Líf og list - 01.12.1950, Síða 8
myndlistar á þessari öld og ákveðið
er að senda hana til Osló innan
skamms á þessum vetri. Mennta-
málaráð skipaði íjóra menn úr
hópi íslenzkra listmálara til þess
að velja málverk, teikningar og
þess háttar (eins og það er orðað
í sýningarskránni) úr verkum
þeim, sem dómnefndinni bárust.
Eins og að líkum lætur hlýtur að
hvíla mikil ábyrgð á dómnefnd,
sem mæla skal karat gullsins í
hinni ungu listmenningu okkar.
Skal hér látið ósagt um, hvort sér-
hver þessara fjögurra manna hafi
verið starfi sínu vaxinn — um það
skiptast eflaust skoðanir. En ílest-
ir sanngjarnir og heiðarlegir menn
hljóta að vera á einu máli um, að
í vali mynda á listsýningar mega
engin hrossakaup þrífast — dóm-
nefndinni er ætíð skylt að dæma
eftir efni einvörðungu, en ekki eft-
ir klíkuhætti ellegar persónulegri
óvild. Líklega er enginn maður
svo af guði gerður, að hann sé alls
endis óhlutdrægur í dómum sínum
— hvort heldur sem er um list eða
annað að ræða. En bezt hefði
sennilega farið á því, að Mennta-
málaráð hefði fengið hingað til
lands erlenda, listmenntaða menn,
til þess að skera úr um, hvað hæft
væri til sýningar, ef koma hefði
mátt því við. Á þann hátt hefði
helzt verið hægt að girða fyrir öll
hrossakaup í þessu sambandi. Engu
að slður ber sýningin þess vitni, að
valið hefir tekizt 'svo vel, að sýn-
ingin í heild gefur góða hugmynd
um þroska og hæfni flestra eldri
og þekktari málara okkar. Og
annað, sem ekki er síður mikils um
vert: hér býðst okkur að kynnast
þeim í fyrsta sinn, svo að einhverju
nemi. Sýningin er í heild skemmti-
leg og ber vott um, að íslenzk
myndlist stendur á mun hærra
stigi (standard) en margan hefði
órað fyrir. En þrátt fyrir kosti sína
er sýningin hnökrótt: sumt þar,
sem spillir heildaráferðinni. Dóm-
nefndin hefir auðsjáanlega vandað
til margs á sýningunni, en ekki ver-
ið að sama skapi sjúlfri sér sam-
kvœm i kröfum sínurn. Því kröfu-
harðari sem hún er þeim mun
betra. En memento: eitt skal yfir
alla ganga! Því bregður manni ó-
notalega í brún að sjá þar þvælast
fyrir alls kyns föndrarasmíð, sem á
alls engan tilverurétt í þessu um-
hverfi né annars staðar. íslending-
ar eru undarlega heíðbundnir í
eðli sínu — ógjarnir á að breyta um
smekk og viðhorí til ýmissa hluta,
er eitt sinn hafa hlotið náð í aug-
um þeirra eða verið hossað upp í
viðhafnarsæti (huga) þeirra. Hið
sama gildir um list og listamenn.
Meðan þorri manna hér hafði lítil
kynni af list (sem hann raunar hef-
ir enn, þó að slíkt horfi nú allt til
bóta) hefir sumum íslenzkum list-
málningarfúskurum, sigldum og ó-
sigldum, lærðum og ólærðum,
tekizt af einhverjum óskiljanleg-
um ástæðum að lauma því inn hjá
fólkinu, að þeir kynnu eitthvað til
lista. Smátt og smátt hafa þessir
Jón Stefónsson:
sömu menn með beinurn og óbein-
um áróðri eða öðrurn persónuleg-
urn stuðningi sér til framdráttar
komizt í tízku hjá borgurunum —
afurðir þeirra gerðar að snobb-
stássi í viðhafnarsölum. Sumir- þess-
ara sigldu og akademílærðu föndr-
ara lifa enn á þessari fornu frægð
sinni, standa enn á gömlum merg,
þó að svikinn sé. Þess vegna er
hastarlegt, ef hin virðulega dóm-
nefnd, sem að öðru leyti hefir látið
sér annt um ábyrgðarstarf sitt og
innt það samvizkusamlega af
hendi, hefir af ótta við veldi föndr-
aranna með listmálaranafngiftina
og áhangendur þeirra, íátið undir
höfuð leggjast að vísa kákmyndum
þeirra á bug úr salarkynnum þess-
arar göíugu sýningar. Ef listin á að
blómgast og þrífast hér á landi,
verða atkvæðamenn listalífsins að
samræma gerðir sínar við innri
sannfæring, en ekki „hossa heimsk-
um gikki, svo að hann gangi lagið
á.“
Skal nú fyrst vikið nokkrum orð-
um að miðkynslóð íslenzkra mál-
Vetur
4
LÍF og LIST