Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Blaðsíða 293
Flugur
291
í grein sinni um í/-framburðinn leiðir Ásgeir Bl. Magnússon
(1959:18) rök að því að hann sé sögulega tengdur breytingunni ð>d
í viðskeytum sagna o. v., t. d. valða, fylgða, vanða, tamða > valda,
fylgda, vanda, tamda (síðar valdi o. s. frv.). Breyting þessi átti sér
einkum stað á 14. öld og varð á eftir /, m, n og ýmsum samhljóðaklös-
um sem innihéldu þessi hljóð (Ig, ng o. s. frv.). Nú er sannanlegt að
í/-framburður (fremst í ,,/?-orðum“) hefur m. a. einmitt komið fyrir
á eftir m og n. Röksemdafærsla Ásgeirs fær því veigamikinn stuðning
af því sem hér hefur komið fram. Hitt er annað mái að tengsl í/-fram-
burðarins við breytinguna ð>d sanna ekki að upptök hans megi rekja
allar götur aftur á 14. öld. Líta má svo á að ð —> d sé að nokkru
leyti virkt hljóðferli enn (sbr. Kristján Árnason 1974:18, 36-37; Hall-
dór Ármann Sigurðsson 1982:20). D-framburðurinn gæti þá sem best
hafa verið ,,útvíkkun“ eða einföldun á þessu ferii. Slík einföldun á
hljóðreglu (Simplification; sjá Kiparsky 1968) getur væntanlega átt sér
stað nánast hvenær sem er - að sjálfsögðu að því tilskildu þó að reglan
sé virk. Má í þessu sambandi geta þess að Höskuldur Þráinsson (1980)
hefur einmitt leitt rök að því að skýra megi annað mállýskuatriði í
íslensku með skírskotun til reglueinföldunar (misútbreidda afröddun
>,hljómenda“ (J\, m, n, r/) á undan/p, t, k/).
Þessu tilskrifi var ekki ætlað að vera almenn greinargerð um í/-fram-
burð. Ég læt því staðar numið að sinni. Enn má þó auðvitað spyrja
um mikilsverð atriði sem varða í/-framburðinn: Hvers vegna varð svo
brátt um hann sem raun ber vitni? Hvert var algengasta afbrigði hans?
Hvernig getur staðið á því að einkenni sem skipta sköpum fyrir skiln-
>ng á honum hafa yfirleitt farið fram hjá íslenskum málfræðingum?
O. s. frv. Ég læt lesendum eftir að velta vöngum yfir þessum spurning-
um.13
Óþarft ætti aö vera að taka fram að ég stend í þakkarskuld við Álfhildi Jónsdóttur
°g Guðmundu Guðmundsdóttur. Nafngreindum heimildarmönnum mínum færi ég einn-
'g kærar þakkir; svo og Ásgeir Bl. Magnússyni, Jóni Hilmari Jónssyni, Eiríki Rögnvalds-
syni, Ástu Svavarsdóttur, Veturliða Óskarssyni og einkanlega Höskuldi Práinssyni fyrir
góðar ábendingar.