Birtingur - 01.06.1968, Qupperneq 60
nægja. Þekktastí norðiirlandabúinn er Övind
Fahlström, Svíþjóð.
Nú ber þess að gæta, aS aSrar hreyfingar hafa
þróunarbreytzt samtímis raunsæinu, sjá skýr-
ingarmynd. Non-figurativ myndlist er enn
nokkuS öflug hreyfing, en hefur gjörbylzt
eftir 1960 í formi, myndrænu, Iitaskala o. fl.
Líklegt er aS sjaldan hafi veriS jafn mikil vídd
og stefnt í eins margar áttir í myndlist og ein-
mitt nú á sjöunda tugnum. En snúum okkur
nú að sænsk-bandaríska listamanninum Claes
Oldenburg, en hann á nú orSiS verk á öllum
söfnum, sem vilja kalla sig merk nútímasöfn.
Claes Oldenburg er fæddur í Stokkhólmi áriS
1929, en var alinn upp í Chicago, faSir hans
var aðalræðismaður Svía í Chicago. Olden-
burg lauk prófi frá Yale og gerðist fréttamað-
ur í Chicago. Hann byrjaði seint að fást við
listir, og eftir að hafa stundað nám við Chi-
cago Institute of Art fór hann til New York
(1956). Fyrsta sýning hans var í Judson Gal-
lery, og 1960 hélt hann sína fyrstu „inviron-
mental" sýningu, kallaða Ray Gun Show. Þar
fóru fram nokkrar „Happenings" (atferli),
með þ eim fyrstu í sögunni. 1961 kynnti Mar-
tha Jackson Gallery sýningu kallaða „Verzlun-
in“, sem samanstóð af verkum Oldenburgs.
Sumir komu inn í verzlunina og sögðu: „Þetta
er ekki list, þetta er hamborgari", annar sagði:
„Þetta er ekki hamborgari, þetta er list.”
Oldenburg heldur því fram, að hann nái ár-
angri í því að gera eitthvað milli lífs og þess,
sem kallað er list. „Síðan hefur ekkert vakið
hug minn, nema það sé aðeins hálfa leið, eða
í millibilsástandi."
Áformið að setja verzlunina í raunverulegt
umhverfi er til að setja hana í andstöðu við
hið raunverulega . . ., en ekki til að fá fram
það sameiginlega, eins og ætla mætti. Nafn-
giftin „Verzlunin” er í raun og veru orðaleik-
ur. „Verzlunin er mér meðvitund mín.“
Oldenburg hefu reynt að samræma hugmynd
formi, á sama hátt og Andy Warhol hefur
reynt að samræma tilfinningu hugmynd. Verk
hans í þrívídd, hvort sem það eru matar- eða
fjöldaframleiðsluhlutir, eru í skáldlega sterku
sambandi við fyrri feril listamannsins, útfærð
á malerískan hátt. Verk hans eru fremur
skulptureruð málverk, en málaðir skulpturar.
Hann er ekki í neinum tengslum við rúm-
fræðilega tillitssemi eða formlega hyggni, held-
ur aðeins það, sem kallað hefur verið gæði
hlutarins sjálfs. Verk hans voru unnin á ex-
pressionistiskan hátt, hver hluti yfirborðs
liamborgara eða rjómatertu gæti verið flötur
abstrakt-expressionistiskrar myndar, svo rík
og lifandi eru gæði litarins, svo frjálsleg og
kraftmikil er litameðferðin.
Sú staðreynd að yfirborðið er unnið á gróf-
an hátt tengir hann við „Action Painting" á
58
BIRTINGUR