Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 11
nú er verið að tengja við þá tvo sem skólinn er starfræktur í núna,“ sagði Bryndís Einarsdóttir í samtali við blaðamann. Hún sagði þróun skólans hafa verið ævintýri líkasta en það hefði líka kostað mikla vinnu að komast á þann stað sem þau eru nú. Og þó er ekki allt búið enn. „Núna þarf ég að vinna að því að fá fjármagn inn í skól- ann, bæði styrki og rekstrarfé, og móta námstefnu fyrir framhalds- skólastigið á listdansbraut. Allar bóklegar greinar til stúdentsprófs verða kenndar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, nema listdanssaga sem verður kennd hjá okkur, og vonandi tekst okkur að kenna líf- færa- og næringarfræði í samvinnu við Keili. Við erum komin með litla kennslustofu hér, ótrúlega krútt- lega,“ sagði Bryndís og sýndi blaðamanni stofuna þar sem dans- bókasafn er einnig að byggjast upp. Nemendum gefst kostur á dvöl á heimavist á Ásbrú Frá hausti 2012 verður boðið upp á listdansbraut á framhalds- skólastigi við Bryn-ballettakadem- íuna og fara inntökupróf í deildina fram í maí 2012. Að sögn Bryndís- ar er krafist grundvallarkunnáttu í listdansi í framhaldsskóladeild og er m.a. hægt að sækja sér þá kunnáttu í skólanum, ýmist á kjör- sviði í samstarfi við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja eða í deildum skólans, grunnskóladeild og al- mennri deild forskóla og tóm- stundanáms. „Núna eru nemendur á framhaldsskólastigi hér fimm daga vikunnar í valáföngum og grunnskóladeildin í fullu námi, svo þetta er orðið þeirra annað heimili. Ég á mér þann draum að hér í húsinu verði einnig starfrækt alls- herjar heilsustöð, í rými sem laust er í þriðja bragganum. Ég sé fyrir mér nudd, heilun, osteopatíu og allt það sem býður upp á dekur og þróun á líkama, huga og sál. Ég yrði þarna alltaf,“ sagði Bryndís og hlær sínum innilega hlátri. Samkeppnisfær á erlendum markaði Bryndís er farin að merkja áhuga frá dansnemendum utan af landi og ætlar að bregðast við því með því að bjóða upp á heimavist á Ásbrú í námunda við skólann. Þar gefst nemendum frá 16 ára aldri kostur á að leigja saman íbúð und- ir stjórn umsjónarmanns heima- vistar í nágrenni við BBA, dansað alla daga hjá listdansskólanum og strætó tekinn í FS til þess að stunda bóklegu námsgreinarnar. „Ég vil að skólinn verði samkeppn- isfær á erlendum markaði einnig og því legg ég mikið upp úr gæð- unum. Hér í skólanum starfa um 20 manns, bæði kennarar og annað starfsfólk, s.s. náms- og mannauðs- stjóri, fjármálastjóri og starfs- maður erlendra samskipta. Ég þekki erlendan dansheim vel eftir að hafa starfað þar og rekið skóla erlendis. Þekking og reynsla er góður kostur til þess að byggja alla drauma á,“ sagði Bryndís að lokum. Á framhaldsskólastigi Bryndís Einarsdóttir hefur á stuttum tíma byggt um listdansskóla í Reykjanesbæ. Hér er Bryndís inn í dansbókasafni skólans. Skólinn er til húsa í fyrrverandi skotfæra- geymslu varnarliðsins. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 Icelandic Fitness and Health expo 2011 er fjölíþróttahátíð þar sem kynnt verður ýmsar tegundir íþrótta, haldnir fyrirlestrar og kynnt það allra nýjasta í næringu, íþróttavörum og fatnaði. Helstu sérfræðingar í fitness- og heilsuiðnaðinum verða á svæðinu. Allt sem þú þarft að vita til að bæta heilsuna !!! Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt blað um þessa hátíð sem kemur út 4. nóvember. Á þitt fyrirtæki heima í þessu blaði – ekki láta það fram hjá þér fara! Síðasti séns að vera með er fyrir kl 17:00 þriðjudaginn 1. nóvember. Í blaðinu verður fjallað um: · Nýjungar í vaxtarrækt · Hnefaleikar · Fæðubótarefni - allt það nýjasta · Fimleikar - íþrótt fyrir alla · Íþróttafatnaður · Íþróttaskór - val á réttu skónum · Sjálfsvarnaríþróttir · Kraftlyftingar Icelandic Fitness and Health expo 2011 Barnabókahöfundurinn Roger Hargreaves fæddist á Eng- landi árið 1935. Hann er þekktur fyrir bækur sínar um Herramennina og Ungfrúrnar sem margir Íslendingar kannast við. Hargreaves lést árið 1988 en bækur eftir hann eru enn að koma út. Nú eru komnar út fimm nýjar Herra- og Ungfrúr-bækur hjá Forlaginu í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Góð og hjálpsöm Herra Skellur segir af Herra Skelli sem fær alltaf skelli og marbletti, skrámur og sár sama hvað hann gerir. Hann veltir fyrir sér hvaða starf hann geti unnið án þess að meiða sig og hvort hann gæti orðið riddari? Ungfrú Prins- essa er alvöruprinsessa sem býr í stórum kastala og er með þjóna. Hún er þó ekki montin og hrokafull heldur vill þvert á móti hjálpa öðrum. Það gengur hins vegar svolítið illa því það er ekki margt sem ungfrú Prinsessa kann að gera. Þá er það Herra Góður sem er mjög, mjög góður. Það gerir hann því leiðan að búa í Vondalandi þar sem allir eru dónalegir, pollarnir eru dýpri og hundar bíta. Hann verður ekki glaður aftur fyrr en hann kemst í Góðaland. Ungfrú Ágæt spyr töfraspegilinn sinn á hverjum morgni hver sé ágætust og fær ævinlega sama svarið. Töfraspegillinn skiptir hins vegar um skoðun þegar prinsessan flytur í hverfið. Loks er það Ungfrú Afmælis sem nýtur lífsins á hverjum degi. Á hverjum degi á einhver afmæli og ungfrú Afmælis er bráðsnjöll að velja alltaf rétta afmælisgjöf. Hún er hins vegar í vandræðum með hvað hún eigi að gefa herra Röngum. Appelsínugulur kitlari Hinar sívinsælu teiknimyndafíg- úrur Hargreaves fagna 40 ára af- mæli í ár. En bækurnar um Herra Sælan, Herra Kitla, Herra Hnýsinn og alla hina hafa selst í yfir 100 milljónum eintaka. Er Hargreaves næstsöluhæsti rithöfundurinn á eft- ir höfundi Harry Potter-bókanna, JK Rowling. Hugmyndin að Herramönn- unum kviknaði hjá Hargreaves þegar sonur hans, Adam, spurði hvernig „kitlari“ liti út. Þá fæddist í huga höf- undarins mynd af appelsínugulum karli með yfirnáttúrlega langar hendur sem hafði þörf til að kitla allt og alla sem á vegi hans varð. Herramenn og ungfrúr Morgunblaðið/Kristinn Vinsælar Margir kannast við bæk- urnar um Herramenn og Ungfrúr. Sívinsælar teiknimyndasögur Smartsímar eru til margra hluta nytsamlegir. Nú geta þeir foreldrar sem eiga slíkan síma með innbyggðu gps-tæki notað það til að fylgjast með börnunum sín- um á hrekkjavökunni þegar þau fara hús úr húsi. Það þarf nú ekki endilega að fylgja börnunum eftir hvert einasta fótspor en þetta kemur sér örugglega vel í hinum stóru Bandaríkjunum til að vita hvar börn- in eru og tryggja að þau fari ekki of langt í burtu frá heimili sínu. Til eru ýmiss konar forrit af þessu tagi og er hægt að ná í sum þeirra ókeypis á netinu. Google Latitude kallast eitt þeirra og er hægt að ná sér bæði í stað- setningarkerfið sér eða sem hluta af kortaþjónustu Google. Hægt er að nota forritið til að deila því með vinum og fjölskyldu hvar maður er staddur þá stund- ina. Til að geta fylgst með börnunum verða þau að hafa sama forrit á símanum en staðsetning þeirra birtist síðan sem ákveðið tákn á Google-korti foreldr- anna. Til eru aðrar gerðir af slíku forriti frá fleiri fyr- irtækjum, t.d. forritið Lookout. Þetta kemur fram í grein á vefsíðu bandaríska dagblaðsins Los Angeles Times. Tækni Foreldrar geta fylgst með börnunum í gegnum símann Morgunblaðið/Árni Sæberg Tæknin Með GPS í símanum geta foreldrar fylgst vel með börnunum og vitað hvar þau eru stödd hverju sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.