Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele þvottavélar og þurrkarar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Miklu munar í niðurfærslu  Skráði ekki barn hjá sér og fær fimmtán milljónum minna afskrifað fyrir vikið Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Miklu getur munað á því hvað einstæðingar ann- ars vegar og fólk í sambúð eða með börn heima hins vegar fær fellt niður. Viðmælandi blaðsins á barn sem bjó hjá móður sinni um tíma í Dan- mörku og var því ekki skráð til heimilis hjá hon- um við síðustu skattaskil. Fyrir vikið munar fimmtán milljónum króna á þeirri afskrift sem honum er boðin og þeirri sem hann hefði haft möguleika á hefði barnið verið skráð til heimilis hjá honum. Að sögn mannsins tók hann um 40 milljóna króna húsnæðislán sem fór upp í 75 milljónir í hruninu. Húsið er aftur á móti í dag metið á 38 milljónir. Ef sonur hans hefði verið skráður hjá honum á þessum tíma hefði lánið getað farið nið- ur um þrjátíu milljónir en á ekki að fara niður um nema fimmtán milljónir þar sem hann er ein- stæðingur samkvæmt skattskýrslunni. Að hans sögn er 110% leiðin alls engin 110% leið fyrir einstæðinga. Þar sem sonur hans dvelur mikið hjá honum og mun að hluta alast upp á heimilinu bauðst hann til að færa hann inn á skattskýrsl- una sína en fékk synjun frá bankanum á þeirri forsendu að matið hefði þegar farið fram og yrði ekki gert aftur. Að sögn mannsins er þetta matsferli þó ekki miklu flóknara en þegar bank- inn tekur fólk í greiðslumat og því finnst honum hart að tapa fimmtán milljónum vegna þessara mistaka, eins og hann orðar það í spjalli við blaðið. Í samtali við upplýsingafulltrúa umboðsmanns skuldara, Svanborgu Sigmarsdóttur, staðfestir hún að það sé munur á mögulegum niðurfell- ingum eftir því hvort um er að ræða einstæð- inga, fólk í sambúð eða barnafólk. „Ég þekki þetta einstaka mál ekki,“ segir Svanborg, „en ef rétt er eftir haft og hann er einstætt foreldri og barnið ekki að staðaldri hjá móður sinni hefði maður haldið að hann ætti að geta samið við bankann sem slíkur.“ Spurð um hugsunina á bak við þessar reglur segist Svanborg ekki hafa tekið þátt í að semja reglurnar. „Mig minnir að hugsunin hafi verið að það væri verið að afskrifa skuldir miðað við eðli- lega heimilisstærð,“ segir Svanborg. „Að hug- myndin hafi verið að ef þú værir einstæðingur í tvö hundruð fermetra húsnæði mætti ekki af- skrifa endalaust á þig, en það mætti afskrifa meira á þig ef þú værir með maka og börn í tvö hundruð fermetra húsnæði,“ segir Svanborg. Maður hefði haldið að hann ætti að geta sam- ið við bankann. Svanborg Sigmarsdóttir María Elísabet Pallé mep@mbl.is Níu Íslendingar tóku þátt í keppninni um hálfan járnkarl eða hálfkarl í Miami í Flórída í gær, en slík keppni er mikil þrek- raun. Keppendur synda 1,9 kílómetra í sjó, hjóla 90 kílómetra og hlaupa svo að lokum 21,1 kílómetra. Fólk hvaðanæva úr heiminum ferðast til Miami til að vera með og voru þátttak- endur alls um 3.100. Af íslensku keppendunum náði Björn Ólafsson bestum tíma en hann kláraði þrekraunina á fimm klukkustundum og sextán mínútum. „Þetta gekk ágætlega, tímarnir voru þó að- eins lakari en maður stefndi að,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið að lokinni keppni. Sá sem kom fyrstur í mark var Þjóðverji, á þremur klukkustundum og 47 mínútum. Björn, sem aðeins byrjaði að hlaupa fyrir um einu og hálfu ári, ákvað um miðjan ágústmánuð að taka þátt í hálfkarlinum. Níu Íslendingar kepptu í „hálfkarli“ í Bandaríkjunum  Syntu 1,9 km, hjóluðu 90 km og hlupu að lokum 21,1 km „Það eru búnar að verða miklar breytingar á lið- inu og við erum komnir með svo- lítið nýtt lið,“ seg- ir Gunnar Björns- son, forseti Skáksambands Íslands, og vísar til þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á liði Íslands sem taka mun þátt í EM landsliða sem fram fer í Porto Carras í Grikklandi dag- ana 3. til 11. nóvember næstkomandi. Nýlegasta breytingin á liðinu er sú að Björn Þorfinnsson kemur inn í staðinn fyrir Stefán Kristjánsson en sá þurfti að draga sig í hlé vegna bakmeiðsla. Áður þurftu Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Stein- grímsson frá að hverfa vegna per- sónulegra ástæðna. Gunnar segir þessi miklu forföll í liðinu hreint út sagt ótrúleg og að viðlíka hafi ekki gerst áður. Eftir breytingar er ís- lenska liðið skráð fremur lágt í keppninni, eða númer 32 af 38. „Ég tel að það séu miklir möguleikar í þessu liði, sem getur vel staðið sig,“ segir Gunnar og bendir á að þrátt fyrir miklar breytingar sé liðið skip- að vönum mönnum. Vert er að geta þess að íslenska skákliðið verður í verslun Eymunds- sonar á Skólavörðustíg klukkan fimm í dag samhliða kynningu bókar Óttars Norðfjörð um skákeinvígið árið 1972. khj@mbl.is Landslið Íslands gerbreytt Gunnar Björnsson  Forföll skákmanna „Ég hef heimildir fyrir því að samið hafi verið um aðildarumsókn í þröngum hópum fyrir kosningar 2009,“ segir Atli Gíslason, fyrrver- andi þingmaður Vinstri grænna, og á við að í þröngum hópi manna hjá VG og Samfylkingunni hafi verið samið um aðildarumsókn að Evrópu- sambandinu fyrir þingkosningar 2009. Atli segist ennfremur hafa fengið tiltal frá mönnum innan VG daginn eftir kosningar vegna um- mæla sinna um að ekki ætti að sækja um aðild. Atli segir ríkisstjórnina vinna mjög einbeitta að inngöngu í ESB og bendir á að ekki gangi að kjósa um inngöngu eftir að búið er að innleiða allt regluverk sambandsins. Sömdu fyrir kosningar „Við fengum alveg ekta íslenskt haustveður, hálfgert slagveður,“ sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sem á laugardag fór í fótabað á Sel- tjarnarnesi með ferðamönnum. Um var að ræða lið í átakinu Ísland – allt árið, sem heyrir undir Inspired by Iceland, og bauð ráðherrann upp á fóta- baðið. Boðið vakti talsverða athygli og sóttust margir eftir að fá að mæta, en sökum þess hve lítil fótalaugin á Nesinu er komust aðeins fjórir að. Tveir þeirra lögðu þó ekki í rigninguna og mættu ekki. Hinir tveir, Breti og Ástrali, voru hins vegar hæstánægðir með fótabaðið. „Ferðamenn vilja svona upplifun, þeir vilja fá að sjá samfélagið með augum þeirra sem búa þar og þetta er frábært tækifæri fyrir okkur,“ sagði Katrín. Fór í fótabað með ferðamönnum Morgunblaðið/Golli „Ég var fimm klukkutíma og 55 mínútur og mér líður rosavel,“ segir Jórunn Jónsdóttir en hún var eina konan á meðal þeirra níu Ís- lendinga sem tóku þátt í „hálf- karlinum“ í Miami í gær, sunnu- dag. Jórunn tók þátt í ólympískri þríþraut í Barcelona í fyrra og gekk einnig vel þá, en hún er í vinahópi sem tekur einni áskorun af þessu tagi á ári hverju. Hálfkarlinn var áskor- unin í ár „en það er aldrei að vita hvað ég geri að ári liðnu,“ segir Jórunn. „Áskorunin í ár“ AF NÍU ÍSLENDINGUM VAR EIN KONA Jórunn Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.