Birtingur - 01.06.1967, Page 14
3.
í leikritinu Tangó tekur Mrozek þrjár kyn-
slóðir til athugunar og dregur markalínur
þeirra. Við gætum farið eins að. Hvað eigum
við að fara langt aftur. Við getum farið alveg
aftur í rómantísku skáldin sem voru að ham-
ast við að skrifa leikrit í útlegðinni fjarri
ófrjálsri ættjörð sinni: Adam Mickiewicz sem
maður heyrði nefndan í skóla sem eitt af
helztu skáldum rómantísku stefnunnar og
Julius Slowacki sem maður heyrði aldrei
nefndan í skóla. (Hann var hinsvegar nýlega
nefndur í Birtingi í grein um Grotofski og
magiska leikhúsið í Opole sem hefur byggt
undraverða sýningu á leikriti hans Akropolis,
svo sem fylgjandi myndir benda til.)
Ekki höfðu þeir neina von um að fá þessi leik-
rit sín flutt á þeim tíma sem þeir voru að
skrifa þau á öldinni leið í vímu rómantískrar
ættjarðarástar og frelsisdrauma, það var fyrir
heimsstyrjaldirnar og gengishrun margvís-
legra hugsjóna og hin stóru innblásnu orð um
frelsi og framfarir og að vísindin efli alla dáð
og ég elska þig stormur sem geisar um grund,
þau voru ennþá tryggð óvéfengdu gulli sem
átti að vera í hjörtum góðra manna. Og þessi
skáld náðu hjörtunum og þegar geisli snilli-
gáfunnar seildist þangað þá fannst mörgum
það væri bara eintómt gull í hjartanu. Við
erum kannski ekki eins uppnæm fyrir þess-
konar skáldskap sem lifum í heiminum í dag.
Gombrowicz lætur einn kennara segja við
nemendur sína: það er ekkert sem jafnast á
við skólann í því að rækta ást á list. Hver
okkar hefði getað dáðst að hinum miklu snill-
illgum ef það hefði ekki verið hamrað inn í
hausinn á okkur í skólanum að þeir væru
miklir snillingar?
Síðan koma menn einsog Gombrowicz og
Witkewicz, höfundar sem taka svo stórt stökk
þegar þeir hafna rómantíkinni að þeir verða
evrópskir framúrhöfundar og þegar maður
heyrir talað um ungu leikskáldin í Póllandi
eru oftast nefndir Mrozek og Rozewicz. En ef
talið berst að ljóðskáldum í Póllandi í dag
skera tvö nöfn sig úr: Rozewicz aftur og
Zbigniev Herbert sem hefur reyndar líka
samið sérkennileg leikrit eða leikþætti. Það
er ljóðið sem fyrst vakti athygli á þessum
tveim mönnum en á seinni árum hafa þeir
snúið sér að leikritun.
4.
Rozewicz er þeirrar kynslóðar sem hlaut sína
eldskírn og manndómsvígslu í hörmungum
styrjaldarinnar, og sú beiska reynsla hefur
mótað hann og alls staðar er hún aflvaki og
undirstraumur í skáldskap hans einsog fleiri
Pólverja af þeirri kynslóð, við skynjum alls-
12
BIRTtNGUR