Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 15
Reuters Reiði Sýrlendingar, búsettir í Egyptalandi, veifa myndum af Assad í mótmælum í gær. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Grípi Vesturveldin inn í gang mála í Sýr- landi mun það geta valdið pólitískum „jarð- skjálfta“ í Mið-Austurlöndum, alls staðar færi allt í bál og brand, segir Bashar Assad Sýrlandsforseti í viðtali við breska blaðið Sunday Telegraph. „Sýrland er nú öxullinn sem allt snýst um á þessu svæði,“ sagði As- sad. „Þar er brotalína og ef menn fara óvar- lega með landið munu þeir koma af stað jarðskjálfta. Langar menn til að verða vitni að nýju Afganistanstríði, tugum Afganist- anstríða?“ Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, krafðist þess um helgina að bundinn yrði endi á kúgunina í Sýrlandi. Nokkur arabaríki fordæmdu á föstudag stjórnvöld í Damaskus fyrir að „halda áfram að drepa óbreytta borgara“. Ráðherranefnd Arababandalagsins var varkárari en hvatti stjórn Assads til að grípa til „nauðsynlegra ráða“ til að vernda óbreytta borgara. Andstæðingar Assads krefjast þess nú að komið verði á flugbanni yfir Sýrlandi eins og gert var í Líbíu til að hindra Muammar Gaddafi í að nota flugherinn gegn uppreisn- armönnum. Yfir 3.000 manns hafa fallið und- anfarna sjö mánuði í átökum hermanna við óbreytta borgara sem risu upp gegn einræðí Assads og Baath-flokks hans í kjölfar upp- reisnanna í Túnis og fleiri arabaríkjum á árinu. Assad segir allt svæðið munu loga  Forseti Sýrlands varar Vesturveldin við því að grípa inn í átök stjórnvalda við andófsmenn Segir íslamista að verki » Assad fullyrti í viðtalinu að bar- áttan stæði milli annars vegar sín, sem vildi einingu arabaþjóða, og hins vegar íslamista í Bræðralagi múslíma. » Tugir hermanna og andófsmanna féllu á laugardag í borginni Homs. » Stjórnvöld sögðu að auk þess hefðu 10 liðsmenn öryggissveita fallið er setið var fyrir rútu þeirra í Idlib- héraði. FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 Íbúi í hverfinu Bang Phlat í norðanverðri Bang- kok í Taílandi fetar sig fram hjá limgerðis- skúlptúr á flóðasvæðinu í gær. Enn var vatns- hæðin sums staðar yfir einn metra í úthverfum höfuðborgarinnar í gær en hún stendur mjög lágt og skammt frá sjó. Dæmi erum að slöngur og krókódílar hafi skriðið úr vatninu inn í íbúðarhús. Minnst 370 hafa týnt lífi af völdum hamfaranna, enn streymir vatn af hálendari svæðum í átt til sjávar en spáð er að nokkuð dragi úr krafti flaumsins í dag. Yingluck Shina- watra forsætisráðherra sagðist í gær vera von- góð um að varnargarðar úr sandpokum héldu þannig að miðborgin slyppi að mestu. Um 41% landsframleiðslunnar verður til í Bangkok. Reuters Miðborg Bangkok gæti sloppið Enn mikil flóð Taílandi en líkur á að dragi úr þeim í dag FRETTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Stundum segja fjölmiðlar vægast sagt misvísandi fréttir af skorti í heiminum. Þannig var nýlega sagt að nær 60 milljónir Bandaríkjamanna ættu ekki málungi matar. Þjáðust af hungri. Er hugsanlegt að þannig sé raunveruleikinn í því landi heims þar sem offita er mest, sem framleiðir mest af mat og flytur mest út af mat? Svarið er nei. Álíka fátítt er að Bandaríkjamenn deyi úr hungri og Norðurlandabúar. Vannæring er að sjálfsögðu til hjá öldruðu fólki sem illa er sinnt; það þekkist því miður í öllum ríkum löndum. Einnig hjá úti- gangsfólki, eiturlyfjafíklum og börn- um þeirra, hugsanlega ólöglegum innflytjendum eða þeim sem eru of stoltir til að biðja um aðstoð. En reiðir bloggarar vestra benda á að verið sé að gjaldfella hugtakið hungur með því að nota það jöfnum höndum um félagsleg vandamál í ríku löndunum og raunverulegan hungurdauða í Sómalíu. Gera óbein- línis lítið úr þjáningum Sómala. Gallup-stofnunin bandaríska mæl- ir reglulega ástandið hjá fjölskyldum í landinu með því að spyrja nokkurra lykilspurninga. Dæmi: Hefurðu heimsótt tann- lækni á undanförnum 12 mánuðum? Áttu nógu mikla peninga til að kaupa mat handa þér og fjölskyldunni? Áttu nógu mikla peninga til að útvega þér og fjölskyldunni viðunandi húsnæði? Gallup les vafalaust rétt úr svör- unum en hvernig ber að skilgreina „viðunandi“ húsnæði? Aukið hlutfall sem lýsir vandamálum vegna pen- ingaleysis segir þó sína sögu um versnandi efnahagsástand síð- ustu árin. En ekki að nú þjaki hungur fjölda Banda- ríkjamanna. Ekki er spurt hvort fólk svelti og þá hve oft. En 19% svara að þeir eigi erfitt með að öngla saman fyrir mat. Þetta er huglægt mat þeirra en segir fátt um það hvort þeir verði raunverulega að neita sér um mat. Ljóst að nær enginn Bandaríkjamaður sveltur  En margir segjast eiga erfitt með að kaupa sér mat Þjóðveldis- flokkur Høgna Hoydals í Fær- eyjum galt af- hroð í kosn- ingum á laugar- dag, tapaði tveimur sætum. Konur skipa nú fjögur af sex sæt- um flokksins, ein þeirra er Gunnvör Balle, fyrrver- andi sendiherra á Íslandi. Sam- bandsflokkur Kajs Leos Johann- esens lögmanns bætti við sig, var með um 25% og átta sæti. Vinstrimenn tapa miklu fylgi í kosn- ingum í Færeyjum Høgni Hoydal Klukkunni var breytt yfir í vetr- artíma í Bretlandi um helgina en svo getur farið að það verði í síð- asta sinn. Rússar ákváðu nýlega að nota sumartíma allt árið og hreyfa því að þessu sinni ekkert við klukk- unni, frekar en Íslendingar. Breskur íhaldsþingmaður lagði í fyrra fram tillögu um að kannaðir yrðu kostir og gallar við að sam- ræma klukkuna meginlandstíma. Samþykki Skotar, Walesbúar og N-Írar hugmyndina gæti breski sértíminn verið fyrir bí á næsta ári. Taka Bretar loks upp Evróputíma? Bandaríkjamenn hyggjast styrkja herafla landsins í ríkjum við Persa- flóa eftir að síðustu bandarísku hermennirnir yfirgefa Írak í árs- lok, að sögn The New York Times. Yfirmönnum hersins tókst ekki að fá Barack Obama Bandaríkjafor- seta og ráðamenn í Bagdad til að samþykkja að allt að 20 þúsund manna liðsafli yrði áfram í Írak eftir 2011. Babaker Zebari, hershöfðingi í her Íraks, álítur að herinn verði ekki reiðubúinn að verja loftrými landsins fyrr en 2020. „Landher án aðstoðar flughers er mjög ber- skjaldaður,“ segir Zebari. Íraks- stjórn hefur pantað 18 bandarískar F-16-orrustuþotur en nokkur ár munu líða áður en þær verða tekn- ar í notkun. Bandaríkjamenn óttast að við taki tími óstöðugleika, Íranar gætu t.d. ráðist á Írak. Verður því reynt að styrkja varnartengsl Bandaríkj- anna við Sádi-Arabíu, Kúveit, Bar- ein, Katar, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Óman. kjon@mbl.is AP Vígreifir Íraskir hermenn og lögreglumenn eru margir lítt þjálfaðir. Efla samstarf við Persaflóaríki Bloggarar vestra hafa margir tjáð sig um „hungurfréttina“ og deila hart. Sumir segja hana stórundarlega í landi þar sem stjórnvöld tryggi öllum mat- arseðla (food stamps) ef þeir eiga ekki fyrir mat. (En þá mega árstekjur að vísu ekki vera miklar.) Fullyrt er að Gallup spyrji ekki lengur hvort fólk svelti vegna þess að langt sé síðan nokkur hafi svar- að já. „... 19% Bandaríkja- manna hafa áhyggjur af því að þeir og fjölskyldan geti ekki étið yfir sig,“ segir bloggari háðslega. Verið að ýkja vesöldina? „HUNGURFRÉTTIN“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.