Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Höfðagata 2, 14,2857% ehl., Strandabyggð, fnr. 212-8722, þingl. eig. Jón Magnús Magnússon, gerðarbeiðandi Arion banki hf., föstudaginn 4. nóvember 2011 kl. 11:30. Melgraseyri, Strandabyggð, landnr. 141630, þingl. eig. Snævar Guð- mundsson, gerðarbeiðandi Kaupthing mortgages Fund, föstudaginn 4. nóvember 2011 kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Hólmavík, 28. október 2011, Lára Huld Guðjónsdóttir. Félagslíf Hekla 6011103119 IV/V  Gimli 6011103119 I° H&V  HELGAFELL 6011103119 IV/V Heims. í Heklu Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald HRFI-labradorhvolpar Fæddir eru 8 labradorhvolpar, 3 tíkur og 5 rakkar, undan http://www.retrie- ver.is/aettbok.asp?pedID=3519 og Skugga http://www.retriever.is/aett- bok.asp?pedID=3622. Frábærir hundar á ferð, hafa staðið sig frábærlega á sýningum. Verð 170 þús. Ættbók frá HRFI. Verða tilbúnir í kringum 9. des ;) Skuggi hefur fengið 2 einkun á veiðiprófi og Salka lofar mjög góðu, eins og ég segi sjón er sögu ríkari ;) Yndislega barnvænir hvolpar og mannelskir. Eru inná heimilinu og alast upp við börn og aðra hunda og önnur heimilishljóð. http://bjonsdottir.123.is/, 8464483 eða bjonsdottir@simnet.is. Ath að mikið af veiðihundum er í ættum foreldrar eru með a í mjöðmum og hrein augu. Garðar Garðklippingar Klippum hekk og annan gróður. Fellum einnig lítil og meðalstór tré. Fagmennska og sanngjarnt verð. ENGI ehf. Sími: 615-1605, email: grasblettur@gmail.com Geymslur Suðurnes - húsbílar, hjólhýsi, vagnar. Erum enn með laust upp- hitað geymsluhúsnæði á Suður- nesjum fyrir ferðavagna, húsbíla og fornbíla. Getum tekið stór farartæki. S. 898 7820. Gónhóll Eyrarbakka mttp://www.gonholl.is Vetrargeymsla Geymdu gullin þín í Gónhól. Húsbíl-húsvagn-tjaldvagn o.fl. Skráðu sjálf/ur: http://www.gonholl.is Uppl. og pantanir í s. 771-1936. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Tómstundir Betri borðtennis með betri STIGA-spaða! www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2. h.), 108 Reykjavík, s. 568 3920. Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. LauraStar gufustraujárn með gufuþrýstingi Tækni atvinnumannsins fyrir heimili. Uppl. í síma 896 4040. www.laurastar.com Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt Náttföt - Sloppar Náttkjólar - Undirkjólar Sundföt - Undirföt Vertu vinur á facebook Mjóddin s. 774-7377 Sendum í póstkröfu Frú Sigurlaug TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ Dömuskór úr leðri. Stök pör. Tilboðsverð: 3.500 kr. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími: 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18, opið laug. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. ...þegar þú vilt þægindi Kr. 9.990- Klossar. Leður með hælbandi. Litur Hvítt. Stærðir 35-42. Bonito ehf. Praxis Faxafeni 10, 108 Reykjavík Sími: 568 2878 Opnunartimi: mánud- föstudag kl. 11.00 - 17.00 Pantið vörulista okkar á www.praxis.is Velúrgallar Ný sending Innigallar fyrir konur á öllum aldri. Stærðir S - XXXL Sími 568 5170 Nýkomið! Flottir dömuskór úr leðri og skinnfóðraðir, í úrvali Teg. 38286 - Litir: Svart og ljósbrúnt. Stærðir: 36-40. Verð: 16.500,- Teg. 37718 - Litur: Svart. Stærðir: 36-40. Verð: 15.800,- Teg. 7422 - Litir: Brúnt og svart. Stærðir: 37-40. Verð: 15.800,- Teg. 7345 - Litur: Svart. Stærðir: 36-40. Verð: 15.885,- Teg. 6581 - Litur: Svart. Stærðir: 37-40. Verð: 14.985,- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími: 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18, opið lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar Til sölu Toyota Hiace langur 4x4 árgerð 2007 ekinn 88 þús. Dráttarbeisli, álfelgur, klæddur að innan, bíll í toppstandi. Verð 2.990 þ. Bein sala. Upp. í síma 892 1474. Bílaþjónusta                      ! "       #                            !  !!      ! SÖLUSKOÐANIR BIFREIÐA Ertu að kaupa bíl? Láttu fagmenn greina ástand hans áður en þú gengur frá kaupunum. Skoðunin kostar frá kr. 9.900. Ekki þarf mikið til að hún borgi sig margfalt. Fáðu aukna vissu í bílakaupin með söluskoðun Frumherja. Tímapantanir í síma 570 9090. Frumherji – örugg bifreiðaskoðun. Hjólbarðar Kynningartilboð á Kebek vetrar- dekkjum Reynd og testuð í Kanada. 175/65 R 14 9.600 kr. 185/65 R 15 10.800 kr. 195/65 R 15 11.590 kr. 205/55 R 16 13.550 kr. 215/65 R 16 16.990 kr. Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi. S. 544 4333 kaldasel@islandia.is Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, 4WD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i. 8921451/5574975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '11. 8924449/5572940. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - s. 551 6488. mbl.is finnur.is Mikilvægur hlekkur fór þegar þú kvaddir elsku Kata, hlekkurinn sem mundi allt og var með ættarmál- in á hreinu. Þú varst ekki bara frænka Óskars heldur einnig mikilvægur partur af fjölskyld- unni okkar. Þegar Viktor Nói fæddist, gullmolinn þinn eins og Katrín Atladóttir ✝ Katrín Atla-dóttir, eða Kata, fæddist í Reykjavík 30. júní 1955. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. októ- ber 2011. Útför Katrínar fór fram í kyrrþey. þú kallaðir hann alltaf, og við dvöld- um með hann á vökudeildinni varstu eins og klettur við hliðina á okkur, enda varstu einkar stolt af litla frænda þínum og varst búin að kaupa jólasveinabúning á hann í september, svo mikil var spennan fyrir fyrstu jólum gull- molans þíns. Það var alltaf blik í augunum þínum þegar þú komst og ekki var minna blik í hans augum enda elskaði hann Kötu sína og eyddi miklum tíma í fanginu þínu þegar hann var ný- fæddur. Þú sast stundum með hann klukkutímum saman og dáðist að honum, jafnt sofandi sem vakandi straukstu honum og faðmaðir, það var yndislegt að horfa á ykkur saman, hvað kærleikurinn skein úr augum ykkar beggja. Eftir að hann byrjaði að labba tók hann hlaupin á móti þér þeg- ar þú komst í heimsókn og beint í fangið þitt, þar fann hann mikla hlýju enda varstu með ein- dæmum barngóð. Við erum svo þakklát fyrir að börnin okkar fengu að njóta kærleika þíns og hlýju og er söknuður þeirra mik- ill. Þegar Óskar var yngri gafstu honum fyrstu matreiðslubókina og eydduð þið miklum tíma sam- an í eldhúsinu þar sem þú kenndir honum réttu handtökin sem við höfum öll fengið að njóta, svo mikil var þolinmæði þín og hlýja. Þú vildir allt fyrir alla gera og ekkert var vanda- mál í þínum huga, það var bara fundið út úr hlutunum. Þú varst ein af fjölskyldunni og með í öllu, það verður skrýtið að nú vantar einn við borðið þeg- ar veislur eru eða bara soðin ýsa í matinn á virkum degi. Þú varst ljúf og góð við þá sem þér þótti vænt um og sýndir það oft og iðulega. Elsku Kata, við þökkum þér það sem þú ert okkur og verður okkur í hlýrri og fallegri minningu. Megi ljósið lýsa þér inn í sumarlandið. Hinsta kveðja. Óskar, Hildur og börn. Elsku hjartans Kata mín. Ekki grunaði mig þegar þú hringdir í mig þessa örlagaríku nótt að ég myndi vera að ganga með þér síðustu sporin, ég ætl- aði bara að fara með þig á spít- alann og láta lækna þig og svo færum við aftur heim og héldum spjallinu okkar áfram. En sú var ekki raunin í þetta skiptið og ég labbaði ein út með sorg í hjarta þótt ég hefði frændur mína hjá mér og þeirra konur. Þú varst þessi frænka sem hægt var að tala við um allt, þú varst hafsjór af fróðleik, búin að ferðast um allan heiminn og áttir margar góðar minningar sem þú deildir með mér. Síðasta ferð sem þú fórst í var núna í ágúst þegar þú fórst til Flórída til Diddu og Sverris og þótti þér sú ferð yndisleg þó svo að hún hafi ekki endað eins og þú ætlaðir. Þú varst börnunum mínum ávallt sem amma og nutu þau þess að hafa þig, jólin voru alltaf sérstakur tími því þú varst ann- aðhvort hjá okkur á aðfangadag eða á jóladag hjá mömmu og pabba sem var dásamlegt og munum við nú ylja okkur við þær minningar sem við eigum frá þeim tíma. Þú varst svo heppin að eignast fleiri vini en margur gerir á lífsleiðinni bæði í gegnum frjálsíþróttirnar og einnig í gegnum vinnuna og tal- aðir þú mikið um þetta fólk og var augljóst að þér þótti svo vænt um það enda varst þú með stórt hjarta sem gaf mikið. Það verður skrítinn tími sem hefst nú, ekkert símtal sem byrj- ar á hæjó eins og þú sagðir svo oft. Sofðu rótt Kata mín. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Þín Áslaug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.