Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 17
við; æ það vildi ég að ég færi nú
að fá blessaða hvíldina." Það get-
ur vel verið að þessi skáldskapur
fari öfugt í mig, en svona fer hann
í mig, einsog þetta taut.
Stundum minna þessi kvæði mig
á hræðsluvælið úr móðursjúkum
amrískum stjórnmálamönnum sem
oft er verið að hafa eftir í útvarp-
inu öllum til athlægis: „aldrei hef-
ur ástandið verið ískyggilegra né
geigvænlegra en nú; ógurlegur
háski steðjar að bandaríkjaþjóð-
inni; bein og bráð hætta er yfir-
vofandi í alheimsmálum —og svo
framvegis endalaust. Og þó er svo
mikill friður í Amríku, að amríku-
menn verði að ferðast milli tíu og
tuttugu þúsund kílómetra til að fá
einhvern til að berjast við sig.
* * *
Skagfirskur bóndi gisti hjá mér á
dögunum. Við sátum fyrir framan
eldinn leingi nætur og hann fór
með mörghundruð ferskeytlur úr
Norðurlandi. Þetta var sona alla-
vegana skáldskapur, en mikið var
hann fullur af jarðlífssafa, klambr-
ið ekki síður en liitt sem sléttkveð-
ið var. Hann fór með dýrlegar vís-
ur um þessar úrkynjuðu íslensku
truntur þar sem þeim er lýst einsog
goðkynjuðum fákum. Þar var
skáldskapur um hlægilega presta,
um kröggur í vetrarferðum og als-
konar slysfarir, sumar sorglegar
aðrar hlægilegar, um feitar stúlkur,
um stórkostlegar siglíngar, um
furðuviðburði í Skagafirði, 100%
klámvísur, eftirmæli um góða og
vonda menn. Og hann fór með vís-
ur um Skagafjörð sjálfan þar sem
héraði þessu er með rökum og ó-
rækum sönnunum lýst sem þess-
konar guðdómlegu landi sem ekki
á sinn líka á jörðunni, varla einu-
sinni í Tíbet, landi Jjar sem mann-
lífið á heima í allri sinni dýrð og
Grettir er útilegumaður í Drang-
cy> landi sem vér elskum svo heitt
að öll lönd og álfur blikna í sam-
anburði, og hefur það meðal ann-
ars til síns ágætis að þaðan sér ekki
í önnur héruð; það land þar sem
vér viljum lifa og deya og gánga
aftur. Eitt kvæðið var um mat,
eldgamalt, hann taldi það mundu
vera úr Fljótum, því hvergi nema
þar segðu menn svo þegar þeir
verða liissa: nei nú stansar mig.
Matarkvæðið er sona:
Kvöldskatt fékk ég, kær og þekk
konan gekk um beina,
magáls þekkja mundi ég smekk,
má því ekki leyna.
Efst lá kaka einsog þak
sem eldsins bakan herti,
barðið spraka meður mak
í munn ég rak og skerti.
Af barni rollu bríngukoll
baugs lét tolla lína
á mínum bolla mæt og holl,
mátti ég hrolli týna.
Lángur þar hjá leggur var,
laukinn bar hann gæða,
bónda skar ég bitann snar,
blessun var að snæða.
Hákarls sniðið hafði kvið
hrundin iðu glansa,
lagði hann niður á leirfatið,
lá mér við að stansa!
Stykki hér með hryggjar er
huppsneið skera ’ún mundi,
flot og smérið baugsól ber
blossa hvera þundi.
Mér þætti gaman að heyra nútíma
skáld á íslandi, úngt eða gamalt,
yrkja eins vel og umjafnskemtilegt
efni og þessi ónafngreindi fljóta-
maður hefur ort, liklega l’yrir 200
árum.
* * *
Síðan ég las húspostilluna eftir
Brecht fyrir átján árum, en síðan
ýmis verk hans önnur, hef ég æv-
inlega, sé ég spurður, svarað því
til, að af núliföndum skáldum sem
ég þekki þyki mér hann bestur í
heimi. Þetta er að vísu htiglægur
dómur einsog slíkir verða, og þó
finst mér ég gæti stutt hann með
öðrum rökum ýmsum en skírskota
til smekks míns, ef nauðsyn krefði.
Þó ég standi í mikilli þakkarskuld
við skáld þetta, sem hefur verið líf-
rænn þáttur hugar míns leingi, hef
ég ekki verið þess umkominn að
sjá það við hann í neinu, utan
snaraði fyrir fimtán árum barn-
æskukvæði lians einu, urn morð-
ingjann Maríu Ferrar.
í Sinn und Form,síðasta hefti þessa
árs, er nýtt kvæði el'tir Brecht,
Kvæðið um hirsifræið. Þetta kvæði
er. um ágæti mannsins og jarðar
vorrar, þar sem auðlegð, alsnægtir
og hamíngjukostir eru svo óþrjót-
andi að ekki er hægt að gera sér
himinríki öðru vísi en í líkíngu
jarðarinnar, né guði nema í mynd
mannsins — og ná eftirmyndirnar
aldrei fyrirmynd sinni.
Hirðínginn Tsjaganak Bersijev úr
sandauðnum Kasakstanlands, sem
liggur fyrir austan Kaspíhaf, og er
miklu stærra en Evrópa, éignast
jörðina, samyrkjubóndi, og fer að
rækta hirsifræ. Þetta fræ, vesalast
lrækorna, sem lifir aðeins í hrjóstr-
um og eyðimörkum, verður í liönd-
um hans að einu mesta frækorni
heims. Um göfgun þessa frækorns,
framkvæmda á laungum tíma af
þessum villimanni sem áður var,
hafa vísindamenn skrifað bækur,
og er kvæðið ort uppúr einni
þeirra.
Það þarf ekki smálítið skáld til að
geta ort svo útal' ómerkilcgu fræi,
að maður á hala veraldar sem aldr-
ei hefur heyrt fræið nel'nt, standi á
öndinni í lestrinum, fullur eftir-
væntíngar um hvað komi í næstu
vísu, en als er kvæðið 52 ferhend-
ur. Þetta cr uppliafserindið:
Tschaganak Bersijew, der Nomade,
Sohn der freien Wiisteneien im Land
Kasakstan
in den Steppen am Fluss Uil, wermut-
bewachsen
liess er nieder sich und baute Hirse an.
Frh. á bls. 26
LÍF og LIST
13