Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 12
Verklok Þegar Suðurstrandarvegi lýkur bíður ekki annað stórverkefni. Suðurstrandarvegur, milli Grinda- víkur og Þorlákshafnar, er nánast tilbúinn, tæplega ári á undan áætl- un. Á föstudag lagði Suðurverk bundið slitlag á síðasta kaflann sem þeir áttu eftir og eiga þeir nú bara eftir að snurfusa vinnusvæð- ið. KNH-verktakar voru líka við það að klára sinn hluta á föstudag. Kaflinn sem Suðurverk leggur er 14,6 km langur og liggur frá Ís- ólfsskála í vestri að Krýsuvík- urvegi í austri. Samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar átti verkinu að vera lokið 15. september 2012. Að sögn Gísla Eysteinssonar, verkstjóra og vélamanns hjá Suð- urverki, hófst jarðvinna á svæðinu eftir áramót en síðan hafi fyrir- tækið unnið ötullega að vegagerð- inni. „Þetta er bara þróttmikið fyrirtæki með góð tæki og góð- an mannskap,“ segir Gísli. Auk þess að leggja Suður- strandarveg lag- færði Suðurverk malarveginn nið- ur að Krýsuvíkurbjargi með sam- komulagi við Vegagerðina og Hafnarfjarðarbæ. Þegar ekið var þarna um á föstudag hafði Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, á orði að frágangur við veginn væri allur til fyrirmyndar, raunar einstaklega snyrtilegur. Gísli tók þessu hrósi auðvitað vel. „Menn vilja ekki gera sömu verkin nema einu sinni,“ sagði hann. Þegar mest var unnu 27 við verkið af hálfu Suðurverks en oft voru þarna 15-20 karlar. Þótt menn geti verið ánægðir með vel unnið verk er hætt við að sumir beri blendnar tilfinningar í brjósti. Verkefnastaða Suðurverks er nefnilega slæm, ekkert stór- verkefni í hendi og aðeins reyt- ingur hér og þar, að sögn Dofra Eysteinssonar, eiganda Suð- urverks og bróður Gísla. Nokkrir menn hafi hætt hjá fyrirtækinu um mánaðamótin. Eymdarástand En þarf að segja upp fleirum? „Það á eftir að reyna á það. Ef ekkert kemur í leitirnar verðum við að skoða málin upp á nýtt,“ sagði Dofri. Þessi mál þurfi að meta í hverjum mánuði. „Þetta er eymdarástand.“ Gísli Eysteinsson Suðurstrandarvegur er nánast tilbúinn Vinsæll Farið er með ferðamenn í skipulagðar ferðir í Leiðarenda. Fara verður varlega og gæta þess að skemma ekkert og vera með hjálm og ljós. BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Undanfarin þrjú ár hefur umferð ferðamanna um Reykjanesfólkvang aukist stórum, að sögn Óskars Sæv- arssonar, landvarðar og stjórnar- manns í fólkvanginum. Grípa þurfi til ráðstafana til að verja náttúru- perlur fyrir ágangi og vinna við það sé þegar hafin. Sérstaklega hafi erlendum ferða- mönnum sem heimsækja svæðið að vetri til fjölgað. Með opnun Suður- strandarvegar og fleiri vegabótum sem eru á döfinni muni svæðið opn- ast fyrir enn fleirum. Óskar bendir á að flest sambæri- leg svæði á landinu, þ.e. hálendið og þjóðgarðar, séu lokuð að meira eða minna leyti að vetri til. Reykjanes- skaginn sé snjóléttur og þar að auki skammt frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta skipti ekki síst máli yfir dimm- ustu vetrarmánuðina. Hægt sé að fara í 2-3 tíma rútuferð á Reykjanes- skagann og á þeim tíma t.d. sýna ferðamönnum hellinn Leiðarenda við Bláfjallaveg, hverasvæðið í Selt- úni í Krýsuvík og Krýsuvíkurbjarg. „Hellir, hverasvæði og sjávarbjarg, allt í sömu ferðinni,“ segir Óskar. Þetta sé formúla sem mörg ferða- þjónustufyrirtæki nýti sér. Óskar segir ljóst að álagið á ferða- mannastaði muni aukast og því beri að fagna. Á hinn bóginn sé ljóst að margir fjölsóttir staðir á Reykjanes- skaganum þoli ekki alla þessa um- ferð við núverandi aðstæður. Vetrarumferðin er slítandi enda er landið viðkvæmara að vetri en sumri. Óskar segir að nú þegar sé farið að sjá á mosabreiðum í grennd við Keili, Lambafell og í Sogunum. Þarna þurfi að grípa til aðgerða og um þær sé fjallað í stjórnunaráætlun fyrir fólkvanginn sem nú er unnið að. Sums staðar eru málin komin í gott lag, m.a. við hverasvæðið í Selt- úni í Krýsuvík og aðeins er rúmlega vika síðan stórátak var gert til að verja mosavaxið hraunið í kringum hellinn Leiðarenda. Þar höfðu myndast margir stígar í gegnum hraunið en Umhverfisstofnun og sjálfboðaliðasamtökin SEEDS lögðu þangað stíg og girtu hraunið af. Um- ferðinni er stýrt og mosinn varinn. Rétta leiðin að Leiðarenda  Mun fleiri heimsækja nú Reykjanesfólkvang að vetri til  Verja þarf náttúruperlur Morgunblaðið/RAX Rétta leiðin Umhverfi Leiðarenda var farið að láta á sjá. Með átaki Reykjanesfólkvangs, Umhverfisstofnunar og sjálfboðaliðasamtakanna SEEDS var stígur lagður að hellinum. Þannig verður hrauninu hlíft. Vatnsskarðsnámur gáfu efnið sem var notað. Hafin er tilraun með að græða mosa þar sem hann hafði verið traðkaður niður. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 Landvörður Óskar Sævarsson. Við lagfæringarnar nú í haust ók Suðurverk um 700-800 rúm- metrum í veginn niður að Krýsu- víkurbjargi. Þangað er nú fólks- bílafært en svo hefur ekki verið í um fimm ár. Leiðin niður að bjarginu hefur líka styst enda liggur Suðurstrandarvegur sunnar en gamla leiðin. Óskar Sævarsson landvörður hvetur alla sem fara að bjarginu til að fara varlega við bjargbrúnina. Töluvert hafi hrunið úr því, m.a. í tengslum við jarðhræringar. Fari varlega á brúninni KRÝSUVÍKURBJARG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.