Birtingur - 01.06.1967, Síða 25
kenndan við Bjarnastaðahlíð. Hann mun vera
fæddur 1G18 að Bæ í Borgarfirði. Nam smíðar
og tréskurð í Danmörku, var forsmiður Brynj-
ólfskirkju, þegar hún var reist, gerðist síðan
starfsmaður þeirra feðga Þorláks Skúlasonar
og Gísla Þorlákssonar Hólabiskups, og bjó að
Bjarnastaðahlíð í Skagafirði, talinn í heldri
manna tölu, vel virtur og frægur á sinni tíð.
Kunnust verka Guðmundar eru nú skírnar-
sárinn í Hóladómkirkju, prédikunarstóll í 111-
ugastaðakirkju, altari í Grafarkirkju á Höfða-
strönd og altaristafla frá Reykjum í Tungu-
sveit, nú í þjóðminjasafni, þar eru og fleiri
verk eftir Guðmund. Þeim lesendum, sem
kynnast vilja frekar ævi hans og starfi, er bent
á ágæta ritgerð eftir dr. Kristján Eldjárn þjóð-
minjavörð í bók hans Stakir steinar, Reykja-
vík 1961.
Ekki er hægt að ráða af vísitazíulýsingum,
hvort stóll þessi hafi verið í Vesturhópshóla-
kirkju frá því hann var smíðaður. Elzta lýsing
á prédikunarstóli í kirkjunni er frá 1700 í
vísitazíubók Björns Þorleifssonar: „prédikun-
arstóll sæmilegur“. Þetta almenna orðalag
gæti auðvitað átt við hvaða prédikunarstól
sem væri. Hjá Steini biskupi Jónssyni er ör-
lítið nákvæmar að orði kveðið 1716: „prédik-
unarstóll fimmkantaður lítill“. Þetta kemur
heim við stól Guðmundar, en sker ekki úr,
hvort um hann sé að ræða. Næstu ummæli,
sem eitthvað má af marka, eru í kirkjustóln-
um sjálfum: „Prédikunarstóll fimmkantaður
íslenzkur ómálaður“, síðan 1768: „prédikun-
arstóllinn er af tré viðhafnarlaus með trélist-
um og römmum að ofan“. Árið 1775 er orða-
lag, sem vekur grunsemdir: „prédikunarstóll
sá gamli fimmkantaður . . . sunnanvert við
altarið stendur nýr stóll vel umvandaður með
tveim sterkum járnhringjum". Seinna eða
1788 kemur í ljós, að þessi nýi stóll er ekki
ætlaður til prédikana, heldur til skrifta, enda
járnhringir hvergi sjáanlegir á þeim stól, er
hér er til umræðu, eða ummerki eftir þá.
Hins vegar segir þrem árum áður: „prédikun-
arstóll nýr og í góðu standi“. En árið 1788,
sem áður er vísað til, er stólnum lýst eins og
áður: „fimmkantaður með paneluðum list-
um“. Hér er úr vöndu að ráða: er prédikun-
arstóli og skriftastóli ruglað saman, eða hefur
kirkjan fengið nýjan? Síðan er sama orðalag
og er i kirkjustólnum 1788 endurtekið með
tilbrigðum 1793, 1798, 1805 og 1819. Árið
1830 kemur í ljós, að búið er að mála stólinn:
„prédikunarstóll fimmkantaður listaður mál-
aður með rósum velsæmilegur". Stóllinn hef-
ur verið málaður á árunum 1819 til 1830. Það
er fyrst 1833, að orðalagið er það skýrt, að
enginn vafi er á, hverju lýst er: „prédikunar-
stóll er fimmstrendur af snikkara verki mál-
aður ... með strikuðum listum“. Nokkurn
birtingur
23