Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Blaðsíða 169
Um méranir
167
nánara lýsa svo, ef miðað er við þær setningatvenndir, sem athugaðar
voru hér að framan:
(1) mig/mér + so. í 3. p. et. + fylliliður
Fyrsti liðurinn, þf./þgf.-liðurinn, þarf auðvitað ekki að vera I. persónu-
fornafn, þótt svo hafi verið í dæmum mínum. Ég kalla þennan lið
persónulið hér á eftir, því að venjulega táknar hann persónugerving,
þó að út af því bregði. Hann hefur annars stundum verið kallaður
frumlagsígildi (sjá t. d. Halldór Halldórsson 1955:23). Hann greinir
sig frá venjulegu frumlagi að tvennu leyti — þ. e. hann er ekki í nf.
og hann ákveður ekki persónu né tölu sagnarinnar. Hann hefur þó
ýmis önnur einkenni frumlags (sjá t. d. Höskuld Práinsson 1979:462
o. áfr.), en ekki er ástæða til að rekja þau hér. Hins vegar má nefna,
að persónuliðurinn kemur fyrir í nf. í sumum setningum af því tæi,
sem hér um ræðir, jafnvel allt frá fornu máli til nútímamáls, t. d. ég
dreymi. í slíkum orðskipunum er persónuliðurinn ótvírætt frumlag.
Dæmi þessa verða síðar sýnd um einstakar sagnir.
Það sem fylgir sögninni í dæmum af þessu tæi, hefi ég hér nefnt
fyllilið. Hann getur verið með ýmsu móti, t. d. no. í þf. (eða nf.),
nafnháttur, forsetningarliður, að-setning o. s. frv. Ég mun stundum
víkja að fylliliðnum, þegar ég rekst á eitthvað forvitnilegt um hann.
Hann stendur t. d. ýmist í nf. eða þf. með sumum sögnum, eins og
sýnt verður hér á eftir.
Dæmunum, sem hér fara á eftir, var safnað úr orðabókum yfir forn-
mál (Lex. poet., GV og Fr.), en tilvitnanir gátaðar, og úr seðlasafni
OH. Vitanlega hefi ég orðið að vinza mikið úr. Ég nota yfirleitt ekki
fleiri dæmi en ég tel nægja til þess að sýna þróunina fyrir hverja sögn.
Ég átti fyrir fram von á því, að persónuliður í þolfalli væri uppruna-
legri með öllum þeim 22 sögnum, sem hér koma við sögu. Dæmi mín
benda til að þetta sé rétt í a. m. k. 21 tilviki, en eitt er vafasamt.
2.2 Dœmi um þróunina
Ég rek dæmin hér fyrst eftir stafrófsröð sagnanna.
bresta:
Persónuliðurinn er kunnur í þf. úr fornmáli. Svo stendur í Vatns-
dælu (ÍF VILIOI):