Birtingur - 01.06.1967, Side 47
ið gegnir þýðingarmiklu hlutverki. Hin frá-
bæra tónlist Prokofévs er alveg í samræmi við
hrynjandi myndarinnar, útkoman verður
glæsilegt samspil leiks, sviðs og tónlistar.
Kvikmyndun E. Tissé (útiatriði) og Andrei
Moskvín (inniatriði) er beinlínis hrífandi;
manni er skapi næst að taka einstök atriði úr
myndinni og hengja upp á vegg hjá sér.
Nægir að minnast á lokaatriði fyrri hlutans,
þar sem fólkið biður ívan að snúa aftur.
Leikur er fyrir ofan raunsæið, ýktur í sam-
ræmi við form myndarinnar; hvert svipbrigði,
jafnvel augnagotur segja til um skapferli per-
sónanna og hegðun. Nikolaí Tsjérkasoff fór
eftirminnilega með hlutverk ívans grimma,
en hann lék einnig Alexander Nevsky á sín-
um tíma.
Eisenstein lauk aldrei við þiiðja hluta fvans
grimma, þar eð hann lézt úr kransæðastíflu
áður en til þess kom. Sú mynd átti að vera í
litum, en Eisenstein varð fyrstur manna til að
uppgötva, að litir gætu gegnt þýðingarmiklu
hlutverki í kvikmyndum. En það er ekki fyrr
en nú á síðustu árum, að þekktir kvikmynda-
meistarar hafa komið auga á þetta, s. s. An-
tonioni og Fellini.
Kvikmyndirnar um ívan grimma eru einstakt
afrek í allri kvikmyndasögunni og skipa höf-
undinum veglegan sess í heirni kvikmyndalist-
ar, að meðtöldum nokkrum fyrri myndum
hans, einkum Beitiskipinu Potemkin.
Margir segja Eisenstein vera gáfaðasta kvik-
myndaleikstjóra, sem uppi hefur verið, og
það er ekki út í bláinn að gefa honurn viður-
nefnið Shakespeare kvikmyndanna, sakir
hæfni sinnar og öryggis.
BIRTINGUR
45