Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Allt frá því Sölvi Oddsson hóf í sumar að flytja inn búnað til að rafknýja reiðhjól hefur áhuginn vaxið jafnt og þétt. Nýr gámur er á leiðinni og þegar sá búnaður verður kominn í notkun hafa Sölvi og félagar hans í Rafhjólum ehf. sett búnað á hátt í 400 reið- hjól. „Þetta selst alltaf upp,“ seg- ir Sölvi. Hann er orkutæknifræð- ingur og vélstjóri hjá verkfræði- stofunni Mannviti. Rafhjól bjóða upp á breytingu á reiðhjólum í rafhjól ásamt því að geta útvegað rafhjól í samstarfi við reiðhjólaverslanir. Sölvi segir áhugann ótrúlegan. Í fyrstu hafi hann aðeins ætlað að setja rafmagnsbúnað á sitt eigið hjól og verið búinn að prófa sig áfram með ýmsan búnað þar til hann fann þá samsetningu sem notast er við í dag. Eiginkonan hafi raunar verið fljót til að gera hjólið hans upptækt og því þurfti hann að setja búnað á hennar hjól einnig. Síðan hafi fleiri og fleiri sýnt áhuga á að fá hjá honum hjól og því ákvað hann að hefja innflutning. Fyrst flutti hann inn búnað fyr- ir um 50 hjól í einu, síðan 100 og nú er von á gámi með búnaði fyr- ir 250-300 hjól. Hann gerir ráð fyrir að sá skammtur dugi eitt- hvað fram á vorið. Á sama tíma er Sölvi að hanna og breyta þeim búnaði sem hann hefur flutt inn og hann segir að á næstu misserum muni Rafhjól kynna nýjar lausnir þar sem um verður að ræða nýjan og bættan búnað. Úr Mosfellsbæ í Hafnarfjörð Sölvi segir fjölbreyttan hóp nota rafhjólin. Einn notandinn búi t.d. í Mosfellsbæ en sæki vinnu inn í Hafnarfjörð en leiðin þarna á milli sé um 20 km löng. Þessi maður hafi áður hjólað þessa leið, a.m.k. á sumrin og í góðu veðri og tekið strætó inn á milli. Nú þeysi hann á milli á raf- hjólinu og sé mun fljótari á milli á hjólinu. Aðrir fara styttra. Sölvi segir að kostirnir við rafhjólin séu m.a. að menn geti farið langar vegalengdir á hjólunum án þess að svitna. Hægt sé að láta rafmagnið um að koma hjólinu áfram en flestir kjósi þó að hjóla með, annars sé hætt við að mönnum verði kalt. „Ég hjóla alltaf með, það er bara mín miðstöð,“ segir hann. Aðspurður hversu hratt hjólin komist segir Sölvi að búnaður- inn, eins og hann sé settur upp hjá Rafhjólum, dugi til að koma hjólinu á um 25 km hraða á jafn- sléttu. Á hinn bóginn sé einfalt að stilla búnaðinn þannig að hjólið farið hraðar, upp í 40-50 km hraða en þá sé það jafnframt orðið skráningarskylt og þurfi próf og tryggingar til að nota það. Raunar geti hver sem er keypt sér samskonar búnað, sett hann á hjólið og búið svo um hnútana að það fari mun hraðar. „En þetta eru bara reiðhjól og bremsur og annað er ekki smíð- að fyrir slíka vitleysu,“ segir hann. Hjá Rafhjólum ehf. sé mið- að við 25 km hraða, í samræmi við lög og reglur. Sölvi bætir því við að hann sé ekki hrifinn af því að selja börn- um rafhjól sem komist upp í 25 km hraða, enda ekki víst að þau ráði þá við hjólin. „Ef maður getur ekki hjólað upp í 25 kíló- metra hraða, þá á maður ekki að vera á rafhjóli sem kemst upp í 25,“ segir hann. Þetta eigi líka við um rafmagnsvespurnar. For- eldrar þurfi að íhuga vel hvort börn þeirra geti farið með slík tæki. Rafhjólum fjölgar hratt á stígunum Morgunblaðið/Ómar Rafmagnað Sölvi þeysir um á rafhjólinu. Þegar hjólum er breytt í rafhjól er gamla gjörðin tekin af og gjörð með rafmagnsmótor sett í staðinn. Hjólið er kraftmikið og alls ekki borgar sig að fara á fullri ferð í beygjur.  Eitt fyrirtæki brátt búið að selja búnað til að breyta hátt í 400 reiðhjólum í rafhjól  Gerð fyrir hraða upp í 25 km/klst  Hægt er að breyta hraðastillingu og fara þannig hraðar Þarf að bæta reglur » Sölvi segir að regluverk- inu um rafmagnshjól sé að mörgu leyti ábótavant. Í umferðarlögum er reiðhjól m.a. skilgreint með eftirfar- andi hætti: „Lítil vél- eða rafknúin ökutæki, sem hönnuð eru til aksturs á hraða frá 8 km og upp í 25 km á klst. Undir þessa skil- greiningu fellur m.a. vélknúið hlaupahjól sem bú- ið er stigbretti, er á hjólum og með stöng að framan sem á er stýri. Slíkum far- artækjum má ekki aka á ak- braut.“ » Það er mat Sölvi að breyta þurfi reglunum svo notkun rafhjóla verði með sama hætti og hefðbund- inna reiðhjóla. » Fleiri selja rafmagnshjól, s.s. El-bike, Örninn og Orkuver en þau eru ann- arrar gerðar en þau sem Rafhjól selja. Búnaðurinn sem um ræðir samanstendur af gjörð með rafmagnsmótor, litíumrafhlöðu, inngjöf sem höfð er í handfangi hjólsins og mælum sem seldir eru aukalega. Búnaðurinn er 8-10 kg, sem bætist við þyngd hjólsins og mótorinn heldur aðeins við þegar hjólað er þannig að aðeins þyngra er að stíga hjólið ef rafmagnið er ekki notað. Ekki er einfalt mál að taka búnaðinn af hjólinu. Búnaðurinn, sem er frá Kína, kostar frá 115.000 kr. með minnsta mótornum og minnstu rafhlöðunni en al- gengasti búnaðurinn er á 135.000 kr. Uppsetning kost- ar um 24.000 kr. Ódýrara en að hjóla sjálfur Um endinguna er ekki gott að fullyrða en Sölvi segir að eftir að rafhlaðan hefur verið hlaðin þúsund sinnum eigi hún að hafa 80% geymslugetu á við nýja rafhlöðu. Búnaðurinn eigi klárlega að duga 40.000 kílómetra, hið minnsta. Það þýði að kostnaður á hvern kílómetra sé fjórar krónur. „Það hefur verið reiknað út að þetta sé tuttugu sinnum ódýrara en að reka sparneytinn smá- bíl,“ segir Sölvi. „Þetta er hagkvæmasti samgöngumáti sem völ er á.“ Sölvi bendir á að rafhjólin séu umhverf- isvænsti og ódýrasti samgöngumáti sem völ er á. Snilldin við þau felist m.a. í því að fólk geti tekið reið- hjól sem það notar e.t.v. lítið og notað þau í breyt- inguna. Á vef Rafhjóla ehf. (rafhjol.is) má m.a. lesa um að hagkvæmara sé að hjóla á rafhjólum en hjóla sjálfur. Raforkan sé nefnilega ódýrari en sá matur sem hjól- reiðamaður þarf til að bæta sér upp þær hitaeiningar sem tapast við hjólreiðarnar. Umhverfisvænn og ódýr samgöngumáti ÓDÝRARA AÐ KNÝJA RAFHJÓL EN AÐ HJÓLA SJÁLFUR Mótor Batterí og gjörð með mótor eru sett á reiðhjól. Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Tímapantanir 534 9600 Heyrn · Hlíðasmári 11 201 Kópavogur · heyrn.isHEYRNARÞJÓNUSTA „Ærumeiðingar og mannorðs- morð eru daglegt brauð í opinberri orðræðu fjölmiðla og bloggheima. Það er alvarlegt samfélagsmein og ógnun við grundvöll heil- brigðs þjóð- félags.“ Þetta sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í prédikun í Hallgrímskirkju í gær og einnig að makalaust væri hvernig sleggjudómar og upphróp- anir hefðu tekið yfir. Karl sagði að íslenska þjóðin væri í sorg. „[Þ]essi þjóð, sem fyrir nokkrum árum taldist ein sú ham- ingjusamasta í heimi.“ Hann sagði vonleysi og neikvæðni í kjölfar bankahrunsins hafa lagst þungt á þjóðarsálina, leitin að sökudólgum og blórabögglum tæki á og reiðin spýtti galli um þjóðarlíkamann. „En hún mun engu skila! Þar er ekki sannleikann að finna, lausnirnar, framtíðina. Það mun ekki heldur fást í vísitölum og greiningum. Engar hagtölur hugga í sorg.“ Að endingu sagði biskupinn að sannleikurinn mundi gera okkur frjáls. Daglegar ærumeiðingar alvarlegt samfélagsmein  Biskup segir leit þjóðarinnar að sökudólgum engu skila Karl Sigurbjörnsson Hallgrímskirkja » Karl Sigurbjörnsson flutti prédikun sína í hátíðarmessu, sem haldin var í tilefni af 25 ára vígsluafmæli Hallgríms- kirkju. » Hann sagði kirkjuna þjóð- arstolt og vísaði í könnun ferðaskrifstofu sér til stuðn- ings, en sú sýndi fram á að Hallgrímskirkja teldist ein tíu fegurstu kirkna heims.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.