Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 Aldarminning MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 ✝ Rafn Bjarn-arson mál- arameistari fæddist 10. september 1929. Hann lést 25. október 2011. Foreldrar hans voru Þuríður Tóm- asdóttir, f. 1. des- ember 1901, d. 31. maí 1995, og Camil- lus Bjarnarson, f. 24. september 1905, d. 12. september 1976. Systkini Rafns: Tómas Halldór, f. 31. mars 1938, d. 2. febrúar 1941. Jarðþrúður, f. 2. apríl 1928, d. 1. febrúar 1978. Þórir, f. 2. febrúar 1927, d. 15. mars 1993. Benedikt, f. 7. janúar 1936. Rafn hitti eiginkonu sína Magnfríði Perlu Gústafsdóttur árið 1953, þau eignuðust sjö börn og voru samvistum í 35 ár eða til ársins 1988. Eftirlifandi sambýliskona hans er Súsanna Odds- dóttir, f. 13. sept- ember 1945, þau bjuggu saman í 20 ár. Börn: Jarð- þrúður, f. 11. jan- úar 1951, Peter, f. 14. nóvember 1951, Sigurbjörg Sjöfn, f. 16. ágúst 1955, Ca- millus Birgir, f. 5. febrúar 1958, Rafn Benedikt, f. 9. apríl 1959, Ólafía Björk, f. 29. október 1960, Ómar Steinar, f. 23. júní 1962, Erla Þuríður, f. 13. mars 1964, Ólafur Róbert, f. 11. maí 1973. Barna- börnin eru 28, voru 29, Eva Björk, f. 25. september 1977, d. 21. júní 2004, barnabarnabörnin eru sex. Útför Rafns fer fram í Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 31. október 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku hjartans pabbi okkar, við vitum að þú ert í góðum hönd- um núna og að framliðnir ástvin- ir, vinir og kunningjar taka á móti þér með sama örlæti gestgjafans og þú varst þekktur fyrir í lifandi lífi. Þú verður hrókur alls fagn- aðar eins og ávallt enda sannur vinur vina þinna. Hjálpsamur varst þú allt til þinnar hinstu stundar og bauðst til að færa öll- um liðnum ástvinum okkar okkar kærustu kveðjur. Það var yndislegt að geta verið hjá þér síðustu stundir lífs þíns, kvatt þig og þakkað þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Við eru viss um að þú varst hreykinn af því að hafa öll börnin þín hjá þér sameinuð í því verki að vaka yfir þér og létta þér síð- ustu stundirnar. Eins erfitt og það var þá gerðir þú það auðveld- ara með ógleymanlegum gullmol- um sem við hlógum mikið að í gegnum tárin. Einn sá allra besti einn stofu- ganginn var, þegar þú í stað þess að svara spurningum lækna um líðan þína, kaust að beina talinu að allt öðru. Þú bauðst að þér liðnum líkama þinn læknavísind- um til handa, til „erfðarann- sókna“ við mikinn hlátur við- staddra. Þetta var ein af þínum leiðum til að létta okkur lundina og lýsir þér vel. Með hörkudugnaði sást þú fyrir stórri fjölskyldu og kvartaðir aldrei, þú gerðir þitt besta og reyndir aldrei að halda því fram að þú værir gallalaus, sem auðvitað enginn okkar er. Vildir láta kyrrt liggja það sem miður fór og horfa ætíð björtum augum á framtíðina og muna góðu stundirnar. Ein af þínum síðustu óskum var að við ræktuðum öllsömul með okkur kærleikann og yrðum ætíð vinir. Við söknum þín sár- lega en huggum okkur við allar góðu minningarnar sem við átt- um svo oft saman. Eftirfarandi er texti sem þú varst búinn að ákveða að sunginn yrði í útförinni þinni fyrir þó nokkrum árum, en hann lýsir þér mjög vel og heitir „Heitt blóð“ eftir Art Gartfunkel í þýðingu Friðriks Karlssonar, Lífsins ég njóta vil nota það nú og hér ef ég ógöngum lendi í ég læri af því Það er engum hér um að kenna og þó, jú kannski mér Þó gleymist það sem er betur gleymt því þannig ég er áfram ég fer Heitt blóð rennur í mér heitt blóð, eldur sem enginn sér eftirvænting, áköf leit ást á lífið er heitt blóð Það er mín eina trú allt hefur tilgang hér ævintýrin öll bíða mín og áfram ég fer Ég vil alltaf örlítið meira það er glóð inni í mér og ef ég fengi þig endurheimt þá segði ég þér hvernig ég er Hvíl í friði, elsku pabbi okkar, afi og langafi. Hjartans þakkir fyrir allt hið liðna. Ástarkveðja frá börnunum þínum og fjölskyldum þeirra. Elsku pabbi, takk fyrir að hafa verið til. Sigurbjörg Sjöfn Rafnsdóttir. Elsku afi, núna ertu kominn á leiðarenda í þessu lífi, lífi sem mér auðnaðist sá heiður að taka þátt í með þér. Þegar þú kynntir mig fyrir öðrum gerðir þú það ætíð með setningunni: „Þetta er Siggi vinur minn, hann gerði mig að afa.“ Þó svo ég hafi vitanlega lítið sem ekkert haft með þann gjörning að gera fann ég alltaf fyrir stolti þegar þessi setning hljómaði í eyrum mínum. Stoltur því þú lést mér líða eins og ég hefði gert eitthvað sérstakt þó svo ég hafi eingöngu verið óbeinn þátttakandi. Þú varst sérstakur og óhefð- bundinn afi, kjaftfor töffari og vígbúinn leiftrandi húmor sem fékk mann til að engjast um af hlátri. Ég mun sakna að sjá nafn- ið þitt á símanum mínum sem var merki um að skemmtilegt símtal væri í vændum. Yfirleitt vinkill á málefni líðandi stundar eða bankaslúður frá útvarpi sögu en alltaf einlægar spurningar um hvað ég væri að fást við. Þú sýnd- ir mér alltaf áhuga og vildir fylgj- ast með. Vitandi að þú munt halda því áfram frá öðrum stað er huggun en það er erfitt að sætta sig við að þú sért ekki lengur hér. Það er sárt að geta ekki fylgt þér til hinstu hvíldar en þökk sé nútímatækni fékk ég tækifæri til að eiga nokkur kveðjuorð við þig þegar þú lást kvalinn á sjúkra- húsinu. Ekki einu sinni þá var bú- ið að afvopna þig hárbeittum húmornum og hlógum við inni- lega saman í kveðjuskyni. Þang- að til næst set ég þumalinn lóð- réttan upp eins og þú gerðir alltaf þegar við kvöddumst, loka aug- unum og sé þig gera það sama. Sigurður Rafn og fjölskylda. Nú er komið að kveðjustund hjá honum Rabba Camma sem hefur verið okkur svo kær. Rabbi eða afi Rabbi eins og hann var kallaður á mínu heimili kom eins og hvellur inn í líf stórfjölskyld- unnar okkar. Hann og móðir mín kynntust í gegnum hestamennskuna, þar sem þau áttu margar góðar stundir bæði í okkar vinahóp og hans. Hestamennskan tengdi okkur saman og voru ófáar ferð- irnar sem við fórum austur fyrir fjall að skoða hesta, hitta hesta- menn og bændur. Þegar tíminn leið eyddum við miklum tíma við bústaðasmíði austur í Landeyjum þar sem við gátum verið með hestana og glaðst á góðri stundu. Rabbi kom með skemmtilegan, fjörugan og hvað þá athafnasam- an blæ inn í okkar líf, þar sem hlutirnir voru keyrðir áfram, stundum af meira kappi en forsjá. Aldrei voru til vandamál heldur bara verkefni. Þegar sest er nið- ur og farið að hugsa um Rabba og hans kynslóð, lífsgöngu og allar sögurnar sem hann sagði manni, þá er ekki hægt annað en að brosa og þakka fyrir slík kynni. Rabbi reyndist mér og mínum betri en margur annar, tengsl afa Rabba og barna minna voru mikil og væntumþykja á báða vegu. Afa Rabba kveðjum við með miklum söknuði og vonum að hann sé í góðum félagsskap góðra vina og njóti nýrra heimkynna með bros á vör. Hvíl í friði, elsku afi Rabbi. Oddur, María Auður, Páll Bragi, Anna Gréta, Rikharð Atli, Sólveig Erla og Hekla María. Rafn Wich Camillus- son Bjarnarson Elsku Óli minn. Í dag, 31. október, eru 13 ár síðan við giftum okkur. Ég hefði viljað að árin yrðu fleiri sem við lifð- um saman, en við ráðum ekki örlögum okkar þegar veikindi eru annars vegar. Ástin mín, ég sakna þín sárt en ég veit að þér líður vel elskan og ert laus við allar þjáningar. Ég vil þakka þér fyrir allar yndislegu stund- irnar sem við áttum saman. Óli, manstu hvað við hlökk- uðum til að vakna næsta dag og Ólafur Matthíasson ✝ Ólafur Matt-híasson fæddist á Selfossi 13. ágúst 1953. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi annan dag jóla, 26. desem- ber 2010. Útför Ólafs fór fram frá Garða- kirkju 5. janúar 2011. takast á við lífið? Það var alltaf svo gaman hjá okkur. Við ræddum oft um lífið eftir dauð- ann, að dauðinn væri ekki endalok heldur flutningur milli heima. Ó hvað þessi trú hjálpaði okkur mikið. Ég hugsa oft um stundirnar þegar þú sagðir mér frá hvað þú hafð- ir verið að gera áður en þú veiktist svona mikið. Hvað við gátum hlegið mikið og gert grín, þú sagðir svo skemmti- lega frá. Þú hafðir gaman af ættfræði og eyddir mörgum stundum í hana og varst mjög fróður í þeirri grein. Til hamingju með brúðkaupsdaginn okkar, elsku hjartað mitt. Megi Guð vefja þig í ljósi og kærleika. Þín eiginkona, Helga. Yndisleg kona er fallin frá. Sama hversu erfitt það er að trúa því. Ég man vel eftir fyrsta skipt- inu sem ég hitti Stellu. Við vorum báðar nýnemar í Fjölbrautaskól- anum við Ármúla og spenntar að hefja nám í framhaldsskóla. Við byrjuðum strax að spjalla og náðum strax mjög vel saman. Stella var alltaf glöð. Ég man aldrei eftir henni í vondu skapi. Stella Ragna Einarsdóttir ✝ Stella RagnaEinarsdóttir fæddist í Lúx- emborg 27. ágúst 1975. Hún lést á heimili sínu í Hol- landi 12. október 2011. Útför Stellu Rögnu var gerð frá Fossvogskirkju 28. október 2011. Við eyddum ófáum stundum saman í frímínútum og alltaf var gleði og hlátur þar sem Stella var. Þegar ég eignaðist strákinn minn var Stella dugleg að koma í heimsókn og knúsa hann og dúll- ast með hann. Hann var fljótur að læra að þekkja Stellu sína og var glaður þegar hún kom. Hún var svo yndisleg að passa hann fyrir mig þegar ég þurfti að komast í kvöldskólann og þau áttu góðar stundir saman. Við útskrifuðumst saman og átt- um saman góðar stundir í kring um útskrift. Leiðir okkar lágu aftur saman þegar ég flutti aftur á Suðurlandið. Það er svo gott að eiga vinkonur sem hægt er að hitta eftir langan tíma en það er eins og við höfum hist í gær. Ég fékk að sjá fallegu dísina hennar, hana Míru Katrínu, og það sem hún var stolt af henni. Það er erfitt að horfa til baka og hugsa um skemmtilegu stund- irnar í Hámu þegar við vorum báðar í Háskólanum og stuttu en skemmtilegu matartímana sem voru vel nýttir í spjall. Erfitt að hugsa til þess að þessar stundir verða ekki fleiri. Skemmtileg samtöl á netinu og stuttar kveðj- ur verða ekki fleiri. Það er erfitt að kveðja góða vinkonu sem átti allt lífið fram- undan. Hugur minn er hjá fjöl- skyldunni sem á um sárt að binda. Sérstaklega hjá Míru Katrínu sem missir svo mikið. Ég sendi ykkur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og megi guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Samúðarkveðjur. Guðbjörg Kristmundsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég votta fjölskyldu Stellu mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín, Star. Sigurborg Ósk Karlsdóttir. Einar Kristjáns- son fæddist á Her- mundarfelli í Þistil- firði 26. október árið 1911. Hann var sonur hjónanna Kristjáns Einars- sonar frá Garði í Þistilfirði og Guð- rúnar Pálsdóttur frá Hermundarfelli. Einar ólst upp á Hermundarfelli yngstur fjögurra alsystkina. Hann gekk í hinn stopula far- skóla sveitarinnar sem lauk með svokölluðu fullnaðarprófi en aðr- ir kostir til menntunar voru ekki fyrir hendi a.m.k. austan heiðar í Norður-Þingeyjarsýslu. Þegar Einar er 12 ára missir hann móður sína. Einar hafði hug á að afla sér menntunar en á því var nánast enginn kostur vegna fá- tæktar. Þó tókst honum að kom- ast í unglingaskóla í Lundi í Öx- arfirði og síðar einn vetur í Einar Kristjánsson Reykholti í Borgar- firði og annan á Hvanneyri. Þetta varð hans skóla- menntun. Hann varð því sjálfur að bæta því við sem honum fannst á skorta og það gerði hann með þrotlaus- um lestri bóka, einkum fagurbók- mennta. Einar kvæntist Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Holti í Þist- ilfirði árið 1937. Þau bjuggu fyrst á Hermundarfelli en síðar reistu þau nýbýlið Hagaland og bjuggu þar til 1946 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu upp frá því. Þeim varð fimm barna auðið. Einar var lengst af húsvörður við Barna- skóla Akureyrar, vinsæll og vel metinn af samstarfsfólki og nemendum. Þegar Einar kemur til Akur- eyrar er hann 35 ára gamall. Eitthvað mun hann hafa fengist við skriftir og ljóðagerð og þá mest „fyrir skúffuna“ eins og sagt er. Hér á Akureyri komst hann fljótlega í kynni við skáldin Rósberg Snædal, Kristján frá Djúpalæk og Heiðrek Guð- mundsson og síðar Guðmund Frímann o.fl. Ekki er ólíklegt að samneytið við þessi skáld hafi orðið honum hvatning til þess að sýna hvað í honum bjó og hvers hann var megnugur. Árið 1952 kemur út fyrsta bók hans, Septemberdagar, sem vakti þó nokkra athygli fyrir það hve fagmannlega var að verki staðið í samþættingu alvöru, kímni og ádeilu. Síðan rekur hver bókin aðra allt til ársins 1985 er síðasta bindi ritsafns hans kom út. Alls urðu bækur Einars 14 að tölu. En þótt Einar yrði talsvert kunnur fyrir ritverk sín þá varð hann landskunnur sem útvarps- maður, einkum fyrir þætti sína Mér eru fornu minnin kær, á árabilinu 1980-1990. Þættirnir innihéldu ýmsan þjóðlegan fróð- leik og vangaveltur um lífið og tilveruna og voru samkvæmt skoðanakönnunum eitthvert vin- sælasta útvarpsefnið í mörg ár. Úrval þáttanna er nú aðgengi- legt á bloggsíðu um Einar. En Einari var fleira til lista lagt. Hann var einstaklega góð- ur hagyrðingur, fundvís á efni og laginn við úrvinnslu. Vísurnar voru jafnan einfaldar og léttar, eins og þær hefðu ort sig sjálfar, og oftast slegið á létta strengi. Loks er þess að geta að Einar var söngvinn og músíkalskur eins og sagt er. Hann fór ungur að spila á tvöfalda harmoniku og lærði ýmis lög af Guðjóni föð- urbróður sínum á Sjóarlandi. Einar lék oft fyrir dansi þar eystra en eftir að hann fluttist til Akureyrar hætti hann því enda átti hann ekkert hljóðfæri. Hann fékk sér þó síðar píanó- harmoniku og píanó sem hann lék á sér og sínum til ánægju. Upp úr 1970 eignast Einar tvö- falda harmoniku og fer að rifja upp gömlu lögin sem hann og Guðjón höfðu leikið forðum. Honum hefur þá sennilega verið orðið ljóst að hér voru á ferðinni menningarverðmæti sem rétt væri að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Hann kom sér á fram- færi við Svavar Gests og árið 1979 kom út hjá SG-hljómplöt- um plata með 30 lögum sem fólk í Þistilfirði og víðar hafði dansað eftir allt frá 19. öld og fram und- ir miðja þá tuttugustu. Plata þessi er ekki lengur fáanleg í verslunum en fjölskylda Einars hefur látið færa efni hennar yfir á geisladisk. Á ferli sínum öðlaðist Einar margskonar opinberar viður- kenningar. Hann hlaut lista- mannalaun, fyrst árið 1953 og síðar með hléum einhver ár. Honum var boðið til dvalar í Sví- þjóð á vegum sænsku samvinnu- hreyfingarinnar vorið 1961, til Rússlands í listamannanefnd haustið 1971 og hlaut verðlaun úr rithöfundasjóði ríkisútvarps- ins og viðurkenningu frá Menn- ingarsjóði Akureyrarbæjar svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst naut hann viðurkenningar fólksins, a.m.k. norðanlands sem vinsæll upples- ari eigin verka á árshátíðum og skemmtunum ýmissa félaga- samtaka allt frá því að Septem- berdagar komu út 1955. Gras- rótin kunni að meta hnyttni hans og kímni og hann kunni að sá í jarðveg hennar. Einar átti heima á Akureyri í hálfa öld. Honum þótti vænt um bæinn og var stoltur af honum. Hann fékk mörg tækifæri til þess að sýna það í verki því að oft var til hans leitað á hátíðis- og tyllidögum og hann beðinn að semja ljóð, leikþátt eða flytja minni bæjarins. Akureyri var bærinn hans og hann var skáld bæjarins. Á Amtsbókasafninu á Akureyri gefur að líta málverk af Akureyrarskáldunum svoköll- uðu, þeim sem settu svip á bæ- inn og voru þekkt nöfn í heimi ís- lenskra bókmennta um og eftir miðja tuttugustu öld. Þeirra á meðal var Einar. Einar lést á Akureyri árið 1996 tæplega 85 ára að aldri. Fjölskylda Einars hefur safnað saman efni um hann og verk hans: einarkristjansson.wordpress.com Óttar Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.