Birtingur - 01.06.1967, Qupperneq 46
göngu hetjusögu Nevskys og frelsisbaráttu
þjóðarinnar, heldur er einnig flóttað inn í
hana ástarævintýri — tveir vinir elska sömu
stúlkuna — sem endar síðan á skemmtilegan
og óvæntan hátt.
Þá er komið að kvikmyndinni um ívan
grimma, en hún er í tveim hlutum, gerð á
tímabilinu 1943—’46, en fyrsti undirbúningur
að myndinni hófst reyndar ’41. ívan IV.
komst til valda aðeins þriggja ára gamall, en
var krýndur til keisara ungur að aldri, fyrstur
allra stórhertoga í Moskvu. Strax við krýning-
una boðar Ivan sameiningu Rússlands og að
valdi bojaranna skuli hnekkt. Þetta var á 16.
öld. Eitt hans fyrsta verkefni eftir krýninguna
er stríð gegn Kasan. En ívan á sér líka óvini
meðal eigin þjóðar, jafnvel nánasti vinur
hans og samstarfsmaður, Kúrbskí, svíkur
hann og gengur á vald þýzka furstanum Sigis-
mund. Náfrænka keisarans, Starítskaja, sem
er af bojaraættinni, er svarinn fjandmaður
hans, og þegar ívan eitt sinn er að dauða
kominn, leggur hún á ráðin og heimtar, að
menn sverji Vladimir, syni hennar, sem er
hálfgerður kjáni, hollustueið. En ívan deyr
ekki, og þá tekur Starítskaja það til bragðs að
byrla eiginkonu keisarans, Anastasju, eitur,
og endar fyrri hlutinn, þar sem ívan stendur
fullur angistar við kistu Anastasju og heldur
brott frá Moskvu. Fyrri hluti myndarinnar
var gerður í anda sovézkra valdhafa þeirra
tíma, þegar Stalin réð ríkjum, þar sem ívan
var sýndur sem hinn voldugi þjóðhöfðingi,
staðráðinn í að sameina Rússland í eitt öflugt
ríki. Myndin hlaut Stalíns-verðlaunin í
Moskvu 1945. Aftur á móti kom seinni hlut-
inn illa við kaunin á valdhöfunum, því að
þar var ívan sýndur sem hinn einmana vald-
hafi, sem á í mikilli innri baráttu og sálar-
stríði. Hann hefur misst það bezta, sem hann
átti — eiginkonu sína — og honum finnst allt
svo kalt og drungalegt í kringum sig. ívani
er ekki í mun að mynda eina ríkisheild henn-
ar einnar vegna, heldur af Jjví að honum
finnst það horfa mest til heilla J^jóðinni. Slík
útlegging á mesta valdamanni Rússlands
hlaut auðvitað ekki náð fyrir augum Stalíns
og vina hans. Og eftir að hafa grandskoðað
fyrri hlutann, komust þeir að raun um, að
hann mundi einnig vera varhugaverður, og
var báðum filmunum stungið undir stól, en
rúmum tuttugu árum síðar var rykið dustað
af þeim, og hefur kvikmyndin verið sýnd al-
menningi víða um heim.
í kvikmyndinni ívan grimmi er stíll Eisen-
steins orðinn hægari en áður var. Hann legg-
ur ekki eins mikla áherzlu á klippingarnar,
myndsviðið og uppbygging myndarinnar
skipta nú meginmáli, og svo sannarlega er
myndsviðið stórkostlegt, þar sem veggskraut-
44
BIRTINGUR