var og gert. Fjórum dögum síðar tók ráðherra ákvörðun sem reyndist nákvæm- lega sú sama og hafði verið kynnt og líklega hin sama og tekin var í sumar. Því verður ekki leynt að fólk fái á tilfinninguna að samráðs- ferlið allt hafi verið sýndarmennska frá upphafi; ekkert er gert með til- lögur þeirra sem koma að málinu og enn á ný eru það embættismenn umhverfisráðuneytisins sem stjórna veiðum á Íslandi. Annað dæmi um ógegnsæi vinnu- bragða innan umhverfisráðuneyt- isins er umgjörðin varðandi um- sóknarferli Íslands í ESB. Ef til inngöngu kemur munu skotveiðar á Íslandi breytast mikið nema gerðir séu ítarlegir fyrirvarar og fengnar varanlegar undanþágur til veiða á mörgum tegundum. Sumar teg- undir, t.d. heimskautarefurinn, eru á válista í Evrópu, þar sem honum hefur fækkað sökum hlýnunar og samkeppni. Þannig er það ekki á Íslandi, hvar refurinn er eina stóra landrándýrið. Veiðar á sjófuglum munu leggjast af gangi Ísland í ESB og ekkert verður aðhafst. Eðlilegt er að kalla til hagsmuna- samtök á borð við Skotveiðifélagið þegar svona vinna fer fram og það hefur margsannað sig að farsælast er að gera slíkt strax í upphafi. Það hefur umhverfisráðuneytið ekki hirt um að gera og boðaði félagið ekki einu sinni á ráðstefnu um ESB og umhverfismál sem ráðuneytið stóð fyrir 25. október. Þegar SKOTVÍS var stofnað var ekkert samráð haft við veiðimenn en eftir margra ára baráttu breytt- ist það og er það miður ef núver- andi umhverfisráðherra breytir þeirri stefnu. Það er því ekki að ástæðulausu að SKOTVÍS óttist um hag veiðimanna. Gegnsæja stjórn- sýslan margumtalaða er sveipuð þoku og veiðimenn vita það manna best að í þoku er villugjarnt. Gegnsæ stjórnsýsla? Eftir Elvar Árna Lund » Svo virðist sem þetta árið hafi komið skip- un frá umhverfisráðu- neytinu um hvaða nið- urstöðu UST og NÍ hafi átt að komast að. Elvar Árni Lund Höfundur er sjávarútvegsfræðingur, MPM og formaður SKOTVÍS. Það vakti furðu mína í kjördæmaviku þing- manna, þar sem þeir venjulega eiga að fara um kjördæmin og hafa samband við ein- staklinga, bæjarfélög og fyrirtæki, að fyrsti þingmaður suðvestur- kjördæmis tók þá ákvörðun, í annað skipti á tveimur árum, að kalla sveitarstjórnarmenn niður í þing í einn dag til að hlusta á óskir þeirra um mikilvæg málefni sveitar- félaganna. Fyrsti þingmaður kjör- dæmisins ræður þessu fyrir hina þingmenn kjördæmisins og eftir höfðinu dansa limirnir oft á tíðum. Það er ótrúlegt að þessi fyrsti þingmaður kjördæmisins okkar nenni ekki að heimsækja kjósendur sína og kynna sér hvað á þeim brennur á staðnum. Ég spyr mig til dæmis hvort hann viti hvar sveitar- félagið Kjós er þótt það sé partur af kjördæminu, því ekki hefur spurst til hans á ferð þar eftir því sem ég hef best heyrt. En fyrir þingmenn er sjón sögu ríkari auk þess sem hæfileg útivera gefur hraustlegt og gott útlit, sem Árni er tæplega á móti. Maður veltir fyrir sér hlutverki þingmanna yfirhöfuð. Eiga þeir ein- göngu að sitja eins og límdir við stólana niðri á þingi og stunda þrætubókarlist í anda Helga Hjörv- ars eða eiga þeir að koma oftar til að kynna sér stöðu mála eins og sveitarfélögin eru háð fjárveit- ingavaldi ríkisins? En verkaskipting ríkis og sveitarfélaga er auð- vitað löngu úrelt hjá okkur Íslendingum og úr takt við það sem annars staðar gerist, þar sem hlut- fallið milli ríkis og bæja nánast snýst víða við í ráðstöfun skattfjár. Eðli- legast er auðvitað að íbúar ráði mestu um mál síns nærumhverfis en ríkið haldi sig lengra frá. Ég treysti á það að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi þetta öðru- vísi og heimsæki okkur í sveitar- félögunum til skrafs og ráðagerða og vænti þeirra hið allra fyrsta til Kópavogs. Og Árni Páll er auðvitað velkominn líka, því af nógu er að taka hér í bæ. Latur Árni Páll Eftir Gunnar I. Birgisson » Það er ótrúlegt að þessi 1. þingmaður okkar nenni ekki að heimsækja kjósendur sína í kjördæminu og kynna sér hvað á þeim brennur á staðnum. Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi og fyrrverandi bæjarstjóri. Síðastliðið ár hefur umræða um skaðsemi kannabisefna verið mikil og áhersla lögð á að reyna koma upp- lýsingum til ung- menna um þá hættu sem stafar af því að vera í neyslu. Hér í Foreldrahúsinu höf- um við tekið eftir auk- inni þekkingu hjá þeim krökkum sem leita til okkar vegna neyslu, en samt sem áður enda þessir krakkar inni á gólfi hjá okkur. Viðtölin í fyrra einkenndust oftar en ekki af fræðslu um skaðsemi kannabisefna og því að reyna að vekja hjá þessum krökkum meðvitund um þær hættur sem þeir eru að bjóða heim með því að vera í neyslu. Í dag virðast þeir krakkar sem enda inni á gólfi hjá okkur vera nokkuð meðvitaðir um skaðsemina og þær hættur sem fylgja neyslu, en þeim virðist bara vera alveg sama. Hjá okkur ráðgjöfunum sem vinnum með börnum og unglingum sem eru að byrja að fikta í neyslu hefur okkar sterkasta spil alltaf ver- ið að hafa áhrif á hugarfar þessara skjólstæðinga og sýna þeim raun- veruleikann á bak við glansmyndir neyslunnar. Að koma sannleikanum til þeirra hefur verið okkar hlutverk. Nú er sannleikurinn þarna úti fyrir þau, þau gera sér fullkomna grein fyrir skaðseminni en velja samt að vera í neyslu. Og hvað gerum við þá? Við höfum ekki getað séð að neysl- an hafi minnkað, þrátt fyrir að kann- anir segi annað. Fagfólk hefur lagt sig fram við að dreifa sannleikanum og umræðan hefur verið mikil. Hvert er þá næsta skref? Hvað ger- um við nú þegar trompið okkar er ekki lengur gilt og við sitjum and- spænis skjólstæðingum sem eru vel upplýstir, meðvitaðir, en er hrein- lega bara alveg sama. Flest þekkja þau einhverja sem hafa endað illa í neyslu, þessa „hass-hausa“ sem engu nenna og letin ræður ríkjum hjá. „Nei, það kemur ekki fyrir mig,“ segja þau öll. Við stöndum frammi fyrir því að takast á við krakka sem tilheyra því sem ég kýs að kalla „Generation – ME“. Þau eru ódauðleg – óbrjót- anleg – kunna, vita og skilja þetta allt. Aðferðirnar okkar virka ekki lengur. Er þá ekki kominn tími til að endurskoða hlutina? Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir að þessir krakkar byrji í neyslu og hvernig getum við reynt að halda betur utan um þau sem eru þegar byrj- uð að fikta? Er þá ekki best að byrja á byrjuninni? Foreldrar eru og verða alltaf ein öflugasta forvörnin. Ég trúi því að foreldrar geri það besta sem þeir geta fyrir börn sín. Ekkert foreldri vill, né býst við, að barnið sitt fari að fikta með eiturlyf. Við viljum trúa því að börnin okkar viti betur og velji betur. En það er ekki alltaf þannig. Þá þurfa foreldrar oft hjálp, stuðning og fræðslu um það hvernig skal ræða við börnin sín um þessi málefni og hvernig skal takast á við erfiðleika þegar þeir koma upp. Eitt af meginmarkmiðum hjá Vímulausri æsku – Foreldrahúsi er að efla og styðja við bakið á for- eldrum. Í Foreldrahúsi er í boði fjöldi úrræða fyrir foreldra. Þar má nefna fjölskylduráðgjöf, sálfræði- viðtöl og stuðningshópa. Til að mæta þörfum foreldra enn frekar erum við nú að fara af stað með sjálfstyrking- arnámskeið sem eru ætluð for- eldrum. Námskeið sem miða að því að efla sjálfsmynd og færni foreldra í uppeldishlutverkinu. Námskeið þessi eru bæði í senn mikilvæg þeg- ar kemur að forvörnum sem og til að styðja við hæfni foreldra til þess að takast á við vanda þegar hann kem- ur upp. Nýja trompið okkar er foreldr- arnir og þurfum við sem fagfólk að leggja okkur fram við að styrkja og styðja foreldra í hlutverki sínu. Byrjum á byrjuninni – hlúum að þeim sem skipta svo miklu máli í lífi barnanna. Ég-kynslóðin Eftir Brynhildi Jensdóttur Brynhildur Jensdóttir »Nýja trompið okkar er foreldrarnir og þurfum við sem fagfólk að leggja okkur fram við að styrkja og styðja for- eldra í hlutverki sínu. Höfundur er ráðgjafi í Foreldrahúsi. Nýlega hélt dr. Davíð Suzuki fyr- irlestur í Háskóla Ís- lands og var heiti fyr- irlestursins „Hvað getum við gert“. Hann fór vítt og breitt um sviðið í orðsins fyllstu merkingu og benti á nokkrar ógnvekjandi staðreyndir um tilvist- arkreppu samfélagsins varðandi mengun og hversu sinnu- laus við erum varðandi endur- vinnslu. Eftir að hann var búinn að „nánast“ fá mann til að vilja öskra af reiði vegna sinnuleysis okkar mannkyns í því að tortíma vist- kerfi okkar kom hann með lítinn vonarneista í restina fyrir okkur til að huga að. Hann spurði: „Hvað getum við gert?“ Okkur Íslendingum þykir það mjög hollt og gott ráð að fá er- lenda „þekkta og virta“ ein- staklinga til að fræða okkur um allt milli himins og jarðar. Það eru forréttindi að fá að hlusta á slíka einstaklinga og ég hef gert þó nokkuð af því. En það er svo merkilegt að allt það sem þeir sögðu og við hlustuðum á hefur verið sagt mörgum sinnum áður; af hverju komust ekki skilaboðin til skila? Þarf eitthvað ofsalega róttækt að gerast til þess að við aðhöfumst eitthvað? Sú mikla ógn sem stafar af mengun jarðar og sjávar og gegndarlaus ásókn í forðabúr jarð- ar eftir helstu frum- efnum okkar ásamt mikilli fólksfjölgun er að setja okkur mjög brýna afarkosti. Við sem búum á Íslandi eigum alveg að geta gert okkur það ljóst að ef við viljum búa komandi kynslóðum góða og betri framtíð eigum við að byrja strax að snúa vörn í sókn. Tökum öllum ráðum og ábend- ingum allra þeirra virtu og fróðu einstaklinga sem hafa frætt okkur um ágæti þess sem þeir eru að segja öllum heiminum frá og fram- kvæmum hérna á Íslandi. Það sem við getum gert er að taka okkur tak í nýrri hugsun um bætta og betri ímynd í umhverfismálum. Gerum það sem þarf til að eiga frábæra framtíð. Setjum okkur góð gildi í bættri vitund okkar gagn- vart umhverfinu og þrífum upp allt sem mengar umhverfi okkar og endurvinnum. Það er það sem við getum gert. Ef við setjum í þetta fjármagn sem við köllum Ímynd Íslands til framtíðar litið mun þessi fjárfesting skila miklum arði. Það eru til mörg góð og gild verk- efni sem margir góðir og gildir einstaklingar og frjáls fé- lagasamtök sem og virtir og fróðir aðilar hafa unnið að og með „ein- mitt“ til þess að komandi kynslóðir læri af okkur að umgangast og lifa í sátt við umhverfið og náttúruna. Brettum upp ermar núna sem þjóð og gerum akkúrat það sem við þurfum að gera; sýnum okkur sjálfum sem og öðrum íbúum jarð- arinnar að við erum megnug þess að lifa í sátt við Móður Jörð. Hættum að menga, flokkum og skilum, endurvinnum og bætum umhverfið, lifum og lærum og breytum rétt. Grænt hagkerfi, Grænt Ísland og af því skapast hreinn ávinningur fyrir land og þjóð. Hvað getum við gert Eftir Tómas J. Knútsson » Þrífum upp allt sem mengar umhverfi okkar og endurvinnum. Það er það sem við get- um gert. Tómas J. Knútsson Höfundur er kafari og formaður Bláa hersins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.