Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 Hergé, sem ólst upp í Brussel, sagði sjálfur svo frá að borg- arhverfi æsku hans hefði verið hrikalega grátt og leiðinlegt. Hann hefði snemma farið að leika sér með liti til að lífga upp á tilveruna. Fyrsta útgáfa hans af Tinna var samt svart-hvít og birtist hún fyrst árið 1929 í dag- blaðinu Le Petit Vingtième. Per- sónan var byggð á fyrri hetju sem hann hafði teiknað og var skáti sem hét Totor og á sjálfum bróður Hergés, Paul Remi, sem var ofursti í hernum og ferðaðist mikið. Sjálfur var Hergé sófa- túristi og ferðaðist aðallega með lestri bóka og dagblaða. Tinni er hreinlyndur piltur á óræðum aldri; í sjálfu sér frekar litlaus, en óhemju forvitinn og fylginn sér. Hann hefur heillað milljónir les- enda um allan heim, en það er ekki síst fyrir til- stilli vina hans í bókunum sem eru ólíkt litríkari og margbrotnari. Hreinlyndið HERGÉ OG TINNIKVIKMYNDIR Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Steven Spielberg er kominn aftur með bíómynd sinni um Tinna og Kolbein kaftein. Þessi afbragðsleik- stjóri hefur eiginlega ekki gert góða mynd síðan Catch Me If You Can kom út árið 2002. Þegar Spielberg gerði fyrstu myndina um Indiana Jones, Raiders of the Lost Ark, kom gagnrýni um hana á frönsku þar sem hún var sögð byggð á ævintýrum Tinna eða væri óður til hans. Spielberg hafði þá aldrei heyrt á þessa hetju minnst svo hann varð sér úti um eintök af bókum um hann en á þeim tíma voru þær ekki einu sinni til á ensku í Bandaríkjunum. Hann skoðaði bæk- urnar á frönsku og féll fyrir þeim. Hann langaði strax til að gera mynd um Tinna og ætlaði sér fyrst að gera leikna mynd, þar sem Jack Nichol- son myndi leika Kolbein kaftein. Hann kom sér í samband við höfund Tinna-bókanna, Hergé, sem sagðist aðdáandi mynda Spielbergs og þeir ákváðu að hittast á fundi. En nokkr- um vikum seinna lést Hergé. En Spielberg fékk réttinn og vann lengi í handritinu, en hann var ekki nógu ánægður með það og lagði það til hliðar um tíma. Það var síðan ekki fyrr en árið 2001 að hann fór aftur að vinna í því. Hann vildi óður fá Peter Jackson í verkefnið enda seg- ist hann vera mikill aðdáandi hans. Hann hefur sagt frá því að í fyrsta skiptið sem hann hitti Jackson hafi það verið fyrir framan 800 milljón áhorfendur, þar sem hann stóð uppi á sviði, opnaði umslag og las upp: „… og Óskarsverðlaunin í ár hlýtur Peter Jackson fyrir Lord of the Rings!“ Jackson reyndist síðan heldur betur áhugasamur um að framleiða fyrstu bíómyndina og leik- stýra sjálfur þeirri næstu. Þeir funduðu daglega við gerð mynd- arinnar og segir Spielberg að sam- starfið hafi verið yndislegt. „Þetta var bræðralag,“ lét hann hafa eftir sér um samstarfið. Að sögn Spiel- bergs fannst honum ekki spurning að þetta væri áhættunnar virði en hann hefur sjálfur sett 15 milljarða í gerð þessarar myndar. „Þetta er frábær teiknimyndahetja. Bæk- urnar um hann hafa selst í millj- ónum eintaka út um allan heim en myndirnar sem hafa verið gerðar um hann hafa verið lélegar. Það er kominn tími til að breyta því,“ lét hann hafa eftir sér í viðtali við Mail Online. Fyrst sýnd í Evrópu Sena hefur dreifingarréttinn á Tinna á Íslandi og var hún frumsýnd hér á landi á föstudaginn við góðar undirtektir. Aðspurður hvernig þeir hafi tryggt sér réttinn segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu að það hafi nú gerst sjálfkrafa því þeir sýna allar myndirnar sem Sony dreifir. Hann segist sjálfur vera Tinnaaðdáandi og fór með fimm ára syni sínum á myndina. „Það var ekkert smá gam- an að fara með son sinn á hana og sjá hann upplifa þennan heim. Hann hafði þvílíkt gaman af þessu þótt hún væri á ensku. Mér hefur virst foreldrarnir hafa gaman af að kynna hetjurnar sínar fyrir krökkunum. Tinnabækurnar eru líka byrjaðar að koma aftur út og ég held að það sé að byrja eitthvert æði. Ég held að Forlagið sé búið að gefa út þrjár bækur og fleiri eru á leiðinni. Gömlu teiknimyndirnar eru komnar aftur út á dvd og eru sýndar í sjónvarpinu á morgnana. Ég sá hana reyndar fyrst fyrir nokkrum vikum. Dreifingaraðilum víðsvegar að var þá boðið til Lund- úna til að menn áttuðu sig á því hvað hún væri öflug. Maður veit aldrei al- veg með vöruna þótt það hafi komið gott fólk að vinnslu hennar. Maður var líka hikandi gagnvart tækninni, því síðast þegar maður sá hana not- aða var þetta ekki orðið nógu gott, en núna er þetta orðið magnað. Þetta er hrikalega gott handrit og góðir leikarar þannig að maður var voða glaður. Maður sá strax eftir að hafa séð hana að þetta yrði risastórt dæmi. Það er líka svo gaman að sjá Spielberg kominn aftur í svona stuð, hann er búinn að vera í svona öðru- vísi myndum og nýjasta Indiana Jones-myndin hans var nú ekki hans besta. En núna er hann kominn aftur í ræturnar, farinn að gera það sem hann kann svo listavel. Gerir svona skemmtilega mynd fyrir mjög breiðan hóp. Helgin lítur annars vel út hvað varðar aðsókn. Þetta er eins stór helgi og hugsast getur, hún var frumsýnd í öllum bíóhúsum Reykja- víkur nema Kringlunni, svo var hún í Keflavík, á Akureyri og á Selfossi og víðar úti á landi. Við hlökkum til að heyra tölurnar. Það er búin að vera mikil spenna fyrir þessari mynd og maður hefur séð sam- félagssíðurnar loga, fólk er svo ánægt með þetta. Maður heyrir aðdáendur Tinna anda léttar á fés- bókinni, því margir þeirra voru stressaðir yfir því hvernig yrði farið með hetjurnar þeirra. Þessi tækni sem þeir nota er tekin á nýtt stig með þessari mynd. Rob- ert Zemeckis var með þeim fyrstu sem notuðust við þessa tækni, það er gaurinn sem gerði Back to the Future, Forrest Gump, Polar Ex- press og fleiri myndir, en tæknin var ekki orðin nógu góð þá. En núna er kominn ótrúlega sterkur raunveruleikablær á þetta allt sam- an hjá Spielberg. Þeir eru með hundrað kamerur á leikurunum og 360 gráðu sjónarhorn á alla á meðan þeir eru að leika. Leikararnir eru með skynjara sem pikka upp merki 60 sinnum á sekúndu. Leikararnir gátu séð sjálfa sig á meðan þeir léku, þetta var einhver geðveikur þrívíddarheimur sem var í gangi meðan á tökum stóð. Það er annars mjög sérstakt að hún skuli koma út í Evrópu á undan Bandaríkjunum. Það er af því að Tinni er miklu vinsælli utan Banda- ríkjanna. Þeir eru að reyna að byggja upp móment utan síns svæð- is og ætla síðan að fara á þeirri bylgju inn á bandaríska markaðinn en venjulega er það á hinn veginn,“ segir Ísleifur. Jin og Jang Tinni og Kolbeinn kafteinn eru eins og Jin og Jang, en án Kolbeins kafteins væru sögurnar um hinn hugprúða og hreinlynda Tinna lítils virði. Belgíski blaðamaðurinn sigrar heiminn  Þeir eru ekki margir belgísku listamennirnir sem eru kunnir í veraldarsögunni, en Hergé er einn fárra  Um þessa helgi var myndin frumsýnd víða en verður sýnd seinna í Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.