Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu sætunum til Tenerife þann 22. nóvember. Í boði eru sértilboð m.a. á Villa Adeje Beach íbúðahótelinu með „öllu inniföldu“ auk fleiri valkosta. Í 28 nátta ferðinni er beint flug báðar leiðir en í 11 nátta ferðinni er heimflug í gegnum London Gatwick þar sem gist er síðustu nóttina. Innifalið flug báðar leiðir, skattar og gisting. Athugið að mjög takmörkuð gisting er í boði! Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Tenerife Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 22. október frá kr. 139.900 með öllu inniföldu Frá kr. 139.900 Hotel Villa Adeje*** með öllu inniföldu Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í 11 nætur. Verð í 28 nátta ferðinni í tvíbýli kr. 259,900 á mann. Sértilboð 22. nóvember. 11 eða 28 nátta ferð - síðustu sæti! Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Vatnsborð Kleifarvatns hefur lækkað jafnt og þétt frá árinu 2009 og þar til fyrir um mánuði. Þá fór að rigna töluvert og Kleifarvatn hefur heldur risið á ný. Með lægra vatnsborði kemur ýmislegt upp á yfirborðið, m.a. hverir við suðvest- urenda vatnsins sem ferðamönnum þykir mikið varið í að skoða. Eftir Suðurlandsskjálftana árið 2000 lækkaði skyndilega og hratt í vatninu en fyrir þá hafði vatns- borðið verið í hámarki. Um vorið 2009 var vatnsborðið 140,5 metra yfir sjávarmáli. Um haustið 2002 hafði vatnið lækkað í 135,9 metra. Þá tók það heldur að rísa og hafði árið 2009 nánast náð fyrri hæð og fór um vorið hæst í 139,5 metra. Síðan tók aftur að halla undan fæti og í haust fór það niður í 135,6 metra, aðeins rúmlega hálfum metra hærra en það varð lægst í kjölfar Suðurlandsskjálftanna 2000. Gamlar heimildir eru fyrir því að vatnsborð Kleifarvatns hafi sveiflast mikið í gegnum tíðina. Gunnar Sigurðsson, verkfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, segir að ástæðan fyrir lægra vatnsborði nú sé tvíþætt, annars vegar aukið rennsli úr vatninu um botninn en hins vegar minni úrkoma en venju- lega. Svelgir soguðu niður vatn „Vatnið lekur niður í grunnvatn sem hefur lægra vatnsborð en botninn á Kleifarvatni,“ segir Gunnar. Lekinn sé nú í kringum einn rúmmetri á sekúndu en eftir skjálftana 2000 hafi lekinn verið tvö- til þrefaldur á við það sem hann er nú. Að sögn Óskars Sæv- arssonar, landvarðar í Reykjanes- fólkvangi, mynduðust þá stundum tveir stórir svelgir, tugir fermetra að stærð, við norðurenda vatnsins. Hefði maður verið á sundi þar sem svelgirnir mynduðust hefði verið vonlaust fyrir hann að komast út úr þeim. „Þú hefðir sogast niður,“ segir hann. Töluverðir jarðskjálftar urðu í grennd við Krýsuvík vorið og sum- arið 2009 og urðu m.a. nokkrir skjálftar sem voru yfir 4 að styrk- leika. Á sama tíma fór að leka hraðar úr vatninu en Gunnar segir erfitt að tengja lekann beint við skjálftavirknina. Það hafi hins veg- ar verið mjög auðvelt að tengja aukinn leka árið 2000 við skjálft- ana þá um sumarið. Undanfarin tvö ár hafi farið saman að hraðar hafi lekið úr vatninu og lítið rignt. Náttúruperlur aftur á þurrt  Vatnsborð Kleifarvatns hefur lækkað jafnt og þétt frá 2009 Morgunblaðið/RAX Kleifarvatn Með lægra vatnsborði kemur ýmislegt upp á yfirborðið, m.a. hverir við suðvesturenda vatnsins. Vatnsyfirborð Kleifarvatns Va tn sh æ ð (m .y .s .) 141 140 139 138 137 136 135 17. júní 2000 1.maí 2009 1. jan. 2000 3. okt. 2011 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er ekki ólöglegt að spila mótapóker. Þú kaupir þig inn í mótið, færð ákveðin tæki og tól til að spila og svo færðu borgaða út vinninga,“ segir Eirný Sveinsdótt- ir, formaður Pókersambands Ís- lands, spurð hvort löglegt sé að spila póker á Íslandi. Pókersam- bandið stendur fyrir Íslandsmóti í póker næstu helgi og verður það haldið á Hótel Örk í Hveragerði. Um 350 manns eru meðlimir í Pókersambandinu og segir Eirný pókerinn vera í sókn meðal Íslend- inga og ljóst að hann verði vinsælli með ári hverju. „Í fyrra tóku 217 þátt í mótinu og við búumst við um 250 manns í ár,“ segir Eirný en aldur þátttak- enda á pókermótum hérlendis er mjög breiður. „Yngsti þátttakandi í fyrra var nítján ára og elsti tæp- lega sextugur,“ en gerð er krafa um lágmarksaldur átján ár. Segir hún mikilvægt að fólk átti sig á því að póker hafi nú verið viðurkenndur sem hugaríþrótt og því kominn í sama flokk og skák og bridge. „Pókermót er ekki fjár- hættuspil.“ Til að geta tekið þátt í Íslands- mótinu þurfa þátttakendur m.a. að greiða gjald, krónur 60.000, og þurfa þeir sem ekki eru meðlimir að Pókersambandi Íslands að greiða 3.000 krónum betur. Gjaldið segir Eirný fyrst og fremst til þess að ná utan um þá útgjaldaliði sem mótinu fylgja. Nefnir hún í því samhengi t.a.m. kaup á bæði spilapeningum sem og þar til gerð- um spilaborðum. Fyrsta sæti gefur fjórar milljónir Íslandsmótið verður haldið, líkt og áður hefur komið fram, í Hveragerði. Ástæða þess er m.a. sú að Hótel Örk styrkir Pókersam- bandið með því að lána því sal hót- elsins án endurgjalds. Að auki seg- ir Eirný íslenska pókerheiminn fremur náinn og flestir spilaranna þekkist, og sú stemning sem myndaðist á mótinu í fyrra hafi orðið til þess að sami staður varð fyrir valinu í ár. „Fyrsti vinningur verður um fjórar milljónir miðað við 250 þátttakendur,“ segir Eirný en að sögn hennar er það á hendi spilara að tilkynna skattyfirvöld- um vinningsupphæð sína. „Ef skatturinn hefur samband við okk- ur gefum við allar upplýsingar um þá sem vinna.“ Eirný segir Íslend- inga verða æ jákvæðari í garð pók- ers og þykir henni það miður þeg- ar fólk tengir póker við reykfyllt bakherbergi. „Þetta er fyrst og fremst hópíþrótt.“ Póker hugar- íþrótt en ekki fjárhættuspil  250 manns á Íslandsmótinu í póker Morgunblaðið/Jim Smart Hugaríþrótt Landinn virðist taka vel í póker og mun fjölmenna á mót. Pókermótið » Sigurvegari á mótinu gæti fengið fjórar milljónir króna í sinn hlut verði þátttakendur 250 eða fleiri. » Mótið hefst föstudaginn 4. nóvember og er spilað út helgina. » Lokaborðið fer fram laug- ardaginn 12. nóvember og verður það haldið á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. María Elísabet Pallé mep@mbl.is „Við höfum ekki orðið vör við það að þessu lýsi hafi verið stolið hjá okkur en það eru náttúrlega mikil verð- mæti í þessu, sérstaklega erlendis,“ segir Adolf Ólason markaðsstjóri hjá Lýsi hf., en athygli vakti að á meðal þýfis sem tollgæslan og lög- reglan á Seyðisfirði fundu í tveim bílum við brottför Norrænu í síðustu viku var mikið magn af lýsispillum, sem þykir óvenjulegur varningur. Bílunum var ekið af Litháum á miðjum aldri. ,,Þetta er náttúrlega vinsælasta heilsuvara í heimi og auðseljanleg,“ segir Adolf en hann hefur ekki heyrt um að fólk hafi áður verið að stela og flytja lýsi út úr landinu.. Asíubúar tæma hillurnar „Vörumerkið Lýsi er mjög þekkt og vinsælt í Litháen,“ segir Adolf en fyrirtækið flytur lýsi meðal annars til Eistlands, Litháens, Lett- lands, Finnlands og Danmerkur. Þá segir Adolf lýsi einnig vinsælt í As- íulöndum. „Þegar það koma útlend- ingar hérna heim, Kínverjar og Jap- anir, þá tæma þeir búðirnar, það er frægt,“ Hvað varðar lýsið sem tekið var í síðustu viku kannast Adolf þó ekki við þjófnað. „Við erum með reglu- legar talningar hjá okkur og við höf- um ekki orðið vör við að þetta sé frá okkur.“ Lýsi vinsælt í Litháen og því líklega auðseljanlegt  Lýsi var meðal þýfis á leið úr landi Heilsuvörur » Lýsi hf. var stofnað árið 1938 og framleiðsla á kald- hreinsuðu meðalalýsi í neyt- endapakkningum hófst 1959. » Lýsi er góður vítamíngjafi og inniheldur mikið af A- og D- vítamíni. Morgunblaðið/Golli Heilsuvörur Lýsi er með vinsæl- ustu heilsuvörum í heimi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.