Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Fjárfestir leitar að góðum sölustjórameðeiganda til að kaupa með sér gott innflutnings- og framleiðslufyrirtæki sem tengist byggingariðnaði og hefur gengið vel í kreppunni. Viðkomandi verður að vera duglegur og heiðarlegur með góða samkiptahæfni og vera vanur sölustörfum á þessu sviði. • Sérhæfð ferðaskrifstofa sem hefur verið í miklum vexti á undanförnum árum óskar eftir framkvæmdastjóra og meðeiganda sem myndi eignast fyrirtækið allt þegar núverandi eigandi hættir vegna aldurs. Nýr framkvæmdastjóri þarf að hafa gott fjármálavit og skipulagshæfileika til að halda utan um fyrirsjáanlega stækkun fyrirtækisins. • Sérverslun í miðbænum með langa og góða rekstrarsögu. Ársvelta 100 mkr. • Framleiðslufyrirtæki með eigin verslanir. Með yfir 50% markaðshlutdeild og góða vaxtamöguleika. Ársvelta 400 mkr. Góð framlegð. • Rótgróið og vel þekkt gólfefnafyrirtæki. Ársvelta 200 mkr. Góð afkoma og hagkvæmur lager. • Stórt hvalaskoðunarfyrirtæki í Reykjavík með glæsilegan bát. Mikill vöxtur milli ára og hægt að gera enn betur. • Rótgróið gistihús í miðbænum. 50 herbergi. Mjög góð afkoma. NÝIR MATREIÐSLUÞÆTTIR Í MBL SJÓNVARPI! MATUR FYRIR FJÓRA UNDIR 2.000 KR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns fram- boðs samþykkti í gær ályktun þess efnis að ekki yrði farið í frekari niðurskurð í heilbrigðiskerfinu en ráð er fyrir gert í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður flokksins og fjár- málaráðherra, og Árni Þór Sigurðsson alþingismaður komu í veg fyrir að fjárlagafrumvarpið yrði sett í upp- nám. Fyrir fundinum lá ályktun sem margir vildu túlka þannig að lagst yrði gegn því að skorið yrði niður um 1,5% til heilbrigðismála á næsta ári. Árni Þór sagði að með samþykkt hennar færi fjárlagafrumvarpið upp í loft og Steingrímur tók þannig til orða að aulalegt yrði að mæta til þings með samþykkt sem gengi þvert gegn fjárlagafrumvarpi, sem unnið hefði verið að síðan í jan- úar. Eftir að tillagan var tekin til atkvæðagreiðslu sett- ist hópur manna niður til þess að komast að niðurstöðu sem allir gætu sæst á, en það tókst ekki og lagðar voru fram tvær breytingartillögur. Steingrímur, Árni Þór og fleiri – alls 88 landsfundarfulltrúar – greiddu atkvæði með tillögu sem ekki gat talist í andstöðu við frumvarp til fjárlaga, en alls studdu 40, þar á meðal ráðherrarnir Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason, hina ályktunina og vildu bersýnilega láta gott heita í niðurskurði; að hætt yrði við 1,5% niðurskurð á næsta ári sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir alþingismaður var sama sinnis og þeir Ög- mundur og Jón. Álfheiður Ingadóttir alþingismaður sagði þingmenn flokksins ekki geta hlaupið frá frum- varpi til fjárlaga en vissulega ættu þeir að reyna að milda niðurskurð frá því sem þar væri lagt til. Samþykkt var á landsfundinum á Akureyri í gær, með þorra atkvæða, ályktun þar sem ítrekað er að hagsmunum Íslands sé best borgið utan ESB. Hana sömdu Ragnar Arnalds, Hjörleifur Guttormsson, Árni Þór Sigurðsson og Guðrún Þórsdóttir og þar var m.a. bent á „þá miklu skerðingu lýðræðis sem felst í ESB- aðild ásamt fullveldisafsali á fjölmörgum sviðum. Þróun innan ESB að undanförnu, nú síðast vegna átaka um framtíð evru-samstarfsins, stefnir í átt að enn frekari samruna með hertri miðstýringu. Með Lissabon- sáttmálanum er einnig kominn vísir að samstarfi um utanríkis- og hernaðarmálefni. Jafnframt eiga félagsleg sjónarmið, umhverfisvernd, fæðu- og matvælaöryggi og réttindi launafólks undir högg að sækja innan sam- bandsins. Þá mun VG tryggja að íslenskt stjórnkerfi verði ekki aðlagað stjórnkerfi ESB á meðan á aðild- arviðræðum stendur“. Í ályktunni sagði einnig: „Lands- fundurinn telur það vera eitt af forgangsverkefnum VG, flokkseininga og þingflokks, að herða róðurinn við að upplýsa þjóðina um eðli og afleiðingar ESB-aðildar.“ Óttuðust að frumvarp til fjárlaga færi í uppnám  Aulalegt að álykta gegn fjárlagafrumvarpi  Forgangs- verkefni að upplýsa um eðli og afleiðingar ESB-aðildar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samþykkt var ályktun þar sem fagnað er tillögu sem liggur fyrir Alþingi um að fram fari þjóðaratkvæða- greiðsla um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Málefnahópur mildaði orðalag tillögu sem lögð var fyr- ir landsfundinn, en þar var áréttuð krafa um að Ísland segði sig úr „hernaðarbandalaginu Nató“ en nafni ályktunarinnar var reyndar breytt úr „Ályktun um Nató“ í „Ísland úr Nató“. Þá var ályktun, þar sem lagst var gegn því að heim- ila staðgöngumæðrun hér á landi, hvort sem er í hagn- aðarskyni eða velgjörðarskyni, vísað til þingflokks til frekari umræðu. Mjótt var á munum; 72 samþykktu að vísa málinu til þingflokks en 65 vildu taka ályktunina til afgreiðslu á þinginu. Þjóðin fái að kjósa ÍSLAND ÚR NATÓ Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Aðfaranótt sunnudagsins voru þrír unglingar handteknir á Stuðlum, sem er meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga, og færðir í fangageymslur. Er þetta í annað skiptið á stuttum tíma sem slík uppákoma verður í meðferðarstofnun af þessu tagi. Í síðustu viku struku nokkrir ungling- ar af meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði. Einn þeirra var einmitt fluttur á Stuðla um helgina og tók hann þátt í flóttatilrauninni sem gerð var núna á laugardagskvöldið. Starfsmenn reyndu að stöðva flótt- ann en þá tóku unglingarnir sundur sófa sem er á deildinni og bjuggu sér til vopn úr honum. Starfsmennirnir náðu þá að læsa hluta deildarinnar af og hringja á aðstoð frá lögreglu. Enda hafa starfsmennirnir engar heimildir til að beita líkamlegu afli nema til að verja líf og limi. Að sögn Sólveigar Ásgríms- dóttur, forstöðumanns Stuðla, hafði hún heyrt í sínu fólki og að enginn væri slasaður. En hún sagði álagið mikið á heimilunum enda hefði þeim verið fækkað mikið undanfarin ár. „Mér finnst starfsfólkið bæði norður í Skagafirði og núna á Stuðl- um hafa staðið sig afskaplega vel,“ sagði Bragi Guðbrandsson, for- stöðumaður Barnaverndarstofu, þegar talað var við hann. Hann þakkaði lögreglunni líka fyrir skjót viðbrögð. Þrír unglingar handteknir á Stuðlum aðfaranótt sunnudags  Önnur strokutilraunin á nokkrum dögum - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Hugað að framtíðinni Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra gefur ungum syni sínum, Ármanni Áka Gunn- arssyni, brjóst á landsfundinum í gær. Til hægri er Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir úr Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.