Birtingur - 01.06.1968, Page 57

Birtingur - 01.06.1968, Page 57
Ó, hví er mér ekki nógu heitt unnað? ó, hví er mér ekki nógu heitt unnað? æi, jæja! þetta er draumur um konuást. Nei, það er ég andspænis mannkyninu, allt mannkynið og ég. Hvað segi ég, þegar unnustan skrifar mér (Þetta er það sem kalað er Harmagrátur um unnustuna) að hún hafi gengið um garðinn þar sem við vorum vön að sitja saman og það hafi vakið henni ljúfar minningar. Á — jæja! svara ég, þessu á ég að trúa, ljúfar minningar fyrir þig? Á, jæja! En ég er of fjarlægur til að sjá hvort hún grætur. Sjálfur er ég grátandi og hleyp í fang stormsins. Það er veik von að hann lyfti mér upp úr tárunum sem ég ösla í... Nei ég hef ekki lengi séð önnur eins bros og geisla sólarinnar 1 regninu sem streymir úr augum elskunnar. Hvað hef ég gert? Hver lagði beiskan bikarinn í hönd mér. Blómið á vegbrúninni teygir sig til mín °g þegar tár mín falla á það hlær það til mín og króna þess fagnar mér svo ég leggst á kné að kyssa tár elskunnar { gullnum bikar brugðnum að vörum mér til að slökkva þorsta.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.