Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Blaðsíða 320
318
Ritdómar
fræði nútímamáls og um framburðarmismun milli svæða á íslandi (bls. 9-25). Þá er
í stuttu máli getið um tilraunir til samræmingar framburðar á íslandi (bls. 25), en síðan
er lýst mun á milli fornmáls og nýmáls (bls. 25-32). Eftir það fylgja beygingarfræði
orðflokka íslenzks máls og orðmyndunarfræði (bls. 35-116). Síðan fylgir setningafræði
(bls. 119-214) og svo eftirmáli og ýtarleg ritaskrá, þar sem næstum hvert einasta rit
er metið með tilliti til kosta sinna og galla (bls. 215-241). Bókinni lýkur svo með þrenns
konar skrám, sem auðvelda mjög notkun hennar: nafnaskrá (bls. 242-243), atriðaskrá
(bls. 244-247) og orðaskrá, scm hefur einnig beygingarmyndir ásamt tilvísun til orð-
myndarinnar í nefnifalli eða nafnhætti, sem beygða myndin er leidd af (bls. 248-268).
Síðast kemur íslenzkt-japanskt orðasafn (bls. 269-280) yfir íslenzk orð, sem koma fyrir
í bókinni, og loks kcmur svo kort af íslandi (bls. 281). Alls kemur höfundur þessu
feikilcga efni fyrir í 38 köflum, en hverjum kafla er oft skipt í margar greinar. Efnið
er mjög skipulega sett fram og bókin er alveg laus við ádeilutón, sem oft er til leiðinda
í ýmsum bókum. Höfundur getur oft um ólíkar skoðanir og hann tekur gjarnan ákveðna
persónulega afstöðu, en hann forðast alveg ádeilutón. Þctta er mjög í samræmi við
efni bókarinnar í hcild. Hún á að vera traust og áreiðanleg heimild um byggingu og
notkun íslenzks máls, en stefnir ekki að því að vera frumlegt rit né heldur að því að
gera höfundi sínum hátt undir höfði. Pví er það, að það eru furðulega fáar athuga-
semdir, sem gera þarf um bókina og fáar villur, sem slæðst hafa inn í hana, einkum
þegar tekið er tillit til hinnar flóknu prentunar og hins mikla efnis, sem þar er saman
komið.
Hljóðfræði íslenzks máls og nútímaframburði er Iýst með mikilli nákvæmni, en jafn-
framt í mjög stuttu máli. Getið er um þá sérstöðu, að lokhljóð eru ekki rödduð, en
hins vegar eru til órödduð nefhljóð, sveifluhljóð og hliðarhljóð, sem er nokkuð óvenju-
legt meðal tungumála heimsins. í lýsingu íslenzkra hljóða er gerður samanburður við
Evrópumál (ensku, þýzku og frönsku), en ekki við japönsku, heldur ekki í þeim tilfell-
um, sem það væri hægt. Varla hefur nokkur villa slæðst inn í þessa flóknu prentun
og má það teljast næstum einsdæmi. Á bls. 17 hefði höfundur þó mátt vera nákvæmari
með orðið hólft [haujjfjt]. / er þar óraddað, ef / fellur brott í framburði, en annars
er það raddað. Hljóðritun orðsins fernt á bls. 21 á að vera [fent]. Hljóðritunarkerfi
höfundar fer meðalveg milli íslenzkrar hljóðritunar og alþjóðlega hljóðritunarkerfisins,
en er nokkuð fasthcldið. Hann notar t. d. hálfa lengd eins og Stefán Einarsson gerir
í ritum sínum, en undirritaður telur það ekki nauðsynlegt, því að hér er um að ræða
svokallaða áherzlulengd. Það verður hins vegar alltaf matsatriði, hve nákvæmt á að
hljóðrita. Aðalatriðið er að vera sjálfum sér samkvæmur innan þess kerfis, sem notað
er.
Beygingarfræðin fylgir hefðbundinni framsetningu eins og í sögulegri málfræði og er
ekkert út á það að setja, þótt efasemdir verði að láta í ljósi um það, hvort það sé
heppilegt að fara eftir slíku upprunakerfi við að læra íslenzkt mál. Annað er það hins
vegar, þegar lærð er íslenzk málsaga og málþróun.
Ekki er miklar athugasemdir að gera við beygingarfræðina, enda stefnir hún ekki
að frumleika. Á bls. 50 er orðið frœði gefið sem kvk. et. Það mun til sem slíkt í fornum
ritum, en cr samt langoftast fleirtöluorð eingöngu og þá hvorugkyn. Eignarfallsending
þess getur ekki verið -s. Hér hafa því orðið mistök, sem auðvelt er þó að kippa í lag.