Birtingur - 01.06.1968, Side 79

Birtingur - 01.06.1968, Side 79
GUNNLAUGUR SVEINSSON: ÆVINTÝRI A F MÖLINNI Margir hafa skrifað bækur um íslenzka ættfræði. Ég veit ekkert, hvað stendur í alfræðiorðabókunum á Landsbókasafninu. Ég les hvorki Hagtíðindi né Frjálsa verzlun og finnst hvort tveggja leiðinlegt á tannlækningastofum. Mölin í Skerjafirðinum er hluti af barnssál minni ég lék mér undir borðinu og sleit vængi og lappir af flugum. Móðir mín sagði mér oft frá dáðum feðra minna og ættmenna og þegar hún fletti í fornsögunum lýstu augu hennar móðurlegu stolti eins og þegar hún fékk bréf frá systur minni sem var í útlöndum. Þá daga sagði hún mér engar scigur og ég hímdi ráðlaus undir borðinu. Það var um svipað leyti, sem ég las Flróa Hött, en ég held nærri því, að Gunnar á Hlíðarenda hafi haft meiri áhrif á æsku mína. Á sjöunda ári var mér gefin bók í afmælisgjöf með alls konar teikningum. Þar sá ég öndvegissúlur í fyrsta skipti upphlut hval atgeir taðkláf og Glám og Gretti í fangbrögðum.

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.