Morgunblaðið - 31.10.2011, Page 24

Morgunblaðið - 31.10.2011, Page 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞIÐ FÁIÐ EKKI AÐ VERA Í STOFUNNI Í KVÖLD, ÉG OG LÍSA ÆTLUM AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ EN OKKUR LANGAR HVORT SEM ER EKKERT AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ OKKUR LANGAR AÐ HORFA Á ÞIG OG LÍSU HVERNIG ERTU Í HENDINNI? ÉG ER BARA GÓÐUR Í HENDINNI ÉG LAS EINHVERS STAÐAR AÐ HENDUR VÆRU EKKI ÆTLAÐAR TIL AÐ KASTA BOLTUM TIL HVERS ERU ÞÆR ÞÁ? TIL AÐ KNÚSA! ÉG VILDI AÐ HANN SKILDI EITTHVAÐ SKEMMTI- LEGRA EFTIR SIG ÞEGAR HANN FER ÞÚ VARST BÚINN AÐ LOFA AÐ KOMA MEÐ MÉR Á BLÓMA- SÝNINGUNA Í DAG ÉG GET ÞAÐ EKKI AF HVERJU EKKI!? ÉG KOMST AÐ ÞVÍ AÐ ÉG ER MEÐ OFNÆMI FYRIR BLÓMUM HVENÆR KOMSTU AÐ ÞVÍ? BARA RÉTT Í ÞESSU ÞÚ HEFUR STAÐIST PRÓFIÐ OG ERT KOMINN MEÐ ÖLL RÉTTINDI HÉRNA ER MÓTORHJÓLA- SKÍRTEINIÐ ÞITT FRÁBÆRT! TAKK KÆRLEGA! NJÓTTU GRÁA- FIÐRINGSINS VARSTU AÐ SEGJA EITTHVAÐ? SABRE- TOOTH ER AÐ STÖKKVA UPP Á SVIÐIÐ! ÁHORF- ENDURNIR VIRÐAST MJÖG ÁNÆGÐIR SABRE- TOOTH!? TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚINN Bókabúð á Grandanum Okkur langar til að vekja athygli á hreint ágætri bókabúð Forlagsins sem er á Grand- anum. Þetta er stór bókabúð, hátt til lofts og vítt til veggja. Vissum ekki af þessarri búð fyrr en nýlega, en hún er mikil og góð viðbót fyrir alla borgarbúa. Bókum er sérlega vel fyrir kom- ið og auðvelt að leita, því víða er þeim komið fyrir á brettum, eftir efni. Þarna er afar snyrti- legt og þjónustan í alla staði fagleg og þægileg. Nú vantar bara kaffistofu þarna til að fá fínt bókakaffi í Vesturbæinn, kíkja í bækurnar og fá sér kaffi og með því og ekki er verra að næg bílastæði eru þarna. Grandinn er sífellt að bæta sig, orðinn skemmtilegur heim að sækja í sam- spili við náttúrufegurð sjávar og fjalla. Ánægðir bókaormar. Ást er… … að segja það á táknmáli. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.45, vinnustofa kl. 9, vatnsleikfimi kl. 10.50, útskurður/myndlist kl. 13 , hekl kl. 20. Árskógar 4 | Handavinna, smíði, út- skurður kl. 9. Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Boðinn | Jóga kl. 9, botsía kl. 11, tálg- að kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur, leik- fimi, sögustund, handavinna. Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, leikfimi kl. 9.15, söngur á annarri hæð kl. 10.30 . Upplestur á 2. hæð kl. 14. Listamaður mánaðarins. Félag eldri borgara í Kópavogi | Bók- menntakynning í Gullsmára 13 1. nóv. kl. 20. Kjartan Ragnarsson leikstjóri segir frá leikgerð sinni á Heimsljósi Halldórs Laxness sem frumsýnt verður í desember. Félagsvist í Gullsmára mán. kl. 20 og Gjábakka mið. kl. 13, fös. kl. 20. Skrifstofa í Gullsmára opin mán. og mið. kl. 10, Gjábakka á mið. kl. 15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Danskennsla/námskeið kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Leiðbein. í handavinnu kl. 9, botsía kl. 9.20, gler- og postulín kl. 9.30/13, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15, kóræfing kl. 16.30, skapandi skrif kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- lín kl. 9, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13, félagsvist kl. 20. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 11, vatns- leikfimi kl. 12.15/14.15, málun kl. 14. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Gler kl. 9. Leir kl. 9. Biljard Selinu kl. 10. Kaffispjall í krók kl. 10.30. Handavinna kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9. Vatnsleikfimi kl. 9.50. Frá hád. spilasalur opinn. Kóræfing kl. 12.30. Fös. 4. nóv. lagt af stað í fræðslu- og kynnisferð um miðborgina, m.a. leið- sögn í Hörpu og kaffiveitingar í Ráðhús- inu, skráning hafin á staðnum og í s. 5757720. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Félagsvist kl. 13 í Setrinu. Hraunsel | Ganga frá Haukah. Ásv. kl. 10, kór kl. 11, glerbræðsla kl. 13, botsía og félagsvist kl. 13.30, tréskurður kl. 14. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30/ 9.30 hjá Ragnheiði. Vinnustofa kl. 9. Brids kl. 13, hádegisverður, miðdags- kaffi. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Hjá Tedda afa kl. 9.30. Handav/ prjónahornið kl. 9. Saumur; hönnun, breytingar og viðgerðir kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Skapandi skrif kl. 16. Opnun myndlistarsýningar Kristjönu Þórðar- dóttur kl. 14 mið. 2. nóv. í Salnum. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið 8.50. Hjá Tedda afa kl. 9.30. Handa- vinnu- og prjónahorn kl. 9. Saumur; hönnun, breytingar og viðgerðir kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Skapandi skrif kl. 16. Íþróttafélagið Glóð | Ringó kl. 13.30 í Smáranum. Korpúlfar Grafarvogi | Gönguhópur fer frá Grafarvogskirkju/Egilshöll kl. 10. Á morgun kl. 9.30 er sundleikfimi. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hand- verksstofa kl. 10, botsía kl. 13.30, Kaffi- veitingar kl. 14.30, söngstund kl. 15. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handa- vinna kl. 9/13. Samverustund með djákna kl. 14. Útskurður kl. 13. Vesturgata 7 | Botsía kl. 9. Handav. kl. 9.15. Leikfimi kl. 10.30. Kóræf. kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókband og postulín kl. 9, morg- unstund kl. 9.30, botsía kl. 10, upp- lestur kl. 12.30, handavinna kl. 13, spil/ stóladans kl. 13. Stefán Vilhjálmsson skrifaðikveðju á Leirinn, póstlista hagyrðinga: „Lítið hefur heyrst til mín í sláturtíðinni enda verið nóg að gera hjá kjötmats- formanninum eins og Jóhannes heitinn Benjamínsson lýsti forð- um: Stefán tekur stinnan sprett, starfið gleði vekur, krof og læri þuklar þétt þegar hausta tekur.“ Var alla síðustu viku á hring- ferð í rysjóttu veðri um sauð- fjársláturhús landsins með einum norskum yfirmatsmanni og öðr- um enskum. Báðir drengir góðir og voru samstiga í ketmatinu en höfðu ekki sömu skoðun á hrossa- kjöts- og lundaáti landsmanna. Í orðastað Englendingsins var kveðin á hans móðurmáli limran Of Icelandic Climate and Cuis- ine: In Iceland is rain, snow and sleet and very strange people you meet who think horses are great, at least on a plate, and that puffin is something to eat. Séra Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur flutti ljóð í stað hefðbundins ávarps við komu varðskipsins Þórs til Reykjavík- urhafnar þegar hann blessaði skipið og áhöfn þess: Velkominn, varðskipið Þór, velkominn, glæstur og stór. Augun þín úthafið skanna og eyrun öll tíðnisvið kanna, aflvélar miklar og margar mönnum og skipum til bjargar. Áhöfn með öruggum huga í aðstæðum hverjum mun duga, þekkir sín grundvallargildi, góðvilja, staðfestu, mildi. Við biðjum, þar búum að arfi, um blessun í lífi og starfi. „Þjóðin vagar áfram slóðina til atvinnuleysis,“ skrifar Jón Giss- urarson og bætir við: „Engar stórframkvæmdir eru í gangi og þess vegna mun hagur hennar dvína. Þjóðfélagsþegnarnir sitja aðgerðalausir og þyngjast vegna ofáts og hreyfingarleysis með þembu og magapínu. Áfram vagar eina slóð enn mun hagur dvína. Sífellt baga þunga þjóð þemba og magapína.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Af kjöti og varðskipinu Þór

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.