Líf og list - 01.12.1950, Qupperneq 24

Líf og list - 01.12.1950, Qupperneq 24
andi og lét nú drenginn í friði, og Jean settist á tröppurnar og batt á sig hjólaskautana sína. Ég virti hann fyrir mér úr npkkurri fjar- lægð og þorði ekki að koma nærri og hugsaði um það, að nú fengi ég aldrei að sjá litla-lávarðs-lokkana hans Jean de Blaye dansa sólglitr- andi um herðar lians, og ég varð gripinn óljósri angistartilfinningu. Loksins tók ég ákvörðun. — Jæja. Efndir Jm loforðið? Vaktirðu um nóttina? Hann leit ekki upp, heldur muldraði í barminn: „Hélztu virki- fega að ég tryði því. . . Að ég væri svo vitlaus?" Og þegar ég endur- tók: „En Jrú manst þó h'klega eftir því . . . Það eru bara fjórtán dag- ar síðan . . .“, en hann beygði sig bara enn dýpra yfir skautana sína fullvissaði mig um, að hann hefði bara verið að þykjast, að hann hefði verið að gabba okkur: — Maður er líka orðin átta ára! Maður er ekkert smábarn lengur. Allan tímann, sem hann talaði við mig, leit hann ekki framan í mig, og spurningin brann á vörum mér: — Þá hefir hún mamma þín skrökvað að þér, eftir allt saman? Hann studdi öðru hnénu í við jörðina, meðan hann var að herða á skautareiminni. Hann eldroðn- aði út að eyrunum, sem stóðu út eins og litlir vængir. Ég gerðist aft- ur nærgöngull með spurningun- um: — Heyrðu mig, Blaye, hún mamma þín . . . Skrökvaði hún að þér, ha? Allt í einu rétti hann úr sér og leit beint framan í mig. Ég get enn þann dag í dag séð fyrir hugskots- sjónum litla, rauða, þungbrúna andlitið, samanbitnar varirnar. Hann fór hendinni um hárið, rétt eins og hann væri að leita að horfnu lokkunum, yppti síðan öxl- um: — Ég skal ekki láta hana skrökva að mér oftar. Ég svaraði því til, næstum vilja- laust, að mömmur okkar hefðu ekki skrökvað að okkur, að allt væri satt, að ég hefði sjálfur séð ... Hann greip fram í fyrir mér: — Þú sást það? Er það satt? jæja, þú sást það? Ég sá það líka! Svo ók hann af stað á hjólaskaut- unum sínum og hélt áfram að renna sér kringum hlyninn þang- að til frímínútunum var lokið. Mér skildist, að hann vildi forðast mig. Ári síðar íluttust foreldrar hans frá Bourdeaux, og ég vissi ekki, hvað um hann varð. IV. ðeins einu sinni á öllum æsku- árum mínum kom það fyr- ir, að ég var ekki heima nóttina helgu. Aðeins einu sinni, það mun hafa verið stuttu fyrir heimsstyrj- öldina. Ég flæktist út á veitinga- staði. Nú er ég búinn að gleyma, hvað þessir staðir hétu, en ég minn- ist þess eins, hversu ákaflega niður- beygður ég var. í þessu knæpu- hverfi hljómaði stórklukkan í Pey- Berland-turninum af enn meira afli hið innra með mér en hún hafði gert heima í fæðingarborg minni. Þarna yfirgnæfði hún með voldugum hljómi sínum fiðluleik Sígaunanna. Þetta var eitt af þeim augnablikum lífsins, þegar manni finnst maður vera svikari. Á félög- um mínum var ekkert að sjá, því að þeir áttu ekki á öðru völ. Ef til vill hafa sumir þeirra átt svipaða bernsku og ég, en hafi svo verið, ])á voru þeir búnir að gleyma henni. Þarna inni í svækjunni og í hávað- anum af heimskulegum dægurlög- um var ég sá eini, sem gat töfrað fram á ný í ímyndun minni mynd- ina af griðastað jötunnar inni í rökkri jólagjafaherbergisins, sá eini, sem mundi gamla sálminn um niðurlægingu drottins og auð- mýkt hans. Þótt ég væri enn ung- ur, leiftruðu þessi ljós minning- anna svo óralangt í burtu, að mér fannst ég geta verið orðinn þúsund ára gamall. Og þrátt fyrir Jrað fann ég sviða brunasáranna frá þessum ljósum. Nei, ég gat ekki afsakað mig á neinn hátt, þvx að ég var skáld. Ekkert má deyja í hjarta skáldsins. Hvert liafði ég vogað mér að draga bernsku mína Jxessa nótt, bernskuna, sem enn lifði hið innra með mér? Ég drakk til að gleyma afbroti mínu. Því meira sem ég drakk, þeim mun meira framandi fannst mér ég vera gagnvart félögum mín- um. En hlátur Jxeirra kvaldi mig. Ég stóð upp frá borðinu og gekk að barnum, út í horn, þar sem birt- an var ekki eins skær. Ég hallaði mér fram á barborðið og mér var borið viský. Og á því sama augna- bliki sem mér kom í hug lítill drengur sem hét Jean de Blay, kom ég auga á Jean de Blay sjálfan, sitj- andi á háum stól við hlið mér. Ég claðist ekki eitt einasta augnablik um, að Jxetta væri hann. Þetta voru sömu augun, þau líktust enn hvít- um vorblómum og lýstu upp þetta unga Jxreytta andlit, sem var svo nálægt mér, að ég snerti Jxað. Ég sagði við hann að fyrra bragði: — Það hefði ekki átt að klippa af þér lokkana. Hann sýndist ekki verða liissa, heldur spurði með þvoglukenndri röddu: — Hvaða lokka? — Þá scm voru klipptir af þér í jólaleyfinu 1898. — Þú tekur mig víst í misgripum fyrir einhvern annan, en Jrað gerir ekkert til . . . í kvöld veit ég ekki sjálfur liver ég er. — En ég veit, að Jm ert de Blaye. — Hvernig veiztu, hvað ég heiti? Ég andvarpaði, mér létti: Jxað var hann! Það var áreiðanlega hann! Ég tók í hönd hans: 20 LÍK og LIST

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.