Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Blaðsíða 195
Um lýsingarhátt nútíðar 193
(l)a Hann sá glansandi bíl(inn) (=bíl(inn) sem glansar, altæk
merking)
b Hann sá bláan bíl(inn) (=sem er blár, altæk merking)
c Hann sá bláa bílinn (ekki hinn) (=samanburður, tak-
markandi merking)
Algengast er að nota Ih. nt. af áhrifslausum sögnum hliðstætt eins
og í dæmi (l)a. — Hér verður ekki fjallað frekar um notkun hliðstæðs
lh. nt. þar sem slík notkun fellur utan ramma þessarar greinar.
1.5 Lýsingarorð eða sagnmynd?
Aður en komið verður að sérstæðri notkun lh. nt. þykir rétt að gefa
nokkurt yfirlit yfir lýsingarorðseinkenni lh. nt. annars vegar og sagn-
einkenni hans hins vegar.
Lýsingarorðseinkenni lh. nt., sem til þess eru fallin að rjúfa tengslin
milli sagnar og lh. nt., koma m. a. fram í því að hann stigbreytist
með meira-mest eins og óbeygjanleg lýsingarorð (meira áríðandi, mest
spennandi, sbr. meira aflvana, mest hissa), myndar samsetningar með
ýmiss konar forskeytum og forliðum (steinsofandi, rúmliggjandi,
háskœlandi, sbr. lo. steindauður, rúmfastur, hárauður), í sumum tilvik-
um er ekki um neina sögn að ræða er samsvari Ih. nt. (blindandi,
framandi) heldur kannski samstofna lo. (sbr. blindur, framur) og
loks tekur Ih. nt. í mörgum tilvikum með sér sams konar ákvæðisorð
og lo. (alveg ódrepandi, algerlega ómissandi, sbr. alveg blankur, al-
gerlega glataður). Ofangreind atriði, sem flest eru formleg eða beyg-
ingarleg, benda til þess að fjalla beri um sérstæðan lh. nt. sem lo.
án tengsla við samsvarandi sagnorð en ýmis setningafræðileg atriði
benda hins vegar til þess að slíkt eigi ekki við í öllum tilvikum.
Hér skal minnst á þrjú tilvik þar sem Ih. nt. heldur sagneinkennum
sínum. í fyrsta lagi er algengt að lh. nt. stýri falli (taki með sér andlag)
rétt eins og sagnorð (Hann kom reykjandi vindil). I öðru lagi má sjá
með víxlprófi (þ. e. skipt er á lh. nt. og öðru orði) að lh. nt. samsvarar
merkingarlega oft nafnhætti (Hann var alltaf reykjandi (að reykja)
vindla). I þriðja og síðasta lagi er Ih. nt. af áhrifssögnum notaður á
kerfisbundinn hátt í þm.-merkingu (Þessu er ekki hafnandi) þar sem
lh. nt. stýrir falli eins og lh. þt. af þgf./ef. -sögnum gerir í þm. (Þessu
var hafnað).
Islenskt mál IV 13