Morgunblaðið - 31.10.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 31.10.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 Gunnar Waage tónlistarmaðursér fyrir sér umbrot í stjórn- málum:    Þrátt fyrir aðhafa sett nýjan standard hér á landi, með því að breyta stjórn banka- mála í leyniþjón- ustustarfsemi, þá þykist nú Stein- grímur sem aldrei fyrr þess um- kominn að tala niður til þing- manna.    Þótt leitað yrði lengi þá fyndistekki stjórnmálamaður í sögu landsins sem gert hefur jafn mikið af sér og Steingrímur J. Sigfússon. Því er það nú vel að það sé nokkuð öruggt að Vinstri Grænir muni bíða afhroð í næstu alþingiskosningum.    Það er ánægjulegt að ný stjórn-málaöfl séu að undirbúa sig til þátttöku í næstu kosningum. Þá er ekki átt við Besta Flokkinn og Guð- mund Steingrímsson sem er tróju- hestur Samfylkingarinnar.    Ég bind vonir við nýjan flokkLilju Mósesdóttur. Einnig hef ég mikla trú á Frelsishreyfingunni sem ég sjálfur er aðili að. Þessar hreyfingar eiga það sameiginlegt með Hreyfingunni (áður XO) að vera flokkar sem fyrst og fremst fara fyrir málum er varða almenn- ing og velferð almennra borgara.    Við þurfum nýtt fólk inn á þingmeð nýjar áherslur, en við þurfum ekki nýtt fólk í Samfylk- inguna sem lemur fólk til hlýðni með bakherbergissamþykktum og þjónustu við fjármálaelítuna. Það skiptir afskaplega litlu máli hvaða andlit standa í þeirri línu eða hvaða nöfnum það fólk heitir þegar að það er ekki sjálfráða yfir eigin af- stöðu.“ Gunnar Waage tónlistarmaður Umbrot framundan? STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.10., kl. 18.00 Reykjavík 5 rigning Bolungarvík 2 rigning Akureyri 4 rigning Kirkjubæjarkl. 6 rigning Vestmannaeyjar 7 alskýjað Nuuk -2 upplýsingar bárust ek Þórshöfn 9 skýjað Ósló 10 léttskýjað Kaupmannahöfn 11 þoka Stokkhólmur 10 alskýjað Helsinki 8 skúrir Lúxemborg 12 skýjað Brussel 15 skýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 13 skýjað London 16 skýjað París 15 skýjað Amsterdam 12 súld Hamborg 13 skýjað Berlín 15 skýjað Vín 11 skýjað Moskva 5 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 22 heiðskírt Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg 5 alskýjað Montreal 7 léttskýjað New York 3 heiðskírt Chicago 8 alskýjað Orlando 23 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:08 17:16 ÍSAFJÖRÐUR 9:25 17:09 SIGLUFJÖRÐUR 9:08 16:52 DJÚPIVOGUR 8:40 16:43 María Elísabet Pallé mep@mbl.is „Verið er að afla upplýsinga um skráningu fjölmiðla og upplýsingar um eignarhald sem eiga að birtast á heimasíðu fjölmiðlanefndarinnar,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar samkvæmt nýjum lögum um fjöl- miðla. Hún segir að miklu að huga. Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrir undir menntamálaráðherra og á að annast eftirlit á því sviði sem lögin ná til. Hlutverk nefndarinnar er að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun, standa vörð um tjáning- arfrelsi og rétt almennings til upp- lýsinga. „Nefndin hóf störf 1. sept- ember og það er að gríðarlegu mörgu að huga. Brýnast er að skila ákveðnum upplýsingum miðað við þær dagsetningar sem eru í lög- unum með þær takmörkuðu auð- lindir sem við höfum,“segir Elfa. Í lögunum stendur að nefndin hafi sex mánuði til þess að skila upplýsing- um um skráningu og eignarhald frá gildistöku laganna. „Það er verið að kortleggja verkefnin eins og er en nefndin hefur heimild til þess að forgangsraða málum,“ segir Elfa. Ákvarðanir endanlegar Samkvæmt 8. gr. laganna verður ákvörðunum fjölmiðlanefndar ekki skotið til annarra stjórnvalda. Meðal þeirra verkefna sem nefnd- inni eru falin er að fylgjast með stöðu og þróun á fjölmiðlamarkaði, eftirlit með skráningarskyldu og veitingu leyfa til hljóð- og mynd- miðlunar sem og að tryggja að lög- boðnar upplýsingar um allar fjöl- miðlaveitur séu fyrir hendi. Nefndinni er einnig heimilt að ráða starfsmenn til þess að annast dag- lega framkvæmd laganna og stjórna þeim verkefnum sem nefndinni eru falin samkvæmt lögunum. „Með mínum fyrstu störfum sem framkvæmdastjóri eru öll þessi praktísku mál eins og húsnæði, tölvubúnaður og ýmisleg tæknileg atriði,“ segir Elfa. Segir hún að nefndin þurfi að fylgja þeim fjárveitingum og fjár- lagaramma sem hafi verið settur fyrir næsta ár og ekki hafi verið teknar ákvarðanir um ráðningu fleiri starfsmanna enda sé verið að kortleggja hvernig rekstrinum verði háttað. „Við erum að vinna rekstraráætl- unina og til að það sé hægt þurfum við að vita hver rekstrarkostnaður verður fyrir næsta ár.“ Upplýsingaöflun í fullum gangi  Fjölmiðlanefnd vinnur að brýnustu verkefnunum samkvæmt lögunum Morgunblaðið/Golli Fjölmiðlar Fjölmiðlanefnd heyrir undir menntamálaráðherra en henni er ætlað að standa vörð um tjáningarfrelsið og rétt almennings til upplýsinga. „Hún fór nú þannig að það var út- kall á föstudagskvöldið, fyrsta dag- inn, og svo var útkall í gær [laug- ardag] en í þann mund sem björgunarsveitir lögðu af stað komu mennirnir fram,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélag- inu Landsbjörg, spurður hvernig til hafi tekist með fyrstu rjúpnaveiði- helgi ársins. Í ár er heimilt að veiða rjúpu í alls níu daga og segir Jónas það fyrirkomulag valda sér dá- lítlum áhyggjum. „Af því að þetta eru bara níu ákveðnir dagar höfum við áhyggjur af því að fólk sé að fara af stað þó að veðurspáin sé ekki upp á það besta.“ Segir hann mikilvægt að fólk fari með gát og láti stjórnast af skynsemi fremur en veiðieðli. Á upphafsdegi veiðitímabilsins þurftu björgunarsveitir að aðstoða tvær rjúpnaskyttur í vanda við Vikravatn en að sögn voru þeir villtir þrátt fyrir að hafa undir höndum gps-staðsetningartæki. „Þeir voru með gps-tæki en kunnu ekki að nota það […] þá gagnast það lítið,“ segir Jónas. Daginn eftir, laugardag, barst björgunarsveitum hjálpar- beiðni frá skyttum á Austurlandi en þær komu fljótt fram. Vert er að benda fólki á heimasíðuna safe- travel.is en þar geta veiðimenn, sem og aðrir ferðamenn, skilið eftir ferðaáætlun sína sér að kostnaðar- lausu. khj@mbl.is Látum ekki veiði- eðlið ráða för  Fyrirkomulag veldur áhyggjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.