Morgunblaðið - 31.10.2011, Síða 26

Morgunblaðið - 31.10.2011, Síða 26
VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Táknin í málinu er ný bók eftir Sölva Sveinsson. Þar er gerð grein fyrir merkingu, sögu og birtingarmyndum mörg hundruð tákna og tilvísanir í bókmenntir og listaverk frá ýmsum tímum notaðar til að skýra þau, auk þess er atriðisorða- og myndaskrá. Sölvi, sem nú starfar sem skólastjóri í Landakotsskóla, hefur áður sent frá sér fjöl- margar bækur, meðal annars um íslenska málshætti, íslensk orðtök og uppruna orða. Þegar Sölvi er spurður um tilurð þessarar nýju bókar segir hann: „Ég hef verið að skrifa bækur um íslenskt mál af einhverju tagi í mörg ár. Þar sem ég hef verið í fullu starfi í skólamálum hentar mér að skrifa bækur þar sem hægt er að taka fyrir af- markaða kafla, nokkur orðtök, málshætti eða þá tákn, hver kafli í svona bók er af- mörkuð heild. Heimur tákna opnaðist fyrir mér þegar ég af rælni keypti mér bók um tákn. Ég var að fara í flugvél á leiðinni heim frá útlöndum og vantaði eitthvað að lesa og keypti þá erlenda táknabók og las mér til mikillar ánægju. Síðan hef ég viðað að mér fjölda slíkra bóka og sá fljótlega að það vantaði svona rit á íslensku. Ég er búinn að vera að dunda við að skrifa þessa bók í ein fimmtán ár með hléum.“ Hvaðan koma táknin sem við notum? Fyrir hverja er þessi bók? „Hún er fyrir alla sem hafa áhuga á ís- lensku máli, notkun þess og beitingu. Tákn eru afar algeng, bæði í daglegu tali manna sem og í bókmenntum og trúarbrögðum. Alls staðar þar sem mál er notað koma fyrir tákn, þannig að mér fannst þörf fyrir svona bók því í henni geta menn séð hvaðan táknin „Ég kenndi nokkur ár í grunnskóla en lengst af í framhaldsskóla og stjórnaði síðan Fjölbrautaskólanum í Ármúla og Versl- unarskólanum og er núna skólastjóri í skóla fyrir lítil börn og unglinga. Mér finnst óskaplega gaman að vinna með börnum og unglingum. Sem skólastjóri og skólameistari hefur mér alltaf fundist það skemmtilegast í starfinu að ganga um skólann og taka nem- endur tali því ef maður situr alltaf á skrif- stofu sinni þá talar maður einungis við krakka sem maður þarf að skamma eða krakka sem hafa lent í erfiðleikum til dæmis vegna veikinda. Á göngunum hitti ég hinn farsæla og venjulega nemanda sem þarf aldrei að leita til mín. Ég er raunar þeirrar skoðunar að skólastjórnendur vanræki starf sitt ef þeir ganga ekki um skólann og taka nemendur tali, þeir eiga líka að stinga sér inn í stofur og spjalla við krakkana. Ósýni- legur skólastjóri er í besta falli þokkalegur stjórnandi en lítill leiðtogi.“ Hefurðu tekið eftir því að þekkingu ung- linga á orðtökum og málsháttum sé að hraka? „Já, þekkingunni er að hraka en ekki bara meðal unglinga heldur fólks almennt. Það er vegna þess að jarðvegurinn sem þessi orða- forði er vaxinn úr er fokinn á haf út. Lang- flest orðtök eru vaxin upp úr samfélagi þar sem menn slógu með orfi og sóttu sjó á ára- bátum. Þjóðfélagshættirnir þar sem orðtökin voru notuð í bókstaflegri merkingu eru nán- ast hvergi sýnilegir lengur. Þess vegna er brýnt að fara yfir þessa hluti í skólum. Hitt er svo annað mál, að sífellt verða til ný orð- tök, runnin upp úr okkar samfélagi. Þannig er núna gefið grænt ljós á eitt og annað, fjármálaráðherra segist standa á bremsun- um við fjárlagagerðina, en á velmektarárum fyrir hrun var allt á útopnu. Þetta eru ný orðtök og sýna með öðru hvað málið er frjótt.“ ah. Þetta kemur fram í fánum ýmissa músl- ímskra ríkja, eins og fána Líbíu sem er ekk- ert annað en grænn dúkur með engu merki.“ Málið er frjótt Hvaðan kemur áhugi þinn á málsháttum, orðtökum og táknum? „Ég hef kennt í áratugi og í kennslu skynjaði ég oft hvað krökkum og unglingum fannst mikil uppljómum að sjá og heyra hvernig orðtök voru upphaflega hugsuð og stundum teiknaði ég þau upp á töflu. Ég út- skýrði til dæmis bókstaflega merkingu þess að ríða baggamuninn, en þá fluttu menn hey af engjum heim á hestum, bundið í tvo bagga á hvern hest, annar bagginn var stundum miklu minni en hinn í lok dags og þá var krakka hent upp á minni baggann til að það væri jafnt á hestinum. Hann var að ríða af baggamuninn. Skýringar eins og þessar vekja áhuga hjá krökkum.“ Þú hefur unnið að skólamálum í áratugi og ert nú skólastjóri Landakotsskóla, finnst þér gaman að umgangast börn og unglinga? sem þeir nota eru komin. Hlutverk tákna er að tjá eitthvað sem ekki er hægt að festa hönd á en þó þannig að það vísar í hlut eða fyrirbæri sem allir þekkja. Tökum sápukúlu sem dæmi til að skýra það nánar. Allir hafa séð sápukúlu svífa og fyrr en varir er hún sprungin eða horfin stefnulaust út í busk- ann. Þess vegna varð hún tákn fyrir hverf- ulleik lífsins. Þess vegna eru sápukúlur víða í trúarlegri myndlist, beinlínis til að sýna þetta. Barn sem blæs sápukúlur og sjá má í myndum er tákn fyrir óstöðugleika lífsins. Réttlæti er oft tákngert í mynd af konu með bundið fyrir augu, hún heldur á vog í annarri hendi og sverði í hinni. Þetta er rómverska réttlætisgyðjan Justitia. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum og þess vegna er konan með bundið fyrir augun, vogin er tákn fyrir rök með og á móti sekt og sverðið er tákn fyrir refsinguna. Í þessu felst kannski óskhyggja manna um réttlæti frekar en réttlæti í raun, að minnsta kosti eins og það er stundað í mörgum löndum nú á dögum. Alls konar tákn eru til fyrir vald og kúgun og mörg þeirra eru skýrð í þessari bók, eins og stafur, stóll, hásæti, svipa, sverð, keðja og fleiri. Öll eru þau myndræn og blasa við í fjölmiðlum dag hvern. Þannig er það með tákn, þau eru lifandi hluti málsins og við grípum til þeirra hugsunarlaust. Mörg tákn eru eldforn, önnur eru nýrri, sum eru alþjóðleg og sum séríslensk. Ég veit til dæmis ekki til þess að lóa sé nokkurs staðar tákn nema hér á landi þar sem hún táknar sumarkomu, og þrösturinn er „vor- boðinn ljúfi“. Sum tákn eru alþjóðleg eins og elding, sól og máni. Öll fyrirbæri himinsins þekkjast alls staðar á byggðu bóli í tákn- rænni merkingu. Sum tákn eru nokkuð sér- tæk, eins og græni liturinn. Hjá okkur tákn- ar hann vor og grósku, jafnvel bernsku, en meðal múslíma er grænn litur tákn fyrir All- Morgunblaðið/Ómar Sölvi Sveinsson Alls staðar þar sem mál er notað koma fyrir tákn, þannig að mér fannst þörf fyrir svona bók því í henni geta menn séð hvaðan táknin sem þeir nota eru komin. Tákn eru lifandi hluti málsins  Sölvi Sveinsson er höfundur bókarinnar Táknin í málinu  Vann að verkinu í fimmtán ár  Gerir grein fyrir merkingu og sögu mörg hundruð tákna  Þörf fyrir bók eins og þessa segir Sölvi » Allir hafa séð sápukúlusvífa og fyrr en varir er hún sprungin eða horfin stefnu- laust út í buskann. Þess vegna varð hún tákn fyrir hverfulleik lífsins. Þess vegna eru sápu- kúlur víða í trúarlegri mynd- list, beinlínis til að sýna þetta. Barn sem blæs sápukúlur og sjá má í myndum er tákn fyrir óstöðugleika lífsins. 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.