Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 53

Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 53
þær aðstæður gætu aðeins skapast í þjóðfélagi, sem réði niðurlögum allrar firringar og gæfi öll- um meðlimum sínum færi á að hlutgera alla hæfileika sína, allar tilfinningar sínar í lífi sínu og starfi. Hann áleit, að þetta gæti gerzt aðeins í hinu frjálsa samfélagi framtíðarinnar, þar sem hæfileikar manna yrðu ekki framar söluvara, þar sem valdbeiting og ríkisvald væru ekki framar til, Það kallaði hann kommúnisma. Flestir fagurfræðingar Sovétríkjanna, sem, í orði kveðnu að minnsta kosti, telja til skyldleika við þessar hugmyndir Marx og Hegels, álíta, að feg- urð sé hlutlægur eiginleiki efnishluta, list sé end- urspeglun þeirra. Efni listarinnar er allur heim- urinn, hið eina, sem aðskilur hana frá vísindum er formið. „Eðli listarinnar er i listrænum myndum" (Kalosín, op. cit. 41). Listin hefur þannig ekkert eigið viðfangsefni, en verkefni hennar er oftast skýrgreint sem uppeldi almenn- ings. í nýlegri bók eftir fagurfræðinginn V. Ra- zúmní *) er gerð slík tilraun til að skýrgreina, hvað sé list: Hún er „form þjóðfélagslegrar vit- undar“, er „árangur sérstakrar listrænnar alhæf- ingar", „segir frá hinu almenna í gegn um hið einstaka", „segir frá sannleik lífsins og merkingu fyrirbrigða þess“, er mat á fyrirbrigðum lífsins", hefur í sér súbéktívan þátt, o. s. frv. Slík tilraun til að skýrgreina list með því að telja upp einstök sérkenni hennar leiðir beint af því, að afneitað er *) V. A. Razúmní, O prírodé húdozéstvénnogo obo- bsénía. Moskva, 1960. með öllu, að listin geti haft nokkurt sérstakt við- fangsefni. Listin er allt nema tjáning á árekstr- um einstaklings og lieildar, þjóðfélags, valds og á þeirri innri baráttu, sem af því leiðir. Aðeins einn sovézkur fagurfræðingur, A. í. Búr- off, hefur gert tilraun til þess að anddmæla þess- ari útrýmingu listarinnar. Hann gagnrýnir fjöl- marga fagurfræðinga fyrir það, að útskýra list sem eitt saman form, form endurspeglunar á raunveruleikanum, sem form hugsunarháttar eða form tilfinninga. Hann bendir á, að út frá þess- um sjónarhóli verði mjög erfitt að hrekja þá skoðun Kants, að fegurðaráhrif listaverks séu óháð innihaldi þess, en sú skoðun Kants er samt í orði kveðnu í litlum heiðri höfð meðal þeirra sovétfagurfræðinga, sem skýrgreina list aðeins sem form. Búroff setur sér síðan það verkefni að finna listinni eitthvert efni, skýrgreina list út frá innihaldi en ekki aðeins formi. Niðurstöður sínar setur hann fram í stuttu máli þannig: „Sér- stakt cfni (obékt) listarinnar cr hið mannlega líf, nánar sagt, maðurinn sem þjóðfélagsvera, lifandi eining hins almannlega og hins einstaka (per- sónubundna). Efni listarinnar er að tjá vanda- mál mannsins í listrænu formi.*) Vart hafði bÓk Búroffs komið út (febr. 1956) fyrr en boðið var út heilum her löggiltra fagur- fræðinga, sem tóku hann í karphúsið. Að áliti þessara manna varð Búroff að samnefni fyrir *) A. f. Búroff, Estéstítseskaja súsjnostj ískússtva, Moskva, 1956. Bls. 136. BIRTINGUR 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.