Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Þ að er samstarfshópur sem skipaður var af innanrík- isráðherra sem leggur til lausnir á þessu máli,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa- félags Íslands, en aðilar að þeim hópi er nú vinnur að málefnum siglinga milli lands og Eyja eru Vegagerðin, Vestmannaeyjabær og rekstraraðilar Herjólfs. Að beiðni Vegagerðarinnar hef- ur Eimskip að undanförnu leitað að ferjum sem kynnu að leysa Herjólf af og henta betur við þær aðstæður sem ríkja í Landeyjahöfn. Sendi Eimskip nýverið frá sér tilkynningu um málið þar sem m.a. annars kemur fram að reynsla af siglingum Herjólfs til Landeyjahafnar hafi sýnt að skipið sé of djúprist og eigi í erfiðleikum með bæði sterka strauma og öldur. Er jafnframt bent á að Herjólfur taki á sig of mikinn vind og því hafi hann ekki nægilega góða stjórnhæfni við vissar aðstæður. Til að bæta gráu of- an á svart munu svo nýjar reglur varðandi ferjusiglingar taka gildi árið 2015 en fyrirséð er að Herjólfur mun ekki uppfylla þær reglur. Ferja aðlöguð aðstæðum Að sögn Eimskips er fátt um fína drætti þegar kemur að því að finna staðgengil sem henti vel við siglingar til og frá Landeyjahöfn. Hefur skipa- félagið því brugðið á það ráð að frum- hanna nýja ferju sem aðlöguð hefur verið aðstæðum í Landeyjahöfn. „Það er búið að leita um allan heim að skip- um og það eru tvö skip sem menn hafa fundið sem henta til þessara sigl- inga,“ segir Ólafur William en bætir við að þau skip liggi ekki á lausu og því hafi Eimskipafélagið lagt fram til- lögu að nýju skipi. „Við fengum skipaverkfræðing til að rissa upp grófa hugmynd að því hvernig svona skip gæti litið út og hvaða tækjum og tólum það þyrfti að vera búið,“ segir Ólafur William en ítrekar að málið sé á algerum byrjunarreit og samþykki liggi ekki fyrir að svo stöddu. „Ég held að öllum sé það ljóst að það þarf nýja ferju,“ segir Ólafur William og bætir við að óvissa í samgöngumálum hljóti að vera þreytandi fyrir íbúa Vestmannaeyja. Baldur gæti hlaupið í skarðið Notast hefur verið við Breiða- fjarðarferjuna Baldur til siglinga milli lands og Eyja þegar Herjólfur hefur þurft að fara í slipp. Að sögn Péturs Ágústssonar, framkvæmda- stjóra Sæferða, hafa verið uppi þreif- ingar á milli forráðamanna Sæferða og Vegagerðarinnar þess efnis að Baldur fáist til siglinga í Eyjum. Pét- ur segir að sá möguleiki sé fyrir hendi að Baldur taki að sér þessar siglingar en til að slíkt verði þarf að tryggja áframhaldandi siglingar á núverandi leið Baldurs. „Við getum ekki sent Baldur í Vestmannaeyjasiglingar nema hafa eitthvað annað,“ segir Pét- ur og bendir á að sögusagnir þess eðl- is að lítil og vanbúin ferja kynni að koma í stað Baldurs á siglingum um Breiðafjörð, séu alrangar. Segir hann það ljóst að ekki verði af hugmynd Sæferða nema til komi fullkomlega sambærileg ferja í stað Baldurs. Að sögn Péturs hefur verið kannað hvort til væri ferja á lausu sem sinnt gæti siglingaleið yfir Breiðafjörðinn á full- nægjandi hátt. Í ljós kom að slíka ferju er að finna í Noregi en hún mun að sögn vera fyllilega sambærileg Baldri. „Ef menn eru á þeirri skoðun að það henti að fara eftir okkar leiðum, þá erum við tilbúnir að skoða það áfram,“ segir Pétur. Morgunblaðið/RAX Herjólfur Siglingar Herjólfs til og frá Landeyjahöfn hafa verið töluvert færri en gert var ráð fyrir í upphafi. Hugsanlegt er að ný ferja taki við. Ný ferja kann að taka við siglingum til Eyja Nýja ferjan » Svo virðist sem Herjólfur henti ekki sem skyldi til siglinga í Landeyjahöfn og því hefur frumhönnun nýrrar ferju farið fram. » Samkvæmt tilkynningu Eimskips tekur hönnun ferj- unnar mið af bæði fjölda farþega og bíla ásamt því að afgreiðsla skips í höfnum gangi hratt fyrir sig. » Yfir vetrartímann er reikn- að með að ferjan geti flutt allt að 78 fólksbíla ásamt 400 farþeg- um. Á sumrin er unnt að auka farþegafjölda upp í 475 manns. » Ný ferja kann að vera um- hverfisvænni kostur en eldra skip þar sem lagt er upp með að hún verði hagkvæm í rekstri og umhverfisvæn í notkun. »Kostnaðaráætlun ferjunnar hljóðar upp á tæplega fjóra millj- arða króna. » Afhending ferjunar kann að fara fram 18-24 mánuðum eftir að ákvörðun um smíð hennar hefur verið tekin. 16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Síðustu sjö ár-in hafafimm ráðu- neyti setið á Ís- landi. Ráðuneyti Halldórs Ásgríms- sonar 15. sept- ember 2004 til 15. júní 2006. Fyrra ráðuneyti Geirs H. Haarde 15. júní 2006 til 24. maí 2007. Síð- ara ráðuneyti Geirs frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Fyrra ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur frá 1. febrúar 2009 til 10. maí 2009 en hið síðara hefur setið frá 10. maí 2009. Þetta er rifjað upp vegna eftirtektarverðrar yfirlýs- ingar Steingríms J. Sigfús- sonar á andstreymislands- fundi flokksins hans í Hofi á Akureyri. Þegar Steingrímur hafði lokið við að hrúga lofi á sjálfan sig, sem ekki var óeðli- legt í ljósi þess skorts sem var á slíku frá öðrum fundar- mönnum, sneri hann við blaðinu og tók að barma sér. Leiddi hann þá fram ástæður þess að hið sífellda og sann- gjarna sjálfshól hans næði ekki í gegn til almennings. Ástæðan væri sú hve auðvelt væri að „gera allt tor- tryggilegt“. Hann bætti við: „Það er svo auðvelt að jafnvel afdankaðir ráðherrar úr hrunstjórninni, sem enn spora gólfið með eigin skítugu skóm, ganga nú fram sem hvítskúraðir, vængjaðir engl- ar og bera rakalausar ávirð- ingar upp á aðra.“ Í umræðunni er það stjórn- in sem sat í landinu 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009 sem í daglegu tali er kölluð „hrun- stjórnin“. Nafngiftin er svo sem ekki endilega sanngjörn en það er svo auðvelt að gera hana tortryggilega, svo notað sé orðalag Steingríms, því hún hafði jú setið í um það bil eitt og hálft ár þegar hrunið varð og hafði beinlínis á stefnuskrá sinni að auka veg og styrk útrás- arinnar á kjör- tímabili sínu. En við hvaða skúrka á Steingrímur? Það er dálítið erfitt að átta sig á því með hliðsjón af flókinni myndlík- ingu hans, því „vængjaðir englar“ á „skítugum skóm“ eru fágæt fyrirbæri og myndu varla spora gólf nema þeim væri illa farið að fatast flugið vegna veikinda í „hvítskúr- uðum“ vængjunum. Í „hrunstjórninni“ sátu þau Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson ásamt Kristjáni Möller og Björgvini Sigurðssyni og fleirum. Þeir síðastnefndu eru komnir í sér- stakan skammarkrók stjórn- arliðsins en ekki er útilokað og jafnvel líklegt að hin fyrri séu enn að spora hin hvít- skúrðu gólf hins sómakæra og ósvikula Steingríms. Hvað segir hinn vængjaði valur, samviska hans, getur hann skýrt málið fyrir almenningi? Og þá í leiðinni hvers vegna Steingrímur formaður hans er með þessi óljósu skot á þau Jóhönnu og Össur úr laun- sátri Hofs? Vissulega kann hin heilaga Jóhanna enn að hafa vængi þótt þeir hafi ekki lengi sést. En er ekki líklegra að Össur hafi sporð? Og ef svo er stend- ur einhver á honum? Ef val- urinn gæti slitið sig í augna- blik frá eltingaleiknum við „forsetaræfilinn“ gæti hann kanski komið óljósum orðum foringjans á hreint. Þetta gerði Konni oft fyrir Baldur, svo fordæmið er fyrir hendi. Hofmenn VG vissu ekki hvað verða vildi er vængjaðir englar á skítugum skóm svifu um sali samkomunnar} Er Össur Albanía? Könnun Hag-stofunnar á fjárhagsstöðu heimilanna sýnir að rúmur helm- ingur þeirra á erf- itt með að ná end- um saman. Þetta hlutfall hefur farið hratt vaxandi í tíð núverandi ríkisstjórnar þó að það verði ekki lesið út úr ný- legum landsfundarræðum formanna stjórnarflokkanna. Þær ræður eiga sér raunar litla stoð í veruleikanum og formennirnir hafa ekki getað horfst í augu við eigin ábyrgð á efnahag landsins þrátt fyrir langa stjórn- arsetu. Allir aðrir sjá hve óeðlilegt ástandið er þegar atvinnuleysi er hátt en rík- isstjórnin vinnur gegn at- vinnuuppbyggingu og fjár- festingu í atvinnulífinu. Þegar við bætast ört hækkandi skattar er ekki von á góðu um fjárhagsstöðu heimilanna. Hættan fyrir heimilin er sú að ríkisstjórnin sitji áfram og enn fleiri heimili lendi í þeirri stöðu að rekast á nær ókleifan vegg um hver mánaðamót. Leiðtogar stjórnar- flokkanna neita að axla ábyrgð á stöðu heimilanna} Fjárhagsstaða heimilanna Þ að ber mikið á því þessa dagana að forystumenn stjórnarflokkanna gagnrýni fjölmiðla og stjórnarand- stöðu fyrir að ekki gæti nógu mik- illar bjartsýni í þeirra tali. Rök- semdin er sú að svartsýni og niðurrifstal dýpki kreppuna; vandann í efnahagslífinu megi fyrst og fremst rekja til bölsýni þjóðarinnar. Því miður er þetta bæði ósanngjörn og óeðli- leg krafa. Í fyrsta lagi er það ekki ríkisstjórnarinnar að stýra orðræðunni í fjölmiðlum, hvað þá mál- flutningi stjórnarandstöðu. Um það er rík- isstjórnin ekki dómbær af augljósum ástæðum. Og dæmi um slíka tilburði valdhafanna þekkj- ast frá löndum sem við höfum hingað til kosið að miða okkur ekki við. Í öðru lagi er það einmitt skylda fjölmiðla og stjórnar- andstöðu að vera gagnrýnin á verk ríkisstjórnarinnar. Skemmst er að minnast umræðunnar um aðdraganda bankahrunsins, þar sem fjölmiðlum og stjórnmálamönn- um var legið á hálsi fyrir að hafa ekki verið nógu gagn- rýnin á skapandi bókhald bankanna. Í þriðja lagi má velta fyrir sér hvað verið er að biðja um – eiga fjölmiðlar og stjórnarandstaða að þegja um það sem þeim finnst gagnrýnisvert? Á að leggja upp með það á ritstjórnarfundum á morgnana að „halda sig á já- kvæðu nótunum í dag“? Taka léttan snúning á atvinnu- leysinu og djassa síðan upp fjárlagahallann? Ef fjölmiðlar gerðu slíkt samsæri gegn almenningi, þá myndi það dæma sig sjálft. Holhljómur væri í slíkri um- fjöllun, hún græfi enn frekar undan trúverð- ugleika fjölmiðla og slíkur blekkingarleikur gengi aldrei til lengdar. Á tímum netsins má líka vonandi gera ráð fyrir að upplýsingarnar myndu rata til sinna eftir öðrum leiðum. Hvernig sem á það er litið, þá gengur gagn- rýnin ekki upp. En slíkar raddir hafa heyrst áður, til dæmis í aðdraganda bankahrunsins. Bankastarfsemi byggist umfram annað á traustu orðspori. Nei- kvæð umfjöllun um lausafjárkrísu bankanna gróf undan því orðspori og á endanum var það aðeins tímaspursmál hvenær það ylli banka- áhlaupi. Þess vegna áttu ekki bara fjölmiðlar og stjórnmálamenn erfitt með að fjalla um stöðu bankanna, heldur einnig stofnanir sem höfðu eftirlit með höndum, bæði hér á landi og í Bretlandi og Hollandi, eins og komið hefur fram. Engu að síður voru fluttar fréttir af blikum á lofti í starfsemi bankanna og Morgunblaðið gekk lengra en aðrir fjölmiðlar í þeim efnum, sótti meðal annars grein- ingarskýrslur erlendra banka þar sem varað var við hættunni sem steðjaði að íslenska bankakerfinu. Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri, hefur lýst því að sendi- nefndir voru gerðar út af bönkunum, sem kölluðu eftir brottvikningu hans vegna þessa fréttaflutnings. Þá var krafan sú sama á fjölmiðla og stjórnmálamenn – að þeir áttu að halda sig við jákvæðu hliðarnar á tilverunni. Það er sjálfsagt að gera kröfu um málefnalega umfjöll- un, en orðræðan verður að vera gagnrýnin – hvort sem valdhöfum líkar betur eða verr. pebl@mbl.is Pistill Af bjartsýni og bölsýni Pétur Blöndal STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.