Birtingur - 01.06.1967, Síða 15

Birtingur - 01.06.1967, Síða 15
staðar átak hans til að sigrast á þeim ægilegu myndum stríðsins sem ógna, tilfinningadofan- um og tómleikanum sem fylgdi hinni skelfi- legu reynslu og viðleitnina að finna af nýju einföld sannindi til að byggja lífið á þeim. Fyrir Rozewicz er skáldskapurinn tæki til þess að sýna veruleikann með einföldum orðum þar sem hlutirnir og fyrirbærin eiga að tala án þess að töfrar orða og líkinga togi afvega; hann er tortrygginn gagnvart skörpum og lýs- andi myndum, freistingum hugmyndaflugs- ins. Kafka sagði að allt byggðist á myndlík- ingunni, metafórnum og hnitmiðaðri ýkingu. En Rozewicz óttast að glæsilegar líkingar heilli lesandann og skapi honum óraunsætt ástand hugarins þar sem ávöxtur hugmynda- flugsins kemur í staðinn fyrir hlutina sjálfa og þau fyrirbæri sem ekki mega gleymast. í ljóðinu Et in Arcadia ego segir hann: Veruleikinn er hlaðinn veruleika gegnum rifur í veruleikann getur hugmyndaflugið þrýst sér inn „innra með okkur vakna blekkingar hugmyndaflugsins vegna þeirra skynjum við eftirmyndir hlutanna einsog hlutirnir sjálfir væru líkt og gerist hjá sofandi og vitskertum mönnum" Skildu ekki neitt rúm eftir ekki einu sinni hvítan díl handa hugmyndafluginu. í verkum sínum reynir Rozetvicz að sýna það sérstaka ástand nútímans þar sem manneskjan hrærist í skugga yfirgengilegleikans og það sem hefur gerzt er of stórt fyrir orðin sem áður giltu eða fyrir fyrri merkingar þeirra. Hann segir: ég bjó til skáldskap fyrir þá skelfdu. Fyrir þá sem áttu á hættu að verða slátrað. Fyrir þá sem eftir lifðu. Við lærðum málið af nýju. Þeir og ég, segir hann. Árið 1945 sagði hann um sig sjálfan: Er tvítugur er morðingi er verkfærið blindur svo sem sverðið í böðulshendi hef myrt manneskju hef rauðum fingrum þuklað hin hvítu konubrjóst. Rozewicz reynir að sýna nútímamanninn, og sambýli kaldlyndisins og viðkvæmni, ofbeldið og bróðurþelið, viðmiðunarskort; lífsgeiginn og óttann við dauðann og einsemdina og ÍMRTIJVGUR 13

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.