Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 horfa á sjónvarpið þar sem þau voru áskrifendur að margfalt fleiri stöðvum en heima. Mér er einnig minnisstætt þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í grunnskóla og fór með bekknum í kynningarferð á veg- um Sinfóníunnar í Háskólabíó. Ég gerðist ansi montinn þegar hann gekk framhjá hópnum og tilkynnti öllum að hann væri afi minn og hefði leikið með Sinfón- íunni. Óhætt er að segja að ég hafi erft hluta af tónlistargenum hans þar sem ég lék á selló í mörg ár og veitti það mér mikinn inn- blástur á tónleikum að sjá hann í salnum. Ég mun aldrei gleyma þegar hann gaf mér gamla takt- mælinn sinn því sú gjöf hefur allt- af haft mjög persónulegt gildi fyrir mig. Afi bjó yfir léttum og skopleg- um húmor og mun smitandi hlát- ur hans, brosmildi og hjartahlýja alltaf eiga sérstakan stað í minn- ingum mínum. Ég vona innilega að tónlistin sé með þér, elsku afi. Þorsteinn Örn. Kveðja frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík Látinn er í Reykjavík eftir langa vanheilsu Gunnar Egilson klarínettuleikari. Gunnar tók mjög virkan þátt í að byggja upp tónlistarlífið hér- lendis, bæði sem hljóðfæraleikari og einnig með störfum sínum að félagsmálum. Hann var um tíma formaður stéttarfélags hljómlist- armanna og gegndi auk þess fjölda trúnaðarstarfa fyrir tón- listarmenn. Gunnar var í fremstu röð íslenskra hljóðfæraleikara. Hann var 1. klarínettuleikari Sin- fóníuhljómsveitar Íslands um langt árabil en auk þess mjög virkur í flutningi kammertónlist- ar. Hann var kennari við Tónlist- arskólann í Reykjavík, bæði í klarínettuleik og kammertónlist. Gunnar var mjög áhugasamur og innblásinn kennari og hafði mikil og mótandi áhrif á nemendur sína. Skulu honum hér færðar þakkir fyrir störf sín í þágu skól- ans. Ég naut þess þegar ég tók sæti í Sinfóníuhljómsveitinni að hafa Gunnar Egilson að sessunaut. Hann var afburða hljómsveitar- spilari, sveigjanlegur og lifandi og ólatur að miðla af reynslu sinni væri eftir því leitað. Gunnar hafði hlýja og góða nærveru. Hann var rólegur og yf- irvegaður en stutt í glettni og kímni. Fjölskyldan var honum mikils virði og hann bar hag sinna nánustu mjög fyrir brjósti. Hann lifði og hrærðist í tónlist, var alla tíð mjög leitandi og virðing hans fyrir listinni var djúp og einlæg. Eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldu sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Gunnars Egilsonar. Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. „Þar fór drengur góður“ er það fyrsta sem kom í hugann þegar ég frétti andlát míns kæra vinar Gunnars Egilsonar. Gunnar var ákaflega heil- steyptur og hæfileikaríkur mað- ur, engu skipti hvað hann tók sér fyrir hendur, allt leysti hann með mikilli prýði. Hann átti ekki langt að sækja listræna hæfileika en móðurbróð- ir hans var listamaðurinn Mugg- ur eða Guðmundur Thorsteins- son. Starfsævi Gunnars var helguð Sinfóníuhljómsveit Íslands en hann var með frá stofnun hennar árið 1950, fastráðinn sem klarin- ettleikari árið 1953 og sem 1. klarinett- leikari árið 1960. Árið 1985 sagði hann þeirri stöðu lausri og gerð- ist skrifstofustjóri hljómsveitar- innar en hann hafði lengi haft hönd í bagga með rekstri hennar. Gunnar hafði mikinn metnað fyrir hönd hljómsveitar og starfs- manna hennar og var strax kom- inn á kaf í félagsmál og sparaði ekki krafta sína á þeim vettvangi. Alls staðar þar sem málefni SÍ eða hljóðfæraleikara voru til um- ræðu var Gunnar nálægur eða í forsvari og lagði einatt gott til mála, hann var hógvær, ráðagóð- ur og mikill diplómat. Að mínu mati er Gunnar sá einstaklingur sem mest og best hefur unnið að málefnum hljóm- sveitarinnar frá upphafi. Þykist ég þar geta trútt um talað þar sem ég starfaði með honum bæði sem hljóðfæraleikari, í félagsmál- um og að rekstri hljómsveitarinn- ar í tugi ára. Gunnar lét ekki síður til sín taka í tónlistarlífinu. Auk þess að leika með hljómsveitinni kenndi hann í ýmsum skólum, var einn af stofnendum Musica Nova og Kammersveitar Reykjavíkur, lék einleik með Sinfóníuhljómsveit- inni, lék kammermúsík með ýms- um hópum o.s.frv. Á sínum yngri árum drýgði Gunnar tekjurnar með því að spila fyrir dansi á Hótel Borg og í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll, m.a. með félaga sínum Birni R. Einarssyni. Varla hefur það dregið úr aðsókn Reykjavíkur- dætra að áðurnefndum danshús- um að vita af þessum glæsimenn- um þar á hljómsveitarpalli. Gunnar var ákaflega skemmti- legur maður, hafði ríka kímnigáfu en minnisstæðar eru frásagnir hans af mönnum og atburðum lið- inna tíma. Með Gunnari er genginn mikill mannkostamaður sem verður öll- um þeim sem til þekktu ógleym- anlegur. Helga Hauksdóttir. Ekki er langt liðið síðan vinir og samstarfsmenn Hans Ploders fagottleikara gengu með honum síðasta spölinn, nú er komið að sessunaut hans í Sinfóníuhljóm- svet Íslands til margra ára, Gunnari Egilson, að feta þann sama veg. Um langt árabil var Gunnar í framvarðasveit ís- lenskra tónlistarmanna bæði sem klarinettleikari og einarður stríðsmaður stéttar sinnar þegar kom að félagsmálum og hags- munabaráttu. Þar var haukur í horni. Gunnar lét sig margt varða og lagði þungt pund sitt á þær vogarskálar er bættu hag og framgang stéttarinnar. Fáir hafa litið tónlistarhöllina Hörpu hýrari augum enda var hann óþreytandi baráttumaður um framgang þess máls og var búinn að berjast árum saman á mörgum vígstöðvum áður en haf- ist var handa um sjálfa bygg- inguna. Hann sá þessa draumsýn sína verða að veruleika frá erfiðri sóttarsæng og þótti harla gott. En þótt stórt væri hugsað í fé- lagsmálunum var klarinettið ávallt það sem næst honum stóð. Hann var lengst af 1. klarinett- leikari hljómsveitarinnar og lék ófá verk meistara tónlistarinnar bæði sem einleikari með hljóm- sveitinni auk óteljandi tónleika með vinum sínum, bæði sér og ekki síður þeim til skemmtunar. Að Gunnari stóð mektarfólk fram í ættir. Ættfaðirinn Svein- björn Egilsson rektor annars vegar, og má þangað rekja ætt- arnafnið, en hins vegar stutt í Mugg, sem í margra augum er persónugervingur hins íslenska listamanns. Þaðan lágu ef til vill þær ríku listrænu æðar sem nýtt- ust honum svo vel á löngum og farsælum ferli. Á langri ævi verða margir á vegi manns og menn eins og Gunnar eignast auðveld- lega góða vini. En af öllum þeim sem glöddu huga hans í langri baráttu við óvæginn sjúkdóm var enginn sem kom í stað lífsföru- nautarins, Ásu, sem annaðist hann allt til loka af slíkri alúð og elsku að ekki mun gleymast. Henni og börnum þeirra sendum við bræður samúðarkveðjur. Stefán og Kristján Þ. Stephensen. ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, EBENESER KONRÁÐSSON, Ægisgrund 19, Garðabæ, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 21. október. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 3. nóvember kl. 15.00. Jóhannes Konráðsson, Þóra Kristjánsdóttir, Leví Konráðsson, Þorsteinn Konráðsson, Margrét Sigurðardóttir, Sigríður Konráðsdóttir, Gylfi Óskarsson, Ósk Konráðsdóttir, Anna Konráðsdóttir, Gísli Árnason, Jódís Konráðsdóttir, Gísli Sigurþórsson, Unnar Reynisson, Guðrún Gunnarsdóttir, frændsystkini hins látna. Faðir okkar og tengdafaðir EINAR B. PÁLSSON verkfræðingur og prófessor Ægisíðu 44, Reykjavík lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, föstudaginn 28. október Sigríður Einarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Páll Einarsson, Ingibjörg Briem, Baldvin Einarsson, Sigrún Steingrímsdóttir, Árni Einarsson, Unnur Þóra Jökulsdóttir. Okkar ástkæri, ÁRNI ÞORKELSSON Hörðukór 5 Kópavogi lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 28.október s.l. Þorkell S. Árnason, Rakel Egilsdóttir, Georg Þorkelsson, Elísabet Iðunn Einarsdóttir, Sigurður Þorkelsson, Auður Rakel Georgsdóttir, Agnar F. Agnarsson, Einar Þorri Georgsson, Agnes Rut Georgsdóttir, Agla Rán Georgsdóttir, Elinóra Inga Egilsdóttir, Pétur Laxdal Egilsson, Alma Hlökk Agnarsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma AUÐUR STEFÁNSDÓTTIR Háaleitisbraut 30 andaðist fimmtudaginn 20.október á heimili sínu. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Inga Helgadóttir, Sverrir Þórhallsson, Stefán Ó. Helgason, Elín Vilhelmsdóttir, Auður Sverrisdóttir, Frank Rasmussen, Þórhallur Sverrisson, Katla Sigurðardóttir, Hjördís Stefánsdóttir, Anton Karl Ingason, Finnur Freyr Stefánsson, Margrét Lára Höskuldsdóttir, Garðar Þór Stefánsson, Úlfhildur Sigursveinsdóttir, og langömmubörn. Sigríður Kristín Gísladóttir til- heyrði fjölskyldu pabba. Hún var í mínum huga kær frænka af kyn- slóð foreldra minna, sem átti bæði stað og hlutverk í samhengi stórfjölskyldunnar. Það skipti auðvitað ekki nokkru máli að við vorum óskyldar. Sirrí, eins og all- ir nefndu hana, var systir mág- konu föður míns – og þ.a.l. „frænka“ mín. Guðrún Gísladótt- ir, systir Sirríar, var kona Jóns S. Guðmundssonar föðurbróður, sem bæði eru látin. Þennan „skyldleika“ sýndi Sirrí mér ávallt, eins og fjölmörgum öðrum mér nákomnum; áhuga, vináttu og sanna frændsemi. Hún var einfaldlega hluti af fjölskyldu minni, þótt tengslin væru „á ská.“ Fyrir utan ótal tilefni og veisl- ur í gegnum árin kynntist ég Sirrí fyrst að ráði undir tvítugt. Þá sótti ég saumanámskeið hjá Hús- stjórnarskólanum. Þar var Sirrí á heimavelli enda kennari við skól- Sigríður Kristín Gísladóttir ✝ Sigríður Krist-ín Gísladóttir fæddist í Reykjavík 6. október 1926. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 18. október 2011. Útför Sigríðar var gerð frá Foss- vogskirkju 28. október 2011. ann alla sína starfs- ævi. Hannyrðir og saumaskapur af öll- um toga voru líf hennar og yndi, hvort sem um var að ræða fatasaum, prjónles, vefnað, út- saum eða knipl. Á námskeiðinu vant- aði ekki hjálpsemina og hvatninguna hjá Sirrí – og átti hún án efa stærri þátt en ég í því að eitt- hvað nýtilegt kom út úr þessu eina saumavéla-misseri lífs míns. Það reyndist gott að eiga Sirrí að þegar mikið lá við, eins og þeg- ar skíra þurfti börnin okkar systra; þá var hægt að treysta á að Sirrí bróderaði nýju nöfnin fagurlega í skírnarkjólinn. Það eru margar góðar minn- ingar sem tengjast Sirrí. Ekki síst minningar frá því skeiði sem ég bjó á efri hæðinni í húsinu hennar á Vífilsgötu 3, þar sem hún átti heima lengst af ævi. Þá bauð Sirrí mér oft í heimalagaða hressingu og rifjaði upp ýmislegt frá fyrri tíð; sagði mér frá ætt- mennum sínum nær og fjær og námsárunum í Danmörku, þar sem hún sótti ung kona skóla í heimilisiðnum. Sirrí fylgdist allt- af vel með sínu fólki og sýndi öll- um ræktarsemi, ekki síst yngri kynslóðinni. Í tvö ungpíu-ár naut ég gestrisni hennar – og reyndar oft síðan, m.a. í skemmtilegum konuboðum, sem hún efndi stundum til. Hún átti hlýlegt heimili og þangað var sérstaklega notalegt að koma; glaðværar móttökur og Sirrí jafnan með margt á prjónunum. Seinni árin fékkst hún mikið við að knipla og nutu margir góðs af því sérstæða áhugamáli hennar í formi fagurra gripa. Þeim trúi ég nú sem endra- nær að fylgi hennar góði hugur. Fyrir nokkrum árum flutti Sirrí í nýja íbúð við Sléttuveg og undi sér vel. Fljótlega fór þó heilsunni að hraka, einkanlega eftir að systir hennar Rúna féll frá fyrir fjórum árum, en þær voru afar samstiga og nánar alla ævi. Síðustu misseri dvaldi Sirrí á hjúkrunarheimilinu Skjóli og þar hittumst við síðast á 85 ára af- mælisdaginn hennar fyrr í þess- um mánuði. Enn var stutt í kímn- ina, þegar við rifjuðum upp lífið á Vífilsgötunni. Sirrí var í fagur- bláum kjól, sem vakti athygli mína og bar handbragði hennar fagurt vitni. Blár, það var hennar litur, sagði hún. Sirrí var einstök kona, sem margir sakna. Ég þakka henni ómetanleg kynni og vináttu í gegnum árin. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Þorsteinsdóttir. Sigríður Gísladóttir var borinn og barnfæddur Reykvíkingur og átti þar heima alla ævi, utan þau ár sem hún var við nám í Kaup- mannahöfn. Lengst af bjó hún á æskuheimili sínu sem ber með sér að hún var mjög vanaföst og óflasgjörn. Hún var mikil fjölskyldumann- eskja, einstaklega vinmörg og vinföst. Þær systur Guðrún og Sigríður voru afar nánar og and- lát þeirra hjóna Guðrúnar og Jóns var Sigríði þungbært. Átján ára gömul varð Sigríður nemandi í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Síðar gerðist hún þar handavinnukennari og kenndi samtals í rúm 40 ár. Alla tíð bar hún hag skólans mjög fyr- ir brjósti og vann honum af ein- stakri hollustu og væntumþykju. Hún var félagi í Heimilis- iðnaðarfélagi Íslands og í stjórn þess í 11 ár, lengst af sem gjald- keri. Þessi störf leysti hún af hendi af dugnaði og ósérhlífni eins og allt annað sem hún tók að sér. Sigríður var afbragðskennari, enda mjög vel að sér í sínum kennslugreinum. Aldrei var kom- ið að tómum kofunum hjá henni. Umburðarlynd var hún, hlý og alltaf í góðu skapi. Nemendur hennar eru margir og flestir muna þeir eftir henni og bera til hennar einlægan hlýhug. Við samkennarar hennar höfum sömu sögu að segja. Þegar Sirrí gekk í hús glaðnaði yfir fólki. Hún var svo sanngjörn, lagði gott til allra mála og glaður hlát- ur hennar var uppörvandi og hvetjandi fyrir okkur hinar. Gam- an var að heimsækja hana, ekki síst þegar hún var hætt að kenna. Hún bjó lengst af mjög miðsvæð- is og vinir hennar litu inn ættu þeir leið hjá. Nú er Sirrí öll eftir langt og farsælt líf. Við erum ríkari vegna kynna okkar af henni og vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Jakobína Guðmundsdóttir og Ingibjörg Þórarinsdóttir. Ég kveð nú einstaka konu, hana ömmu Doddu. Alltaf var notalegt að koma til ömmu og afa Alla á Hjallaveginn. Útidyra- hurðin var með sandblásnu gleri með litlum götum í mismunandi hæð sem ég horfði alltaf í gegn- um og beið spennt eftir því að einhver kæmi til dyra. Á Hjalló leiddist mér aldrei og naut þess að láta ömmu stjana við mig með alls kyns bakkelsi og kandís sem var í miklu uppáhaldi hjá mér. Gaman var að hlusta á sögurnar sem amma sagði um gamla tíma og frá frændfólki okkar. Ég gat auðveldlega Torfhildur Ingi- björg Jónsdóttir ✝ TorfhildurIngibjörg Jóns- dóttir fæddist á Vattarnesi við Reyðarfjörð 3. júní 1918. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 17. október 2011. Útför Torfhildar fór fram frá Graf- arvogskirkju 27. október 2011. gleymt mér í að skoða myndirnar af fjölskyldunni sem þöktu veggina í stof- unni og báru þess merki hvað ömmu þótti vænt um fjöl- skylduna sína. Amma gaf mikið af sér, fylgdist vel með sínu fólki og passaði upp á að öll- um liði vel. Hún bað ekki um mikið í staðinn og var alla tíð afar nægjusöm. Amma var heillandi kona og þótt hún væri komin á hjúkrunarheimili hélt hún reisn sinni. Alltaf var hún tilhöfð í nælonsokkabuxum og pilsi og hafði gaman af að punta sig. Takk fyrir allt elsku amma. Mér þykja það forréttindi að hafa átt þig sem langömmu og ekki þykir mér síður dýrmætt að Eva Rut hafi náð að kynnast þér. Hún man enn eftir afa Alla og minn- ingunni um ykkur mun ég halda á lofti. Hvíl þú í friði. Jónína Aðalsteinsdóttir (yngri).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.